Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 38
leggja sig fram við, engin dægrastytting ætluð til að drepa tímann. Það var drengjunum mikils virði að finna að þeir gátu leyst þetta og lokið við það með góðum árangri. A ljós- myndum af þeim, sem einnig var komið fyrir á sýningunni, var vinnugleðin augljós. Tíminn, sem notaður var, voru aðallega frítímar í skól- anum og einstaka móðurmálstímar. 011 verk bekkjarins voru sýnd. Þarna var einnig sitt- livað fleira eftir önnur börn, sem allt bar vitni um sköpunargáfu og sjálfstæði bama. Vandamálið er þó alltaf þetta: Hvernig fáum við vakið áhugann og hvernig haldið honum við? Með uppörfun samræðum, viður- kenningu og réttlátri gagnrýni er hægt að ná árangri í þá átt. Börn hafa ekkert á móti því að til þeirra séu gerðar kröfur og árangur erfiðis þeirra veitir þeim mikla á- nægju. Við umræður á eftir, voru allir sammála um nauðsyn þess, að kenna börnum strax mjög ungum að nota hendurnar við þroskandi leiki og fcndur. Sömuleiðis var það almennt álit að börn ættu að fá að nota eigið hugmynda- flug í stað þess að þurfa að vinna eftir gefnum fyrirmyndum. Þau hefðu yfirleitt mjög frjótt hugmyndaflug, hefðu miklu meiri ánægju af að framkvæma eigin hugdettur, auk þess sem það reyndi meira á og hefði þar af leiðandi þroskandi áhrif bæði á huga og hönd. Mikil- vægt væri að velja börnum verkefni við hæfi, svo þau missi ekki móðinn, en uppgötvi smátt og smátt að þau geti sjálf búið til margvíslega hluti með eigin höndum. Sú tilfinning hlýtur að vekja sjálfstraust, örva nytsama athafna- semi, sköpunar- og vinnugleði, sem síðar gæti komið í veg fyrir mannskemmandi iðjuleysi í tómstundum. Að þessum fyrirlestrum loknum vakna ýmsar spurningar: Er ekki nauðsylegt að undirstaðan að sjálfstæðu, skapandi starfi einstaklingsins sé, lcgð þegar á barnsaldri? Er ekki fólk, sem óþvingað hefur fengið að föndra við að teikna, sauma, klippa, líma, tálga, smíða o.s.frv. frá því það fór að geta stjórnað handahreyfingum sínum, sem barn, betur sett í þessu tilliti, en það sem seint eða aldrei fékk tækifæri til að reyna sig? Eru ekki alltof margir, unglingar og fullorðnir, haldnir vanmáttarkend gagnvart öllu, sem unnið er í höndum? Trúa að þeir geti ekki og reyna ekki, jafnvel þó þeir hafi löngun til. Hvernig hefur handavinnu og fönd- urkennslu verið háttað í íslenzkum barna- og unglingaskólum? Er ekki orðið tímabært að gera þar á róttækar endurbætur? Og Iivað varðar yngstu börnin: Hafa foreldrar almennt gert sér grein fyrir því mikilvæga atriði, að þjálfa hendur barnanna? Það verkefni sem Island fékk á þessu þingi, var nokkuð sérstætt: ,,Terapi“, sem reynzt hefur erfitt að þýða með einu orði á íslenzku. Ein grein þess, og sú sem aðalega var fjallað um, er „ergoterapi", en það hefur verið þýtt iðjuþjálfun. Með því er meðal annars átt við starfsþjálfun, endurhæfingu og vinnulækningar andlega og líkamlega veiklaðra, aldraðra, van- gefinna og annarra, sem talið er að á slíku þurfi að halda. Iðjuþjálfun er, í læknisfræði- legum tilgangi, að mestu leyti tölgin í aðstoð og kennslu í ýmsum verklegum greinum, svo sem saumum, prjóni, vefnaði, smíðum, margs konar föndri o.s.frv. og síðar áframhaldandi vinnu hinna lijálpar þurfi. Af öðrum greinum innan „terapi" mætti nefna musikterapi (tón- þjálfun), fysioterapi (sjúkraþjálfun) og psyko- terapi. Störf sérmenntaðs fólks í þessum grein- um, eru venjulega tengd liælum eða sjúkra- húsum og stefna öll, með mismunandi aðferð- um en náinni samvinnu, að einu sameiginlegu marki: Að bæta andlegt og líkamlegt ástand vistfólks og sjúklinga. Eins og áður er nefnt er starf iðjuþjálfa aðallega fólgið í kennslu og þjálfun í verklegum greinum, en „aðalatriðið er ekki hvað eða hvernig unnið er heldur hvers vegna“. Tilgangurinn með vinnunni er mis- munandi og fer eftir því við hvern er átt, hver sjúkdómurinn er, hvaða læknisaðferð er beitt, o.s.frv. Iðjuþjálfun í einhverri mynd kemur jafnan að gagni þar sem henni er beitt, en í sambandi við lækningu geðrænna kvilla og sjúkdóma er hún talin sérstaklega mikilvæg. Að sjálfsögðu eru störf iðjuþjálfa unnin í sam- ráði við lækna og í náinni samvinnu við hjúkrunarlið og aðra þjálfa stofnananna, því nauðsynlegt er að vita gerla um líkamlegt og andlegt ástand fólksins, getu þess, þol og á- huga. Allmörg sjúkrahús og stofnanir hérlendis hafa iðjuþjálfun í einhverri mynd. Þó mun það vera svo, að starfandi, sérmenntaðir iðjuþjálf- ar („ergoterapötar") eru aðeins tveir á öllu landinu. Hvað veldur? Enga sérmenntun er að fá innanlands og mjög erfitt að fá inni í erlend- um skólum vegna mikillar aðsóknar. Léleg kjör hafa vafalaust einnig haft sitt að segja. Ýmis- legt hefur þó verið unnið og áunnizt í þessum málum og má þar fyrst nefna hið alkunna framtak SÍBS með stofnun Reykjalundar og síðar Múlalundar. Á Kleppi hefur einnig verið unnið mikið og merkilegt starf í umsjá braut- ryðjanda í iðjuþjálfun á íslandi, Jónu Kristó- fersdóttur iðjuþjálfa. Hún hefur starfað við Klepp síðan 1945. En betur má ef duga skal. Mikilvægi iðjuþjálfunar á sjúkrahúsum, hæl- um og ýmsum stofnunum er almennt viður- kennt, einnig af læknum og hjúkrunarfólki, sálfræðingum og félagsfræðingum, þess vegna lilýtur að verða að stefna að því, að allar slíkar stofnanir fái nægilega margt sérmenntað fólk á þessu sviði. En hvað er gert til að koma þeim málum áleiðis? Þáttur íslands á heimilisiðnaðarþinginu var unninn þ.-.nnig, að haft var samband við framangreindar stofnanir og fleiri í Reykjavík og nágrenni. Yfirlæknar og forstcðufólk sömdu greinargerðir, hver um sína stofnun og voru þær fjölritaðar á dönsku og lagðar fram á þinginu. Stefán Jónsson arkitekt og formaður II. I., flutti svo erindi um stofnanirnar, iðju- þjálfun og aðra sambærilega starfsemi, sem þar er rekin. Þessar stofnanir voru: Kleppur, Reykjalundur, Múlalundur, Hátúnshúsin (sam- býlishús fyrir öryrkja), Kópavogshæli, Lyngás, Skálatún og vinnustofur Blindravinafélagsins og Blindrafélagsins. Þessar sömu stofnanir lán- uðu einnig muni á ísl. sýningardeildina. Þar var hlutur Klepps stærstur eða á helmingi sýningarsvæðisins. Mikil vinna var lögð við undirbúning og uppsetningu sýningarinnar. Þótti hún takast mjög vel og vakti almenna athygli, ekki sízt vinnan frá Kleppi. Hún þótti mjög falleg, fjölbreytileg og sérstaklega vel unnin. Af því, sem þar var, mætti nefna prjónavörur úr ísl. ull, útsaum, vefnað, horn- og beinvinnu, knipl, tálgavinnu og föndur. Frá Reykjalundi og Múlalundi voru aðallega sýndar myndir frá vinnustofunum, en einnig sýnishorn af framleiðslunni: Plastleikföng, baukar, fötur, töskur, möppur o.fl. Af Há- túnshúsunum voru einnig myndir. Kópavogs- hælið er allstór stofnun, Skálatún er heimili og Lyngás dagheimili fyrir vangefið fólk. Þaðan voru sýndir nokkrir eftirtektarverðir munir, sem visttblk hafði unnið undir leiðsögn kennara sinna. Mikil undur eru það, að fólk, sem er svo andlega skert, að það hvorki getur lært að lesa eða skrifa, getur saumað út eftir allflókn- um krosssaumsmunstrum! Úr vinnustofum blindra voru sýndar hag- lega gerðar körfur og margar tegundir af burstum. Ollu því fólki, sem hlut eiga að máli, vist- fólki sem starfsfólki þessara stofnana skal hér með fært innilegt þakklæti fyrir veitta aðstoð og góða fyrirgreiðslu í hvívetna. MikiII og almennur áhugi var ríkjandi á þinginu um iðjuþjálfun og eflingu þeirra mála. Sérstaklega var bent á þann þátt, sem heimilis- iðnaður og almenn verkkunnátta geta átt í því, að koma í veg fyrir hin svokölluðu streitu fyrirbrigði nútímans. Samþykkt var uppá- stunga frá umræðuhóp um, að norrænu heim- ilisiðnaöirféli'gin beittu sér fyrir þessum mál- um og hefðu þau á dagskrá næsta þings. Hið fjórtánda heimilisiðnaðarþing Norður- landa tókst að öllu Ieyti áætlega. Það var vel undirbúið og skipulagt. Afar vinsamlegur andi var þar ríkjandi. Veðurguðirnir voru heldur hliðhollir okkur norðanhjarafólki, meira að segja svo, að lá við að okkur væri kalt í káp- um. Síðasta kvöldið, sem reyndar var þjóð- hátíðardagur vor, var ljómandi kveðjusam- sæti. Fyrr þann sama dag bauð hin aldna sænska kempi, Ingrid Osvald Jakobssen til næsta þings í Svíþjóð. Það verður væntanlega 1974. S.H. ATH. þeir sem vilja kynna sér nánar efni fyrirlestra, sem fluttir voru á þinginu, geta fengið þá til lestrar hjá H.I. Hafnarstræti 3, Reykjavík. 38 HUQUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.