Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 16
efnum, verður að fara nokkrum orðum. Það leikur varla vafi á því, að maðurinn býr yfir mikilli aðlög- unarhæfni og hefur öll skilyrði til að bjarga sér við mismunandi aðstæður, en hver eru takmörk aðlög- unarhæfninnar og hve mikið má á hana reyna? Hún er að vísu rnikil, en það er jafnóumdeilanleg staðreynd, að hún er ekki takmarkalaus. Hér eru engin tök á því að skilgreina þennan eiginleika, sem er engu síð- ur en aðrir eiginleikar, fremur óljóst fyrirbæri, en það er varla of sterkt til orða tekið, þótt ég staðhæfi, að maðurinn hefur að öllum líkindum skapað sér um- hverfi, sem gerir of miklar kröfur til aðlögunarhæfni hans, en aðlögunarhæfnin er undirstaða þess, að mað- urinn geti haldið lífi við hin erfiðustu skilyrði. Skyldi ekki rnargan vera farið að gruna, að mannkynið sé komið á alvarlegt hættusvæði og dagar þess ef til vill taldir? Við þessu eigum við ekkert ákveðið svar, en ennþá höfum við þó ýmis ráð til þess að hjálpa einstakling- um ti! að skipuleggja líf sitt á þann hátt, að jafnvægi í lífsháttum aukist og röskunin verði minni. Enn höf- um við tök á að bjarga einstaklingnum af hættusvæð- inu. Og einmitt í því efni getur hinn svonefndi heim- ilisiðnaður komið að haldi. Heimilisiðnaður — handa- vinna, smíðar, tómstundavinna, listiðnaður — getur orðið skynsamlegri og hollari tómstundangaman en sú tómstundanotkun, sem nú verður æ vanalegri og stuðlar aðeins að meiri taugaveiklun og aukinni and- legri röskun. Heimilisiðnaður léttir á huganum, lað- ar fram hinn læknandi mátt leiksins og sameinar gagnsemi og hollustu. Varla þarf að minna á það, að tómstundir manna í nútímasamfélagi aukast stöðugt. Um þetta efni flutti arkitektinn Möller greinargóða og ýtarlega skýrslu á XIII. Norræna heimilisiðnaðarþinginu, svo sem menn munu minnast. Auknar frístundir hafa verið taldar eftirsóknarverðar og ættu líka að geta haft jákvæð áhrif, ef við notuðum þær á skynsamlegan hátt. En það er einmitt á þessu sviði, sem val og venjur okkar sjálfra, hin almenna stefna í tómstundamálum, allt kerfið bregzt á þann veg, að vekja ætti okkur til um- hugsunar. Við gerum okkur í hugarlund, að við endur- heimtum líkamlega og andlega krafta bezt með því móti að híma sem óvirkir neytendur í tómstundum okkar, og látum í því efni allt of oft stjórnast af hags- munum markaðskerfisins. En hversu margir hafa þá ekki verra af tómstundum sínum en hitt. En hversu margir hafa yfirleitt hugmynd um, hvernig þeir skuli verja tómstundum sínum á jákvæðan hátt? Hve margir finna þörfina fyrir jákvæðu, virku og afþreyj- andi tómstundagamni án þess að finna nokkra lausn á vandanum? Rými er ónógt, kostnaður of mikill, upp- lýsingar skortir, leiðbeiningar eru engar til, skipulag vantar, almennt vanmat ríkir á gildi handavinnu og álíka almennt ofmat og aðdáun á öllu, sem er „verk- smiðjuframleitt“, og menn óttast að vera álitnir barna- legir eða sakaðir urn að fást við skoplega iðju. Hið opinbera, sem vílar ekki fyrir sér að beita sér fyrir dýrum framtíðarúrræðum, til þess að auka vel- líðan og heilbrigði þcgnanna, og gerir það af örlæti sem stjórnast oft fremur af velvild en skynsemi, virð- ist hvorki skilja þessi vandamál og innsta eðli þeirra né skilja tímanna tákn. Ein slík vísbending hér í Finnlandi er sú staðreynd, að fjöldi námsstofnana, svo sem fræðsla verkalýðsfélaga og kvöldskólar, hefur aukizt og aðsóknin stóraukizt síðan dregið var úr gömlu kröfunni urn einhliða bóknám og fleiri „verk- legar“ námsgreinar, svo sem saumaskapur, smíði, postulínsmálning, teikning, málaralist, þjóðdansar o.fl. þess háttar voru teknar inn á námsskrána. Onnur vísbending er auknar vinsældir heimilisiðnaðar í fé- lögum aldraðra víðs vegar unr landið. Æ fleiri líta svo á, að þessi form tómstundaiðkunar hafi jákvæð og auðgandi áhrif, hamli gegn streitu og stuðli að jafnvægi í miklu ríkara mæli en þau kvöldnámskeið, sem stefna einungis að því að efla hagkvæmnina eða sú andlausa tómstundasóun, senr felst í óvirkum setum við útvarp, sjónvarp og kvikmyndir eða á vínstúkum, veitingahúsum og öðrunr stöðum skenrmtanaiðnaðar- ins. Mér er auðvitað ljóst, að heimilisiðnaður er aðeins ein leið til virkrar og hollrar frístundaiðju, en samt ein sú bezta, vegna þess hve fjölbreytt og nrargþætt hún er, og vegna þess að ástundun hennar krefst sjald- an sérstaks húsnæðis eða fastrar tímaáætlunar, svo eitthvað sé nefnt, og hann nrun halda þeirri sérstöðu sinni meðan við forðumst að ota honum út í óbil- gjarna sanrkeppni eða íþyngja honum með fastskorð- uðum fjárhagsáætlunum. Enda þótt ég hafi ekki nefnt vandanrál æskunnar sérstaklega á þessum vettvangi, þá afneita ég þeim ekki, en fjalla verður um þau í öðru sanrhengi. í því sanrbandi verða fyrir okkur ýmis mik- ilvæg sjónarmið, sem þarfnast sérstakrar athugunar. Um eitt ættunr við þó að geta orðið sammála að lokum: Það ætti að vera unnt bæði af hálfu hins op- inbera og frjálsrar félagsstarfsemi að gera miklu meira en nú er gert til þess að koma á andlegu jafnvægi í lífi manna með því að nota tómstundirnar á skynsam- legri hátt. Og í áheyrn þeirra, sem ástunda heimilis- iðnað, er ekki nema eðlilegt að leggja áherzlu á hlut heinrilisiðnaðar í þessu skyni. En vegna hinnar al- mennu stefnu í tómstundaiðju um þessar mundir, þá er það frumskilyrði, að höndin og handverkið séu hafin til vegs og skipað á ný til þess öndvegishlutverks að efla heilbrigði í nrannlegu lífi. Guy von Weissenberg. 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.