Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 4
Katrín Úlfarsdóttir
„Ég er óforbetranlegur safnaria
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður í
Freyjulundi talar um lífið og listina Ljósmyndir Jóhann Ólafur Halldórsson
„A ég ekki bara aS tylla mér hjd honum Jóni mínum".
Það er á frostköldum vetrardegi sem við
bönkum upp á í Freyjulundi við vestan-
verðan Eyjafjörð og heilsum húsfreyj-
unni þar á bæ, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.
Fast við þjóðveginn milli Akureyrar og
Dalvíkur er þetta sérkennilega hús sem
eitt sinn var félagsheimili Arnarneshrepps
en hýsir nú listamennina og hjónin
Aðalheiði og Jón Laxdal og börn þeirra.
Þau keyptu húsið árið 2004 og gerðu það
upp. „Það er eiginlega nýtt gamalt,“
útskýrir Aðalheiður. „Við byggðum við
húsið og þurftum svo að endurnýja allar
lagnir og einangra upp á nýtt.“ En innan-
dyra heldur gamla félagsheimilið sér.
Eldhúsið er þar sem það var og sam-
komusalurinn hýsir vinnustofur þeirra
hjóna og enn er gengið á gömlu dansfjöl-
unum í salnum. Hlýtt og notalegt er
inni, barnabörnin og heimiliskisurnar
skottast um og gestum er boðið upp á
kaffi og dýrindis súkkulaði.
Aðalheiður, sem er Siglfirðingur að
uppruna, er með þekktari listamönnum
eyfirskum í dag. Þekktust er hún fyrir
tréskúlptúra sína af fólki og dýrum í
fullri stærð.
„Já, ég er Siglfirðingur og foreldrar
mínir búa þar ennþá, þau Arnfinna
Björnsdóttir og Eysteinn Aðalsteinsson.
Pabbi rekur Fiskbúð Siglufjarðar en
mamma vann alla tíð á bæjarskrifstof-
unum en er með eigin vinnustofu. Hún
er föndur- og handverkskona „par exel-
ance“. Hefur alltaf verið á fullu í alls
konar handverki en á síðari árum hefur
hún verið að gera flottar klippimyndir
sem eru meiri myndlist en handverk. Það
var alltaf verið að föndra heima og alltaf
nóg hráefni að föndra úr," rifjar
Aðalheiður upp úr æskunni.
„Mér finnst mjög mikilvægt þegar fólk
er að ala upp börn að eiga til föndurefni
í skúffu eða skáp sem hægt er að opna
þegar á þarf að halda,“ segir listakonan.
„Eg lærði líka fljótt að bjarga mér. Það
þurfti að bjarga einhverju fyrir afmæli og
ekkert féklcst í búðinni sem mann lang-
aði til að gefa. Þá var bara að búa það til.
Kornflexpakkar eru til dæmis mjög góðir
í dúkkulísur og grímur. Að ég tali nú
ekki um straujaðan gjafapappír í
dúkkulísuföt!"
Aðalheiður föndraði mikið sem barn en
myndlist kynntist hún ekki að ráði fyrr en
hún flutti til Akureyrar. Þá var hún komin
yfir tvítugt. „Mér hafði að vísu verið bent
á, bæði af kennurum og öðrum, að þetta
ætti ég að leggja fyrir mig en sem unglingi
fannst mér það nú ekki spennandi. Á
Akureyri fór ég á námskeið í
Myndlistarskólanum og strax í fyrsta tím-
anum í módelteikningu fann ég að ég var
á réttri hillu. Eg fór síðan í dagskólann og
útskrifaðist úr málaradeild árið 1993.“
Um síðustu aldamót var Aðalheiði
boðin þátttaka í Dieter Roth akademí-
unni, fyrst sem nema en nú er hún einn af
prófessorum akademíunnar. Dieter Roth
akademían er ekki hefðbundin akademía
heldur stofnuð af vinum listamannsins og
vinnur hún í hans anda, óbundin af stofn-
unum og staðsetningu.
Málað á lausafög
En af hverju fer listmálari yfir í skúlptúr?
„Eg hef alltaf verið mjög afkastamikil og
rak mig fljótt á að því fylgdi mikill kostn-
aður. Eg hafði einfaldlega ekki ráð á því að
eyða tugum þúsunda á mánuði í striga,
liti, pensla og blýanta. Fyrir svo utan að
það samræmdist heldur ekki mínum lífs-
stíl - ég sem hef alltaf lifað sparsömu lífi,
reynt að nýta það sem til fellur og versla
ódýrt. En svo fannst mér málverkið held-
ur ekki alveg nógu ögrandi fyrir mig.“
Þannig fór Aðalheiður að fikra sig
smám saman inn á nýjar brautir og þar
kom fram í henni eðlið frá uppvextinum
á Siglufirði. Að skapa úr því sem til fellur
hverju sinni. Leita að formum.
„Ég deildi á þessum tíma vinnustofu í
Listagilinu á Akureyri með Dagnýju Sif
Einarsdóttur og á neðri hæðinni var
Kristján Pétur Sigurðsson með sína vinnu-
stofu. Hjá honum komst ég í spýtnadrasl.
Allt sem fór í ruslið hjá honum fannst mér
flott. Ég kenndi líka smíðar um tíma í
Brekkuskóla og þar féll ýmislegt til. Þá
byrjaði ég að búa til litla skúlptúra, por-
trett af fólki. Arið 1994 setti ég svo upp
fyrstu sýninguna með slíkum verkum.
Ég er náttúrlega óforbetranlegur rusla-
safnari. Var alltaf að safna að mér drasli og
var orðinn fastagestur á gámasvæðinu. Ég
náði mér þar í góss þegar ég var orðin
uppiskroppa með striga til að mála á og
var alltaf að leita að formum. Síðan var
það þegar ég komst í lausafög og glugga úr
íbúðarhúsi vinkonu minnar að ég fór að
mála á rúðurnar og síðan fann ég mér
4
HUGUROG HÖND2011