Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 5

Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 5
gamlar innréttingar og málaði á skúffu- botna, skápahurðir og hillur. Þannig varð til fjöldi verka sem ég á mörg hver enn í dag.“ Sperruendarnir urðu að hænum Málarinn Aðalheiður þróaðist úr striga- verkunum yfir í alls kyns máluð timbur- verk. I einhverri leitinni að formum komst hún í afsag af sperrum úr sum- arbústaðasmíði. I þríhyrndum trékubb- unum sá Aðalheiður fyrir sér hænubúka og þannig byrjaði skúlptúragerðin. Hænurnar hennar Aðalheiðar eru lands- frægar en við tóku alls kyns skúlptúrar af dýrum, allt frá músum og köttum upp í krókódíla. Allt í réttri stærð. Það er ein- mitt eitt af einkennum listaverka hennar - að skapa í raunstærð. „Mér hefur alltaf þótt betra að hafa hluti í réttri stærð. Þegar ég útskrifaðist úr myndlistarskólanum var útskriftar- verkið mitt myndaröð af ömrnu minni. Kristinn G. Jóhannsson sem var próf- dómari spurði mig af hverju myndirnar væru svona stórar og ég sagði að mér fyndist þetta þurfa að vera í réttri stærð. „Það er eins gott að þú ert ekki landslags- málari,“ svaraði hann þá og glotti. „En landslag hef ég ekki aðhyllst í mínum verkefnum. Eg er hrifnari af mönnum og dýrum - að draga fram einhver persónu- einkenni og glæða listaverkin mín lífi á þann hátt. Kalla fram reisn hverrar manneskju eða lífveru með öllu því sem hún hefur upplifað og gefur frá sér. Það er það sem ég er að vinna með. Eg nota ekki frægt fólk sem fyrirmyndir heldur fólk sem ég þekki og fæst við persónu- sköpunina. Við mannfólkið erum stórkostleg.“ Réttardagur í 50 sýningum Um þessar mundir er Aðalheiður að vinna að sýningarröð sem ber yfirskrift- ina Réttardagur. Sýningarröðin, sem samanstendur af 50 sýningum á 5 árum, hófst fyrir tveimur árum en kreppan hefur sett strik í reikninginn í framvind- unni. „Eg er samt alveg á áætlun,“ segir Aðalheiður, „ég er búin með 27 sýningar en fer bara minna erlendis en áætlað var.“ Síðasta sýningin verður árið 2013 í Listagilinu á Akureyri. „Eg gerði þetta fyrir 7 árum þegar ég varð fertug, þá var ég með 40 sýningar á 40 dögum og end- aði í 14 löndum. Mjög mikill sprettur en skemmtilegur.“ Réttardagur er heiti sýninganna en bak við Freyjulund stendur einmitt skilarétt sveitarinnar. „Hérna lifnar allt við aðra helgina í september. Þá opnum við húsið okkar á réttardaginn og bjóðum upp á kaffi. Sauðkindin höfðar mjög til mín, meira en önnur húsdýr. Eg hef aldrei gert hest eða kú. En kindur í íslensku lands- lagi finnst mér yndislega fallegar,“ segir hún og ekki þarf að leita lengi í vinnu- stofunni til að sjá sauðkindina í ýmsum myndum. Aðalheiður með lamb ífanginu. „Ég var með sýningu austur á Langanesi í fyrrasumar og stillti þá upp kindahópi og lömbum úti á túni. Þar kom fólk sem fór að skima eftir sýningunni og meðal ann- arra ung kona. Hún rýndi góða stund og sagði svo: Hva, þetta eru heimatilbúnar kindur? Þetta eru auðvitað ekki kindur heldur skúlptúrar sem lúta lögmálum list- arinnar um liti og form og þau hughrif sem þeir gefa frá sér. Þannig er listin.“ Við látum þetta verða lokaorðin, kveðj- um listakonuna með lambið í fanginu og höldum út í síðdegismyrkrið. Frekari upplýsingar um Aðalheiði S. Eysteinsdóttur og verk hennar er að finna á heimasíðunni www.freyjulundur.is Fólk og húsdýr í vinnustofu Aðalheiðar í Freyjulundi. HUGUROG HÖND2011 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.