Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 6

Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 6
Sesselja Þórðardóttir Unnið úr hreindýraleðri Hólmfríður Ófeigsdóttir Hólmfríður Ófeigsdóttir er ein þeirra kvenna sem vinna úr hreindýraleðri. Hún býr á Búastöðum austur í Vopnafirði þar sem hún stundar handverk sitt sam- hliða búskap og heimilisstörfum. Verk Hólmfríðar eru að því leyti sérstök að hún klippir leðrið í ræmur og prjónar síðan úr þeim. Upphafið að þessu var að haustið 2005 fékk hún leður frá Signýju Ormarsdóttur á Egilsstöðum og í framhaldi af því leið- beiningar símleiðis um það hvernig best væri að klippa leðrið. Hólmfríður klippir eingöngu mýkstu skinnin en þar með verður þráðurinn þjáll. Það tekur hana 30 til 40 klukkustundir að klippa hvert skinn sem klippt er í hring og byrjað er yst á því. Þannig fæst myndarlegur þráð- ur enda skemmtilegast að þurfa ekki að skeyta saman þræði í miðju verki. Hún hefur ekki enn mælt hve langan tíma tekur að prjóna eitt sjal en gera má ráð íyrir að það taki a.m.k. 10 klst. A þeim fimm árum sem liðin eru síðan hún hóf þessa vinnu hefur hún klippt a.m.k. 40 hreindýraskinn. Á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2010, sýndi Hólmfríður sjöl, Það tekur 30 — 40 klst. að klippa eitt skinn. topp, veski, trefla og handstúkur sem hún vill reyndar kalla smokka, enda vön því frá fyrri tíð. Leðrið sem Hólmfríður notar er mis- munandi á litinn. Stundum er liturinn á úthlið leðursins meiri eða sterkari en á holdrosanum. Sé holdrosinn ólitaður verður það sem prjónað er yrjótt og breytir þar með flíkinni töluvert. Einnig hefur áhrif hvernig leðrið er á litinn í skurðinum eftir klippingu. Mikilvægt er að hirða vel um flíkur úr hreindýraleðri. Tryggja þarf að loft leiki um þær og því má ekki geyma þær í plastumbúðum. Óhreinkist flíkin er í lagi að þvo hana úr volgu vatni og þurrka t.d. á handklæði og fjarri hita. Meðan flíkin er rök skal teygja hana í rétt form. Hólmfríður vinnur ekki eingöngu úr leðri, heldur spinnur líka töluvert úr íslensku ullinni og einnig hefur hún spunnið úr hundahári og kattarhári. Þá hefur hún spunnið kanínufiðu og prjón- að úr henni sokka. Hólmfríður prjónar einnig úr íslenskri ull og kambgarni, einkum tvíbanda vettlinga og hand- stúkur. VÖrur Hólmfríðar fást hjá Handverkshópnum Nema-Hvað á PP Hólmffíður Ófeigsdóttír ff Margrét Baldursdóttir H Gler og Jám Frá sýningu í ráðhúsinu 2010. Hólmfríður í ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2010. Vopnafirði og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Einnig hefur Hólmfríður tekið á móti fólki heima á Búastöðum. Sjal með Dagnýjarprjóni. 6 HUGUROG HÖND 2011

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.