Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 7
Sigrún Linda Kvaran
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
Hönnunar- og handverksskólinn
Ýmiss konar handverk og hönnun
blómstrar nú sem aldrei fyrr og hefur
áhuginn á námi því tengdu margfaldast á
fáum árum. Möguleikar til atvinnuskap-
andi og hagnýtra starfa eru undirstaða
þess að unga fólkið fái tækifæri til að
koma undir sig fótunum og efla íslensk-
an iðnað og hönnun og á það ekki síst
við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.
Það virðist því augljóst að kreppan hefur
haft eitthvað gott í för með sér, svo sem
endurvakinn áhuga fólks á námi, svo
ekki sé talað um aðra naflaskoðun sem
flest okkar stunda nú þessa dagana um
lífsgæði og siðferðisvitund.
Fram til þessa hafa tvær löggiltar iðn-
greinar verið kenndar á fataiðnbraut
Hönnunar- og handverksskólans, þ.e.
kjólasaumur og klæðskurður. Með nýrri
námskrá frá 2008 hefur orðið sú breyting
á að í stað þess að kenndar voru tvær iðn-
greinar samhliða í þrjú ár, er skipting fyrr
til sérhæfmgar í hvorri grein fyrir sig.
Nemendur ljúka fyrst styttri námsbraut,
fatatækni sem er tveggja ára nám og átta
vikna starfsþjálfun. Þetta opnar mögu-
leika nemenda og undirbýr þá til þátt-
töku í ýmsum greinum fatatísku og iðn-
aðar. Fatatækni getur einnig verið undan-
fari ýmissa tengdra greina ef nemandi
Nemendur við vinnu sína.
hefur ekki áhuga á iðnnáminu. Að lok-
inni fatatækni er á brautinni val um kjóla-
saum eða herraklæðskurð, sem eru sér-
hæfðar námsgreinar sem hvor um sig tekur
eitt og hálft ár til viðbótar ásamt 16 vikna
starfsþjálfun. Er einnig áædað að opna fleiri
möguleika innan brautarinnar samhliða
iðnnáminu. Nemendur geta einnig lokið
stúdentsprófi samhliða iðnnáminu.
Það er almennur misskilningur að fata-
hönnun sé kennd í skólanum en það nám
fer einungis fram í Listaháskóla Islands.
Segja má að námið á fataiðnbraut sé afar
gott aðfararnám til fatahönnunar en námið
hefur verið viðurkennt víða. Nemendur
sem lokið hafa námi við fataiðnbraut
Tækniskólans og gamla Iðnskólann hafa
fengið nám sitt metið til allt að tveggja ára
í háskólum erlendis, svo sem á Italíu, í
Danmörku og Bandaríkjunum.
Hondverhshotíð
Hcindverkshátíð 5.-8. ágúst 201 1
Umsóknorfresturinn rennur út 1 . maí
uuuuuu.handverkshatid.is
HUGUROG HÖND 2011
7