Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 10

Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 10
Hönnun Patrick Hassel-Zein Höttur Hróa Hekluð lambhúshetta Þetta er mjúk og hlý lambhúshetta með fimmtánda aldar sniði (þó svo rússneskt hekl hafi ekki komist í tísku fyrr en á nítjándu öldinni). Þröngar lopahúfur valda gjarnan kláða eða rugla hárgreiðslunni en þessi er þægilega víð og notaleg. Það er hægt að fella hett- una niður þegar veður er gott eða draga hana yfir andlitið þegar veður er kalt eða hvasst. Stærðir: börn, konur, karlar. Heklufesta: 16 L og 16 umf= 10x10 cm. Mæla þarf ummál höfuðs og hekla hettuna heldur stærri. Allar mælingar hér á eftir eiga við hettuna, ekki stærð höf- uðs. ATH: Flíkur sem heklaðar eru með rússnesku hekli teygjast ekki eins og prjónles! Stærð: XXS (XS) S (M) L (XL) XXL Ummál kraga/höfuðs: 47 (50) 52 (55) 57 (60) 62 cm Andlitsop: 59 (61) 64 (66) 69 (72) 75 cm Herðaummál: 131 (140) 149 (157) 166 (175) 184 cm Áætlaður vinnutími: 22 (25) 27 (30) 34 (37) 40 klst. Efni og annað sem til þarf Heklunál nr. 5 mm með 80-120 cm snúru (og gjarnan 40 cm snúru í viðbót) Brúnt einband nr 9076: 2 hnotur x 50 g. Brúnn plötulopi nr 0009: 1 plata eða 30 (35) 35 (40) 45 (45) 50 g. Mórauður plötulopi nr 0003: 1 (1) 1 (1) 1 (2) 2 plötur eða 65 (75) 80 (95) 100 (115) 120 g. Saumavél Brúnn eða mórauður þráður til að sauma með. Rússneskt hekl Hver umferð í rússnesku hekli byggist á tveim skrefum: Fyrst á að fitja upp allar lykkjur og síðan fella allar af. I þessu mynstri á alltaf að fitja upp í einbandi og fella af með plötulopa. 1. umf: Byrja með að hekla loftlykkjur. [Mynd 1] Þegar síðasta lykkjan er komin upp á nálina er henni stungið í gegn um fyrstu lykkjuna og dregin fram ný lykkja [Mynd 2]. *Nálinni stungið í gegnum næstu loft- lykkju og dregin fram ný lykkja. Allar lykkjur áfram á nálinni. * [Mynd 3] Endurtakið þar til æskilegur fjöldi lykkja er komin á nálina. Þá er skipt yfir í plötulopa og fellt af lykkjunni með því að draga bandið gegn um eina lykkju *bandið sótt og dregið í gegnum plötu- lopalykkjuna og eina lykkju af einbandi.* [Mynd 4] Endurtakið þar til aðeins ein lykkja af plötulopa er eftir á nálinni. 2. umf: Lykkjan úr plötulopanum á að vera á nálinni. *Nálinni stungið aftur fyrir næsta lóð- rétta band úr einbandi. Náð í lausa band- ið og dregin fram lykkja.* [Mynd 5] Endurtekið þar til æskilegur lykkjufjöldi er á nálinni. Þetta kallast slétt rússneskt hekl (,,sh“). Plötulopa lykkjan er varlega færð yfir stopparann/A/y«í/ 6] og fellt af með plötulopa þar til ein lykkja er eftir. [Mynd 7] Brugðið hekl (,,bh“): Bandið lagt fram fýrir nálina. Nálinni stungið bak við næsta lóðrétta band, bandið fært niður og nál- inni krækt í lausa bandið til að draga fram nýja lykkju. Þannig verður til band þvert fyrir ofan lykkjuna. [Mynd 8] Úrtökur: Nálinni stungið aftan í tvö næstu lóðréttu bönd og dregin fram lykkja (tekið saman og ein lykkja búin til úr tveim böndum). [Mynd 9] Aukið út: Fyrst er hekluð sh í næsta lóðrétta band og krókurinn á nálinni notaður til að draga sömu lóðréttu bönd- in til hliðar svo hægt sé að stinga nálinni í aftari böndin í sömu lykkju og náð í laust band til að draga fram lykkju. [Mynd 10] Keðjulykkjur: *Nálinni stungið aftur fyrir næsta lóðrétta band úr einbandi, lausa bandið sótt og dregið í gegnum báðar lykkjurnar fremst á nálinni. * [Mynd 11] Axlastykki Notuð er nál með langri snúru og fitj- aðar upp 210 (224) 238 (252) 266 (280) 294 loftlykkjur með einbandi. Tengt í hring. Fitja upp 1 umf og fellt af með plötulopa. Tekin úr 1 L í byrjun, 2 L í miðju og 1 L í lok hverrar umferðar. Hekla 3 umf brugðið og 9 (9) 10(10) 11 (11) 12 umf stroff (*1 sh, 1 bh*), 3 umf brugðið hekl. Þar á eftir nota plötulopa og taka úr á sama hátt þar til 76 (80) 84 (88) 92 (96) 100 L eru eftir á nálinni. Hekla 2 umf án úrtöku. Hekla 4 (4) 4 (5) 5 (5) 5 umf þar sem aukið er út um 1 L í byrjun, 2 L í miðju og 1 L í lok hverrar umf. Hetta Byrjað er á andlitsopi í þessari umferð. Aukið út um 2 L í miðju annarrar hverr- ar umferðar þar til 102 (108) 112 (120) 126 (130) 134 L eru á nálinni. Hekla áfram (með óbreyttum lykkjufjölda) 35 (35) 37 (39) 39 (42) 44 umf eða þar til lengdin er mátuleg. Hekla 1 umf keðju- lykkur í einbandi. Slíta bandið og ganga frá lausum endum. Andlitsop Tveir beinir saumar saumaðir hvorum megin við andlitsopið. Klippt á milli þeirra. Hettan saumuð saman að ofan. Teknarupp 94 (98) 102 (106) 110 (116) 120 L í kring um andlitsop (byrjað neðst) með því að stinga nálinni í gegn- um hettuna og draga fram lykkjur úr einbandi. Fellt af með plötulopa. Heklaðar 12 (12) 13 (13) 14 (14) 15 umf brugðið hekl í hring. Svo 1 umf keðjulykkjur úr einbandi. Bandið slitið og gengið frá. Frágangur Hettan er þvegin og strekkt. Faldur við andlitsop er brotinn inn á við og saum- aður niður með einbandi með ósýnileg- um saumi. 10 HUGUR 0G HÖND 2011

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.