Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 17

Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 17
hann slitni. Seinna tók ég þetta upp aftur og spann upp úr þessu peysu með útvíð- um ermum og galdratákni. Ekkert fór til spillis.“ Brugðnu bárurnar, upprúllaðir þykkir faldar og rúnir og önnur gömul tákn eru einkum einkennandi fyrir flíkur Bergþóru. „Maðurinn minn bað mig eitt sinn um peysu með Ægishjálmi. Upp úr því datt mér í hug að nota rúnaletur og skrifa eitthvað skemmtilegt á peysurnar. Maðurinn minn hefur hjálpað til við að teikna upp táknin í rúður, enda list- rænn“, segir hún og brosir. „Eg hef nær eingöngu prjónað flíkurnar mínar úr plötulopa og stundum einbandi með. Einstöku sinnum bæti ég við annars konar þræði til skrauts. Herrapeysurnar prjóna ég í tvöföldum plötulopa. Það er gaman að vinna með lopann, hann er ódýr miðað við allt innflutt band og hann fæst í svo fallegum litum. Ég prjóna hann frekar þétt og það er merkilegt hvað prjónlesið verður sterkt þannig.“ Hún sýnir mér fyrstu flíkina, lítinn rauð- an skoltk sem hún prjónaði á dóttur sína og uppskrift að honum fylgir með í þessu blaði. Hann er núna í notkun á öðru barninu og það sér varla á honum. „Upphaflega hugmyndin var allt öðru vísi, kjóllinn átti að vera með ermum en mér fannst hann hentugri og notadrýgri fyrir smábarn sem ermalaus skokkur. Þennan skokk prjónaði ég í janúar 2009, eftir allar lopapeysurnar!" A þeim tveim- ur árum sem síðan eru liðin hefur Bergþóra hannað það margar flíkur að hún vinnur nú að því að gefa afraksturinn út í bók sem hún vonast til að geta gefið út á komandi hausti. Skokkur fyrir skottur Prjónastærðir: Perluprjón (4,5 mm) og slétt prjón (4mm). Prjónafesta: 10 x 10 cm = 17 lykkjur slétt prjón og 30 umferðir (prjónastærð 4,0). Garn: Einfaldur plötulopi. Litir: Hárauð samkemba (1430) og rið- rauð samkemba (1426). 1 plata af hvor- um lit. Stærðir: 12-18 m 3-4 ára Sídd(frá handakrika) 33 cm 49 cm Yfirvídd (Brjóst mál) 50 cm 56 cm Fjöldi lykkja fitjað upp 190 216 Stroff: Fitjað er upp 190 (216) lykkjur með riðrauðri samkembu og prjónað perlu- prjón á prjóna nr. 4,5. þar til stroffið mælist 4,5 (5) cm. Pils: Að stroffi loknu er skipt yfir á prjóna nr. 4 og prjónað slétt prjón með hárauðri samkembu þar til skokkurinn mælist 14 cm. Þá hefst úrtaka sem hér segir: Úrtaka: Teknar eru úr 10 lykkjur jafndreif yfri hringinn þegar skokkurinn mælist: ___ (14 cm): Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar og svo prjónarðu næst 20 sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. Eftir síðustu úrtökuna eru 16 lykkjur eftir á prjóninum. 14 (20) cm: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar. Prjónaðu næst 17 (19) sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. Eftir síðustu úrtökuna eru 17 (15) lykkjur eftir á prjónunum 17 (28) cm: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar. Prjónaðu næst 16 (18) sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 20 (34) cm: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar. Prjónaðu næst 15 (17) sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 23 (39) cm: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar. Prjónaðu næst 14 (16) sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 26 (45) cm: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun umferðarinnar. Prjónaðu næst 13 (15) sl lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 32 (47) cm: Lokaúrtaka er gerð í næstu 4 umferðum sem hér segir: 1. umferð: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjur umferðarinnar og prjónaðu svo 5 (5) lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 2. umferð: Þessi umferð er prjónuð án úrtöku. 3. umferð: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjur umferðarinnar og prjónaðu svo 4 (4) lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. 4. umferð: Prjónaðu saman fyrstu tvær lykkjur umferðarinnar og prjónaðu svo 3 (3) lykkjur milli úrtaka út allan hringinn. Þegar úrtöku er lokið eru 80 (90) lykkjur eftir á prjóninum BERUSTYKKI: Að úrtöku lokinni er skipt yfir á prjóna nr. 4,5 og um leið er skipt um lit (rið- Hönnun Bergþóra Eiríksdóttir rauð samkemba) og prjónað slétt einn hring áður en byrjað er á perluprjóni. Prjónið því næst einn hring með perlupr- jóni. Eftir það er berustykkinu skipt í fram og bakstykki sem eru prjónuð fram og til baka sem hér segir: Bakstykki (40 (46) lykkjur) Bakstykkinu er skipt í tvo helminga (20 (23) lykkjur hvor helmingur - bakstykk- ið er opið niður eftir miðju baki. Hvor helmingur er prjónaður í sitt hvoru lagi Úrtaka fyrir handvegi: Eftir að bakstykki hefur verið skipt í tvo helminga er tekið úr fyrir handvegi sem hér segir í næstu 4 umferðum (alls 5 lykkjur) í hvorri hlið: -1. umf. =1 lykkja tekin úr. -2. umf. = 2 lykkjur teknar úr . -3. og 4. um. = 1 lykkja tekin úr í hverri umferð. Prjónið perluprjón áfram þar til kemur að úrtöku fyrir hálsmáli. HUGUR0G HÖND 2011 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.