Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 21

Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 21
Koparstunga eftir Israel von Meckenem frá lokum 15. aldar. dreginn af og bandið hespað á þarlend hesputré eða niddy noddy. Það er miðstöng með tveimur stöngum festum í sinn hvorn enda sem vísa í 90° á miðstöng sem gjarnan er útskor- in til að hafa betra grip á henni. Hjá rétthentum er niddy noddy haldið í vinstri hendi en teini með bandi í þeirri hægri sem vindur því um armana í eins konar áttu. Þegar tveir þræðir eru tvinnaðir saman með þeirri aðferð sem tíðkast annars staðar en á Islandi er þannig farið að: Þegar fyrsta snældan er full er snúðurinn færður yfir á næsta tein og spunnið á hann. Til að tvinna er snúðurinn færður yfir á þriðja tein og endunum af garninu hleypt saman á hann, en nú þarf að snúa snældunni í hina áttina, þ.e.a.s. tvö bönd með Z—snúningi verða að tvinnuðu bandi með S-snúning. Rétt eins og distaff má sjá niddy noddy á mörgum mið- aldamyndum en þau eru þó mun eldri, t.d. eru þau líka að finna í Osebergskipinu. Spurningunni af hverju þetta áhald náði ekki fótfestu hér á landi á landnámstíð þó að samtímamenn í Noregi notuðu það greinilega verður ekki svarað hér, en það er áhugavert rannsóknarefni að leita svara við henni. attoeíí cxíbtnn cnna riot mÖTicucxi © Moraan Library, N«w York Api vindur upp ull á hesputré eða niddy noddy. Myndfrá um 1350. (C) Morgan Library, New York (Voeux du paon, PML G.24, for. 15r). Samantekt Spuni eða öllu heldur verknaðurinn að búa til þráð hefur verið mönnum nauðsynlegur frá upphafi mannkynssögunnar. Að búa til þráð gerði forfeðrum okkar á steinöld kleift að gera net, reipi o.fl. og var eitt sterkasta (og hingað til vanmetið) afl í þróun mannkyns, eins og Dr. Adovasio orðar það: „The string revolution was a profound event in human history," Dr. Adovasio said. „When people started to fool aro- und with plants and plant byproducts, that opened vast new avenues ofhuman progress." Snældur voru fundnar upp í mörgum heimshlutum og fór útlit þeirra eftir eiginleikum efnisins sem átti að spinna. Þar fyrir utan er hefðin sterkur þáttur og þegar ein aðferð hefur náð fótfestu komast aðrar ekki að. Við sjáum að í allri Evrópu, í Suður-Ameríku og víðar tíðkast halasnældur sem eru með snúðinn neðst á halanum, þær eru settar af stað með þumli, vísifingri og löngutöng og á þær er spunnið band með Z-snúningi. Eftir því sem ég kemst næst þekkist halasnældan með snúðinn efst á halanum bara á fáum svæðum veraldar og er Island eitt þeirra. Myndefnið sem var skoðað sýnir að íslensk hefð í tóvinnu er að þessu ieyti ólík því sem tíðkaðist annars staðar í Evrópu. Mér er ekki kunnugt um heimildir um notkun niddy noddy á Islandi, spuni með hjálp rokks eða distaff virðist hafa lagst af og snúð- urinn á snældunni er efst á halanum, öfugt við flest önnur menningarsvæði. Með þessari grein vil ég gjarnan kveikja umræðu um sérstöðu spuna-aðferða á íslandi. Heimildir Áslaug Sverrisdóttir, Tóskapur. Ullarvinna í bændasamfélaginu. Hlutavelta tím- ans. Menningararfur á Þjóðminjasafhi, Reykjavík 2004. Elsa E. Guðjónsdóttir, Um rokka, einkum með tilliti til skotrokka, Árbók hins íslenska fornleifafélags (1992). Franquemont, Abby, Respect the Spindle. Spin Infinite Yarns ivith One Amazing Tool, Interweave Press LLC 2009. Ingstad, Anne Stine, The Textiles in the Oseberg ship, skoðað á internetinu 20.12.2010. http://wiviv.forest.gen. nz/Medieval/articles/Oseberg/textiles/TEXTILE. HTM Wayland Barber, Elizabeth, Prehistoric Textiles. The Development ofCloth in the Neolithic and Bronze Ages with Special Reference to the Aegean, Princeton 1991. Wayland Barber, Elizabeth, Womens Work: the first 20,000 years. Women, Cloth and Society in Early Times, New York, London 1994. O. Soffer, J.M. Adovasio, and D.C. Hyland, The “Venus” Figurines. Current Anthropology vol. 41, number 4. Vefsíður kerberos.imareal.oeaw.ac.at/realonline Vefsíða skoðuð 28.12.2010. www.larsdatter.com undir leitarorðunum spinning og winding thread andyarn. www.textile-technology.com/stone-age-clothing-more-advanced-than-thought Vefsíða skoðuð 29.12.2010. utu.morganlibrary.org Vefsíða skoðuð 28.12.2010. www.unl.edu/rhames/courses/readings/venus/venus_string.html Vefsíða skoðuð 11.1.2011. www.thefreelibrary.com/ Vefsíða skoðuð 11.01.2011. HUGUR0G HÖND 2011 21

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.