Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 23
Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir
Foldarskart í ull og fat
Jurtalitun
Þegar hlé er á daglegu amstri leitar fólk sér ánægju og afþrey-
ingar, sækist eftir listum, heldur út í náttúruna eða nærir upp-
runa sinn með því að hlúa að gömlum hefðum og menningu.
Jurtalitun sameinar þetta allt. Gengið er um blómabreiður og
plöntur tíndar af þekkingu og virðingu. I samræmi við æva-
fornar hefðir eru þær síðan notaðar til að lita efni og garn í
óendanlegum fjölbreytileika lita og tóna. Lituð afurðin er svo
notuð í flíkur eða til að skapa hluti sem sífellt minna á litadýrð
náttúru, menningararfinn og góðar stundir við skemmtilega
iðju.
Sumarið 2010 létum við vinkonurnar gamlan draum rætast.
Við skrifuðum og gáfum út bók um jurtalitun, Foldar skart í ull
og fat. Bókin er til sölu hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og í nokkr-
um bókabúðum og í framhaldinu af henni opnuðum við
heimasíðu: http: //i urtalitun. blogspot.com/ og fésbókarsíðuna
Jurtaiitun - Foldarskart í ull og fat. Bókin á sér langan aðdrag-
anda. Arið 1997 hittumst við fyrst á námskeiði í jurtalitun hjá
Heimilisiðnaðarfélagi Islands. Þangað komum við hvor úr sinni
áttinni. Þorgerður hafði lært efnalitun í Textíldeild Myndlista-
og handíðaskóla Islands og hana hafði lengi langað að bæta
jurtalitun við. Sigrún er líf- og umhverfisfræðingur, með áhuga
á plöntum frá barnæsku og hafði kynnst hefðbundinni, íslenskri
jurtalitun hjá alþýðulistakonunni Guðrúnu Einarsdóttur frá
Sellátrum í Tálknafirði. Síðan hafa leiðir okkar legið saman.
Tilviljun réði því að um tíma bjuggum við báðar í Vancouver í
Kanada. Þar fórum við á námskeið í jurtalitun hjá konu sem
aftur hafði lært hana víða, meðal annars í Tyrklandi og Indlandi.
Þorgerður sótti mörg námskeið á hennar vegum og prófaði líka
margvíslegar litunaraðferðir og gerði rannsóknir á þeim við
Háskólann í Bresku Kólumbíu.
Frá því að við komum heim höfum við kennt jurtalitun við
Heimilisiðnaðarskólann og víðar og dreifum þá til nemenda
okkar uppskriftum og leiðbeiningum sem sífellt aukast að vöxt-
um. Við höfum prófað okkur áfram með alls kyns íslenskar
plöntur og aðferðir og einnig litað útsaumsgarn í fjölmörgum
litum fyrir Heimilisiðnaðarfélagið. Nú fannst okkur tími til
kominn að safna minnisblöðunum okkar saman, bæta textann,
auka hann og myndskreyta og gefa út. Markmið okkar var að
miðla öðrum einhverju af því sem við höfum viðað að okkur og
koma á prent hagnýtum leiðbeiningum um jurtalitun. 1 bók-
inni Foldarskart leggjum við áherslu á einfaldar aðferðir til
jurtalitunar og góðar skýringar á hvaða áhöld og aðstaða sé
nauðsynleg. Aðferðir okkar byggja á gömlum hefðum en taka
mið af nútíma þekkingu, aðstæðum og náttúruvernd og skila
ágætum árangri þótt sleppt sé að nota ýmis eitruð hjálparefni
sem áður voru notuð. Fyrrum kunni fólk á flestum bæjum eitt-
hvað til jurtalitunar. Við vonum að bókin hvetji fólk til að láta
ekki þekkingu glatast heldur læri af sér eldra fólki sem enn kann
til verka frá gamalli tíð. Einnig að það hirði og varðveiti og láti
ganga áfram uppskriftir og önnur þekkingarbrot sem hugsanlega
leynast enn í kistuhandröðum um allt land. Við vonum líka að
bókin opni augu fólks fyrir ánægj-
unni við jurtalitun og hjálpi sem
flestum að taka fýrstu skrefin við
þá iðju. Við vitum að þetta hefur
að einhverju leyti tekist. Við
höfum fengið kveðjur og þakk-
læti frá fólki sem farið er að
jurtalita með hjálp bókarinnar.
Einnig hefur fólk haft samband
við okkur til að sýna okkur gam-
alt jurtalitað band og til að segja okkur frá
reynslu sinni og þekkingu af jurtalitun. Við vitum að víða er
fólk að prófa sig áfram við að lita úr jurtum og jafnvel að lita í
miklum mæli. Draumurinn er að halda áfram og safna, með
samstillu átaki margra, sem mestri þekkingu um þessa ævafornu
iðju og gefa út enn stærri og veglegri bók síðar. Þangað til
vonum við að bókin okkar, Foldarskart í ull og fat veiti fólki
bæði gagn og gaman.
Heimilisiðnaðarsafnið - Textile Museum
- eina sérgreinda textílsafnið á íslandi -
Minnum á bókina Vefnaður á
íslenskum heimilum. Tilvalin
tækifærisgjöf. Fáanleg á
tilboðsverði hjá
Heimilisiðnaðarsafninu
Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst frá 10-17.
Árbraut 29, Blönduósi • Sími 452 4067
textile@textile.is ■ www.textile.is
HUGUR OG HÖND 2011 23