Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 27
Elísabet vinnur við Perluna.
hugljómun. Hún sá mann sem stóð í
stafni og sigldi út á haf. Hann horfði
fram á við en sneri sér þannig að hann
horfði samtímis til baka, til lands. Þessi
mynd var í huga hennar þegar hún
skapaði höggmyndina Perluna sem
stendur í garðinum. Og þessi sýn varð
til þess að ákveðinn snúningur eða snúin
stelling varð einkenni margra af styttum
hennar.
Eftir Elísabetu liggja verk af ýmsum
toga. Hún teiknaði mikið og má nefna
dæmi eins og falleg jólakort sem hún
teiknaði fyrir I.O.G.T., félagsfána fyrir
ýmis félög og einnig teiknaði hún mynd-
ir á fermingarskeyd fýrir skáta. Hún
hannaði og saumaði ýmsa búninga fyrir
öskudag og grímudansleiki, sem kom sér
vel þar sem ekkert slíkt var á boðstólum
í verslunum á þessum tíma. Elísabet
myndskreytti einnig nokkrar bækur.
Líflegar og liprar barnateikningar hennar
sýna afar frjóan hugmyndaheim en við-
fangsefnið í þeim er ýmist ævintýrakennt
eða tekið beint úr daglegu lífi.
Myndskreytingar gerði hún einnig við
mörg Ijóða sinna en hún sinnti ritstörf-
um meðfram handverkinu. Einnig samdi
hún lög við sum ljóðanna. Þekktust er
Elísabet þó fyrir styttur sínar sem ýmist
voru skornar úr viði eða steyptar. Hún
gerði vinnuteikningar og dró upp hug-
myndir að hlutbundnum myndverkum
sínum sem urðu allmörg. Kunnugir segja
frá því að þegar Elísabet féklc í hendur
viðarkubb hafi hún fljótt áttað sig á því
hvers konar myndverk hún gæti skorið
úr honum. Hún skar út af mikilli
Pennan bikar skar Elísabet út og gaf eiginmanni
sínum i heiíursskyni fyrir frœknleik á skautum.
nákvæmni ýmsa hluti og notaði þá helst
birkilurka sem fengnir voru úr Vaglaskógi.
Dæmi um þetta er m.a. bikar með skaut-
ara á lokinu, gripur sem hún skar út og
heiðraði eiginmanninn með vegna færni
hans á skautum en það var íþrótt sem
þau hjón stunduðu bæði af kappi á
Pollinum á vetrum. Pollurinn var á þeim
tíma oft ísilagður langtímum saman en
þau Elísabet og Agúst voru snjallir skau-
tadansarar og sýndu stundum listir sínar
á upplýstu svellinu.
Steypt verk Elísabetar voru af ýmsu
tagi. Hún sótti sér leir þar sem heita
Hamraborgir og Naustaborgir rétt norð-
an við Kjarnaland ofan Akureyrar. Ur
þessum leir mótaði hún frummyndir að
styttum sínum. Elísabet þurfti að halda
sig vel að verki því að leirinn var mjög
stökkur og mátti helst ekki þorna. Hún
vafði blautum tuskum utan um verk sín
til að halda þeim rökum á meðan þau
voru í sköpun. Þegar frumgerð leir-
myndar var fullunnin var tekið gifsmót
af henni og mótið síðan notað til að
steypa hið endanlega verk: steinstyttu
eða gifsstyttu eftir stærð og tegund.
Margar stytturnar voru litlar, en ekki
allar. Otiverk hennar steypt úr stein-
steypu eru allt að fullri mannsstærð. Slík
stytta gerð úr sterkri steypublöndu getur
staðið af sér veður og vind í misjöfnu
tíðarfari. Dæmi um þetta er verk
Elísabetar sem nefnist Perlan en það er
konumynd í hinni dæmigerðu snúnings-
stöðu. Og í lófa konunnar liggur perla.
Þetta verk auk annarrar styttu er enn á
sínum stað í garðinum við Aðalstræti 70
Sumardagurinn fyrsti 1947.
á Akureyri. Litlar styttur og gifsverk
Elísabetar eru nú sjaldséðir gripir og eft-
irsóttir. Þar má nefna styttur af konum í
íslenskum þjóðbúningi, ýmsar konu-
myndir aðrar, stytta af glímumönnum og
stytta af fólki að binda bagga. Þessi verk
eru ca. 20 - 35 sm að stærð. Telja má að
einna mesta athygli almennings hafi þó
vakið glæsilegar sryttur Elísabetar gerðar
úr snjó. Hún nýtti sér þann efnivið sem
fékkst hverju sinni en það sýnir hversu
sterk sköpunarþörf hennar var.
Snjóverkin voru mynduð og prentuð í
dagblöðum og tímaritum.
Gleði í línum.
HUGUR 0G HÖND 2011 27