Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 28
Enda þótt Elísabet hafi fengið góðan
stuðning frá fjölskyldu sinni er þó aug-
ljóst að hún hefur ekki haft tíma til að
útfæra nærri allar hugmyndir sínar. Það
sést af orðum hennar í eftirfarandi ljóði:
Það drukknar svo margt í daglegri önn
sem dreymir minn huga að vinna,
við matargerð, sauma og margskonar strit
þeim myndum ei hægt er að sinna,
er sækja á hugann við háleitust störf,
og hvísla mér þrálátt í eyra,
þá ferðast minn hugur á framandi svið
er fæ ég þær raddir að heyra.
En langflestar sökkva í hyldýpishaf
þær hugmyndir stórar og smáar,
þó einstaka fái í efninu líf
þær eru svo sorglega fáar.
Því grafnar að hálfu í gleymskunnar sand,
þó gefist mér tóm þeim að sinna
þær krefjast þess allar að öðlast hér líf,
hver einasta draumsýna minna.
Ég reyni eftir megni að læra þá list
svo leyst verði tjáningarþörfin,
að glíma í huga við ljóð eða lag
það léttir hin daglegu störfin.
En aðeins það veitir mér augnabliks ró
í annríki líðandi stunda,
því draumsýnir þær bíða óleystar enn
sem innst mér í hugskoti blunda.
Yfir verkum Elísabetar mörgum hverj-
um er einhver mögnuð dulúð, hún
túlkar hulduheim sem henni einni var
kunnur. Um hana hefur verið sagt að
ekkert af því sem hún fékkst við hafi
verið unnið til fjár eða frægðar. Hana
knúði innri nauðsyn og eldmóður og
verk hennar öll eru augsýnilega unnin af
alúð. I sumum verkum Elísabetar sést
að hún vann í sama anda og listamenn
eins og Einar Jónsson og Nína
Sæmundsson. Verkin bera með sér und-
ursamlega heillandi blæ sem er vand-
túlkaður en þeim mun sérstakari og
merkilegri.
Heimildir:
Bókin „Listakonan í fjörunni“ gefin út árið 1989.
Edda Eiríksdóttir, Akureyri, Delta Kappa
Gamma.
Viðtöl við Asgrím Ágústsson og Jennýju
Karlsdóttur.
Ritgerð Elísabetar I. Ásgrímsdóttur gerð 2010.
Tímaritið Vorið frá 1951.
Húsfreyjur í hátíðabúningi (20 cm).
prsumarbúðir 2011
geyri 3. - 9. júlí.
ámskeið, sölumarkað, sýningar, fyrirlestra og uppákomur.
Spjaldvefnaður
§i Eldsmíði
Málmsteypa
# Tálga úrýsubeini
Sauðskinnskór-i'U par
B Leikbrúðugerð
§^ Útsaumur
Lopapeysuprjón
Jurtalitun
$
f§ List úr lokkum
§§ Vattarsaumur
§§ Útskurður
§§ Leggjaflautusmíði - nálhús
# Laufaviðarvettlingar
§^ íslensk matargerð
§§ Skraut og fylgihlutir
§§ Barnanámskeið: blanda af
handverki, leikjum, útivist og
hreyfingu.
v> 'í:
Ferð um Arnarfjörð.
Safn Jóns Sigurðssonar, Safn Samúels Jónssonar í Selárdal og Dynjandi.
KVÖLDVÖKUR
Sunnudagskvöld: Kynning á víkingaverkefni Þingeyrar.
Mánudagskvöld: Þjóðbúningakynning
Þriðjudagskvöld: Leikbrúðusýning Bernd Ogrodni"Unnbreyting - Ijóð á hreyfingu"
Miðvikudagskvöld: Frjálst
Fimmtudagskvöld: Fyrirlestur listakonunnar Kristinar Flelgadóttur - "Sjávarperlur"
Föstudagskvöld: Hátíðarkvöldverður með leiksýningu Gisla Sögu Súrssonar. Leikari: Elfar Logi Hannesson
Sjá dagskrá og skráningarblað á www.heimilisidnadur.is
Heimilisiðnaðarfélag íslands tyjóíÉúniivjaJáay TeajJþncía.
28 HUGUR 0G HÖND 2011