Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 29
Sigurlaug Hjaltadóttir Heklað og prjónað fyrir haustbrúðkaup 10.10.10. Elín Björk Jónasdóttir býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Eftir stúdents- próf frá MA hélt hún utan til Bandaríkjanna til náms í veðurfræði og vinnur nú við veðurspágerð auk þess að vinna að meistararitgerð sinni í veður- fræði. Henni þykir óskaplega gaman að prjóna og saumar líka talsvert. Hún og unnustinn, Daníel, gengu í hjónaband síðastliðið haust og það var vel við hæfi að veðurfræðingurinn veldi slíkan góð- viðrisdag; 10. október voru methlýindi og blíðan minnti heldur á góðan sum- ardag en haustið. Þegar kom að undirbúningi brúð- kaupsins ákvað hin verðandi brúður að brúðarkjóllinn yrði heimaprjónaður. Efnið í kjólinn fékk hún hjá vinkonu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur á Hvanneyri, einband litað úr litunar- mosa. Þegar til kom var tíminn til hannyrða þó heldur minni en ætlað var og kjóllinn var því keyptur. Hins vegar ákvað Elín að prjóna sér hyrnu við kjól- inn og vesti á synina tvo, tæplega tveggja og fimm ára gamla. Sitthvað fleira bætt- ist svo við. Hyrnan var prjónuð úr jurtalitaða bandinu og hárskrautið var unnið í stíl við hyrnuna, heklað blóm skreytt perl- um. Fleiri hekluð blóm bættust svo í safnið, bæði úr mosalitaða bandinu svo og ýmsu öðru bandi sem til var á heim- ilinu, allt frá íslensku hosubandi til móher-garns. Afrakstrinum raðaði Elín Björk svo á kransa og keilur til þess að skreyta borðin. Tvær hvítar skálar, sem Elín Björk hafði heklað í dauðum tíma á næturvakt og svo stífað með sykri, höfðu tekist svo ljómandi vel að þær voru notaðar á gjafaborðinu fyrir kort frá brúðkaupsgestum. Eftir brúðkaupið var borðskrautið svo endurnýtt í spangir og hárspennur m.a. til jólagjafa þetta árið! Hyrna (mynstrið er Hyrna Herborgar úr bókinni Þríhyrnum og langsjölum) og hdrskraut úr jurtalit- uðu einbandi. Hárskrautið sem Elín Björk heklaði við brúðkaups- hyrnuna sína. Hekluð skál undir gjafakort. Uppskriftina fann Elín Björk á Ravelry-vefnum. Kransar. Uppskriftirnar að rósunum fann Elín Björk á Ravelry-vefnum. Keila skreytt hekluðum blómum úr einbandi. Elín Björk með heimagerða hárspöng. HUGUR OG HÖND 2011 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.