Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 2 0
Þessi fallegi dagur
— frumsýning í kvöld
borgarleikhus.is
Þú nnur góð
ráð og traustar
upplýsingar á
covid.is
Nánar á frettabladid.is
COVID-19 Nýjustu fréttir af öllu
sem tengist COVID-19 faraldrinum
er hægt að sjá á frettabladid.is
Bílastæðið fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu var þétt skipað í gær. Þar fóru fram fjölmargir fundir þar sem ríkisstjórnin hitti fulltrúa stjórnarandstöðunnar og lykilfólk í
ferðaþjónustunni til að ræða stöðuna sem upp er komin vegna COVID-19 faraldursins. Búast má við að þetta verði algeng sjón á næstu dögum og jafnvel vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
EFNAHAGSMÁL Fundað var stíft í
stjórnarráðinu í gær vegna stöð-
unnar í efnahagslíf inu. Ríkis-
stjórnin fundaði bæði með for-
mönnum allra stjórnmálaf lokka
og lykilfólki í ferðaþjónustu. Þá
fundar ríkisstjórnin með aðilum
vinnumarkaðarins í dag.
Ríkisstjórnin kom saman í gær-
kvöldi til að afgreiða frumvarp
um frestun gjalddaga. Frumvarpið
verður afgreitt á Alþingi í dag þar
sem umræddir gjalddagar eru
strax eftir helgi. Samkomulag er
við stjórnarandstöðuna um þetta.
Á næstu dögum verða einnig
lögð fram frumvörp sem varða
launatryggingu fyrir þá sem þurfa
að fara í sóttkví. Þá er unnið að
endurskoðun fjármálastefnunnar
enda forsendur hennar brostnar
og fjármálaáætlun, sem leggja átti
fram á næstu dögum, verður ekki
lögð fram fyrr en í maí, þegar líkur
standa til að nauðsynlegar for-
sendur hennar geti legið fyrir.
Ríkisstjórnin fundar í dag eins
og venja er á föstudögum þar sem
f leiri mál í tengslum við aðgerðir
stjórnvalda verða rædd.
Í umræðum á Alþingi í gær
lögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar
áherslu á að hremmingarnar, bæði
vegna kórónaveirunnar og ferða-
banns Bandaríkjanna, væru tíma-
bundnar og að Íslendingar hefðu
ekki ástæðu til annars en að vera
bjartsýnir til lengri tíma. Staða rík-
issjóðs væri góð og innviðir traustir.
„Við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að tryggja að
þessar hremmingar verði tíma-
bundnar og íslenskt samfélag
standi sterkara á eftir en áður,“
sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra í umræðum um aðgerðir
í efnahagsmálum á Alþingi í gær.
„Síðan þurfum við að leggja
drög að viðbrögðum til næstu ára
til þess að tryggja að við komum
ekki aðeins standandi úr þessum
hremmingum heldur getum brátt
farið aftur að blása til sóknar eftir
að við munum núna pakka í vörn.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra hvatti þingheim í umræðun-
um til þolinmæði. – aá, sar / sjá síðu 4
Stjórnin pakkar í vörn
Stjórnvöld búa sig nú undir mikla lægð í helsta atvinnuvegi landsins. Laga-
breytingar vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar verða lagðar fyrir Alþingi í dag.
Við munum gera
allt sem í okkar
valdi stendur til þess að
tryggja að þessar hremm-
ingar verði tímabundnar.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
EFNAHAGSMÁL Mögulega þurfa
stjórnendur Icelandair að ræða
stöðvun á rekstri eða að draga
framboð verulega saman á meðan
bann bandarískra stjórnvalda
við ferðalögum til og frá Evrópu
varir, að mati fyrrverandi forstjóra
Icelandair Group, Jóns Karls Ólafs-
sonar, stjórnarformanns TravelCo.
Hann segir aldrei verða sjálfbært að
fljúga með tómar flugvélar.
Greinandi sem Markaðurinn
ræddi við telur stöðu flugfélagsins
þurfa að versna verulega til þess að
ríkisaðstoð komi til greina.
Hlutabréfaverð í Icelandair
Group hríðféll, um 22,8 prósent, í
Kauphöllinni í gær og hefur ekki
verið lægra síðan í janúar árið 2011.
– þfh, kij / sjá síðu 8
Gætu þurft að
stöðva rekstur
Jón Karl
Ólafsson.