Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 2

Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 2
 Það er erfitt að taka út þau samskipti að heilsast og faðmast á gleði- og sorgarstundum. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti Veður Lægir og styttir víða upp þegar kemur fram á daginn, fyrst V-til, en lengst af hvassviðri eða strekk- ingur og snjókoma NA-lands og á Vestfjörðum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum en mildast syðst. SJÁ SÍÐU 18 Níu líf Bubba Leikritið Níu líf, sem byggt er á ævi Bubba Morthens, var forsýnt í Borgarleikhúsinu í gær. Í sýningunni f lytur fjöldi leikara, dansara og tónlistar- manna sögur, lög og ljóð Bubba og fer yfir ævi hans frá fæðingu til dagsins í dag. Ólafur Egill Egilsson er bæði höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Ljósmyndari leit við í Borgarleikhúsinu fyrir sýningu og fylgdist með undirbúningi, mikill spenna og góð stemning lá í loftinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR STJÓRNSÝSLA Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær Sigríði Björk Guðjóns- dóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Mun Sigríður Björk taka við emb- ættinu eftir helgi. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að Sigríður Björk hefði verið metin hæfust í drögum að áliti hæfn- isnefndar og var það staðfest í gær. Sigríður Björk hefur gegnt emb- ætti lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins frá árinu 2014 en áður var hún meðal annars lögreglustjóri á Suðurnesjum og aðstoðarríkislög- reglustjóri. Embætti ríkislögreglustjóra losn- aði um áramót en Haraldur Johann- essen sagði starfi sínu lausu í byrjun desember eftir 22 ára starf. – sar Sigríður skipuð Sigríður Björk Guðjónsdóttir. SAMFÉLAG Farið er að bera á því að Íslendingar veigri sér við því að mæta á fjölmenna viðburði í kirkjum landsins eins og messur og útfarir. Til þess að tryggja að allir sem vilja fylgja hinum látna til grafar geti fylgst með, er farið að bjóða upp á útsendingar með hljóði og stundum einnig mynd og er þess getið þegar útfarir eru auglýstar. Ein slík fer fram í Skálholtskirkju um helgina en í útfarartilkynning- unni er fólki bent á að hægt verði að fylgjast með á sérstakri útvarps- tíðni. „Þessi tækni hefur verið lengi til staðar, einkum þegar búist er við mikilli kirkjusókn í smærri kirkjur. Út af útbreiðslu kórónaveirunnar er fólk þó skiljanlega farið að kjósa að halda sig fjarri fjölmenni. Á því verðum við að finna lausnir og þá er gott að búa að þessari tækni,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Að öllu jöfnu væri mikill anna- tími að bresta á í kirkjum landsins því fermingartímabilið er handan við hornið. Allt útlit er fyrir að það verði með breyttu sniði. „Það er þegar farið að bera á því að ferm- ingum sé frestað fram á sumar og jafnvel fram á haust. Ég veit til þess að farið er að bjóða upp á dagsetn- ingar í ágúst, jafnvel september,“ segir Kristján. Þær fermingar sem munu fara fram á réttum tíma verða þá að öllum líkindum með breyttu sniði. „Fermingarnar verða í sumum til- vikum f leiri yfir daginn og þar af leiðandi fámennari. Þá verður til dæmis altarisgöngunni sleppt,“ segir Kristján. Hann segist einnig hafa heyrt að margar fjölskyldur ætli að fresta fermingarveislunum til betri tíma þó að fermingin fari fram. Að sögn Kristjáns hefur verið aðdáunarvert að sjá hvernig Íslend- ingar hafi aðlagað sig breyttum raunveruleika. „Það er erfitt að taka út þau samskipti að heilsast og faðmast á gleði- og sorgarstundum. Það er að mörgu leyti ótrúlegt að sjá hversu fljótt fólk hefur aðlagast þessu og greinilegt að almenningur í landinu er orðinn afar meðvitaður um að fara eftir tilmælum heilbrigð- isyfirvalda. Það er hughreystandi að sjá,“ segir Kristján. bjornth@frettabladid.is Útfarargestum fækkar og fermingum frestað Íslendingar eru farnir að draga úr mætingu í kirkjur landsins á viðburði líkt og messur og útfarir. Kirkjan er farin að nota tæknina til að miðla slíkum við- burðum til fólks og verið er að færa fermingar ungmenna fram á næsta haust. Þær fermingar sem fara fram á réttum tíma verða með breyttu sniði. JARÐHRÆRINGAR „Það var auð- vitað óþægilegt að fá þennan stóra skjálfta núna hvort sem þetta er eitthvað tilfallandi eða ekki. En það var auðvitað búið að segja okkur að það gætu komið skjálftar yfir fimm að styrkleika svona í kjölfarið. Það bara raungerðist en við þetta búum við nú,“ segir Fannar Jónasson, bæj- arstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík rétt fyrir klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur á Reykja- nesi síðan í október 2013 segir í til- kynningu frá Veðurstofunni. Skjálftinn fannst víða á suðvest- urhorninu og bárust tilkynningar frá Búðardal, Húsafelli og allt austur að Hvolsvelli. Skjálftinn varð á 6-8 kílómetra dýpi og segir í tilkynn- ingunni að ekkert bendi til þess að hann tengist eldsumbrotum. „Það sýnir bara hvers konar ógn- arkraftar eru í þessum hreyfingum að þetta skuli finnast hérna langt austur með Suðurlandinu og upp í Borgarfjörð og svona snarpur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. Hann segir að ástandið hafi verið farið að róast mikið og landrisið sem var í kringum fjallið Þorbjörn í lok janúar úr sögunni. „Þannig að fólk var kannski hætt að hugsa um þetta daglega og vonaðist til að þetta væri smám saman að fjara út.“ Bæjarstjórinn segir fólk hafa tekið þessu misjafnlega. „Sumum leið ekki vel fyrir og þetta var óþægilegt fyrir það fólk. Aðrir eru brattari með þetta og óttaminni þannig að þetta er misjafnt eftir einstaklingum.“ – sar Skjálftinn óþægilegur Fannar Jónasson. 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.