Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 4
Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 20:10 Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is STJÓRNMÁL Fundað var stíft í stjórnarráðinu í gær vegna stöð- unnar í efnahagslífinu. Unnið var fram á kvöld að lagabreytingum sem miða að því að tryggja fyrir- tækjum lausaf járfyrirgreiðslu. Stefnt er að því að leggja þær fyrir Alþingi til afgreiðslu í dag. Á næstu dögum verða einn- ig lögð fram frumvörp sem varða launatryggingu fyrir þá sem þurfa að fara í sóttkví. Þá er unnið að endurskoðun fjármálastefnunnar enda forsendur hennar brostnar og fjármálaáætlun, sem leggja átti fram á næstu dögum, verður ekki lögð fram fyrr en í maí, þegar líkur standa til að nauðsynlegar forsend- ur hennar geti legið fyrir. Þetta kom fram í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagði að þótt ekki hefði öllu verið svarað um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, myndi hún ekki sitja með hendur í skauti. Taka þyrfti stórar ákvarðanir sem ekki gæfist mikill tími til að hugsa um, heldur þyrfti að bregðast við. „Ég hef trú á því að mestu mistök- in sem við gætum gert hér í þinginu væri að ganga allt of skammt. Það væri þá betra fyrir okkur að nýta þá góðu stöðu sem við búum yfir til að gera rétt rúmlega það sem þarf, vegna þess að sameiginlega tjónið af því að gera of lítið of seint getur orðið miklu meira heldur en til- kostnaðurinn af því að gera aðeins of mikið,“ sagði Bjarni. Hann tók dæmi um tugi millj- arða sem eru á gjalddaga á mánu- daginn og ákvarðanir sem ríkis- stjórn og þing standa frammi fyrir: „Á að veita hlutfallslegan afslátt? Á að setja þak á fjárhæðir í greiðslu- frestun? Þetta eru ákvarðanir sem við erum að taka til skoðunar í dag og munum leggja fyrir þingið, von- andi á á morgun.“ Ráðherra ferðamála vék að mögulegum áhrifum ferðabanns Bandaríkjanna og sagði líklegt að það myndi draga úr ferðum þaðan til Evrópu þótt ferðabannið gildi ekki um Bandaríkjamenn sjálfa. „Bandaríkjamenn hafa undan- farin ár verið fjölmennastir í hópi ferðamanna til landsins. Í fyrra voru þeir tæp hálf milljón eða næst- um fjórðungur ferðamanna. Ef við skoðum þá tilteknu mánuði sem um ræðir komu 38.000 Bandaríkja- menn til Íslands í fyrra í mars og 26.000 í apríl. Þó að 30.000 manns séu ekki nema 1,5 prósent af árleg- um fjölda ferðamanna til landsins eru þetta mjög miklir hagsmunir og við það bætast að sjálfsögðu áhrif ferðamannsins á f lug Icelandair yfir Atlantshafið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og vék að fyrstu viðbrögðum úr atvinnu- greininni. „Við höfum heyrt dæmi um allt að 50 prósent samdrátt hjá einstaka fyrirtækjum fyrir sumarið og áhrifin verða gríðarlega mikil.“ Sagði ráðherra til skoðunar að atvinnuleysistryggingar brúi bil á móti lækkuðu starfshlutfalli til að draga úr fjöldauppsögnum hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Við þekkjum það úrræði úr banka- hruninu og hljótum að sjálfsögðu að skoða það alvarlega. Við erum í aðstæðum sem kalla á afgerandi viðbrögð. adalheidur@frettabladid.is Betra að gera of mikið en lítið Fyrstu bráðaaðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum lagðar fyrir þingið í dag. Skaðlegt að gera of lítið of seint, segir fjármálaráðherra. Fjármálastefna endurskoðuð og fjármálaáætlun frestað til vors. Katrín Jakobsdóttir flutti Alþingi skýrslu í gær um efnahagsaðgerðir stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ALÞINGI Þingsályktunartillaga um stöðvun brottvísana og endur- sendinga á flóttafólki til Grikklands hefur verið lögð fyrir Alþingi. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Alþingi álykti að fela dóms- málaráðherra að tryggja að stofn- anir sem heyri undir dómsmála- ráðuneytið sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, óháð því hvort viðkomandi hafi hlotið alþjóðlega vernd þar eða ekki. Í greinargerðinni kemur einnig fram að tillagan eigi sér stoð í lögum um útlendinga og að íslenska ríkið hafi áður metið aðstæður á tilteknum svæðum til móttöku f lóttafólks óviðunandi. Þá segir í greinargerðinni að flutn- ingsmenn tillögunnar telji hafið yfir vafa að aðstæður í Grikklandi gefi tilefni til þess að stöðva brottvísanir og endursendingar flóttafólks þang- að og að UNICEF og Barnaheill hafi gagnrýnt stjórnvöld fyrir að senda börn aftur til Grikklands. „Þá hefur Rauði krossinn á Íslandi að auki ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem hafi umsókn sína til með- ferðar þar í landi. Er það sjónarmið stutt af alþjóðlegum skýrslum og frá- sögnum aðila sem starfað hafa fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikk- landi.“ – bdj Vilja stöðva brottvísanir til Grikklands Flutningmenn tillög- unar telja hafið yfir vafa að aðstæður í Grikklandi gefi tilefni til að stöðvar þangað brottvísanir. 1 Anna Margrét er með Covid-19: „Þetta er ekkert grín“ Anna Margrét Jóns dóttir at hafna kona sýktist af COVID-19 sjúk dómnum í skíða ferð í Selva á Norður-Ítalíu og er nú á tíunda degi í veikindum. 2 Margir furða sig á á kvörðun Trumps Fyrr verandi ráð gjafi Baracks Obama segir Donald Trump ekki starfi sínu vaxinn. Nan cy Pelosi gagn rýnir að Trump ein beiti sér ekki að bar áttunni gegn út breiðslu CO VID-19 innan Banda ríkjanna. Amanda Sloat veltir fyrir sér hvers vegna bannið tekur ekki til Bret lands. 3 Smit leiðir kóróna veirunnar í sundi Meiri líkur eru á því að smitast í gufu eða heita pottinum en í sund lauginni að sögn að- stoðar manns sótt varna læknis. 4 Sterkur skjálfti á Reykjanesi Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 5,1 að stærð. SAMFÉLAG Alls voru tæplega 270 þúsund skrásettir fólksbílar á land- inu við lok síðasta árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hafði þeim fjölgað um rúmlega hálft þriðja þúsund frá því í árslok 2018. Þá voru vöru- og sendibílar tæp- lega 42 þúsund í árslok 2019 og hafði fjölgað um rúmlega þúsund á árinu. Skrásettum vélhjólum fjölgaði nokk- uð á árinu eða um þrjú hundruð. Í heild voru 746 skrásettir fólks- bílar á hverja þúsund íbúa á liðnu ári sem er örlítil fækkun frá fyrra ári, en þá voru þeir 755. Á vef Hag- stofunnar kemur fram að í lok síð- asta árs hafi verið 1,3 íbúar á hvern fólksbíl og er það sama hlutfall og árið áður. – jþ Bílum fjölgar hér á landi Við höfum heyrt dæmi um allt að 50 prósent samdrátt hjá ein- staka fyrirtækjum fyrir sumarið. Áhrifin verða gríðarlega mikil. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.