Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 8

Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 8
8,4% var lækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í gær. Sú staða gæti komið upp að stjórnendur Icelandair Group þurfi að ræða að draga framboð verulega saman eða stöðva jafn-vel rekstur á meðan bann bandarískra stjórnvalda við ferða- lögum til og frá Evrópu varir. Það mun aldrei verða sjálfbært að fljúga með tómar flugvélar. Þetta segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður TravelCo og fyrr- verandi forstjóri Icelandair Group, í samtali við Markaðinn. „Flugið á milli Evrópu og Banda- ríkjanna vegur svo þungt í rekstri félagsins að ferðabannið eitt og sér hefur áhrif á um og yfir fimmtíu prósent af daglegum rekstri félags- ins,“ nefnir hann. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir ríkið eiga mjög erfitt með að hlaupa undir bagga með f lugfélaginu við núverandi aðstæður. Ef aðstæður breytist hins vegar hratt til verri vegar gæti ríkið talið nauðsynlegt að grípa inn í. Félagið haldi enda uppi stórum hluta af loft- Gætu þurft að ræða að stöðva rekstur Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group segir stjórn- endur félagsins mögulega þurfa að ræða að stöðva rekstur á meðan ferðabann bandarískra stjórn- valda vari. Greinandi telur stöðu flugfélagsins þurfa að versna verulega til þess að ríkisaðstoð komi til greina. Eiginfjárstaðan sé sterk. Sögulegt verðhrun á hlutabréfamörkuðum heimsins Miklar verðlækkanir á hluta­ bréfamörkuðum úti um allan heim héldu áfram í gær í kjölfar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um ferðabann. Vísitalan S&P 500, sem fylgir gengi 500 stærstu fyrirtækjanna á bandaríska hlutabréfamarkaðinum, lækk­ aði um 8,1 prósent við opnun markaðarins en lækkunin gekk að hluta til baka eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna sagðist ætla að dæla stórauknu lausafé inn í fjár­ málakerfið. Bandarísk hlutabréf hafa ekki lækkað jafnmikið síðan í fjár­ málakreppunni á árunum 2008 til 2009. Evrópska vísitalan Stoxx 600 lækkaði um meira en 11 prósent sem þýðir að verðhrun evrópskra hlutabréfa er orðið meira en það var í fyrrnefndri fjármálakreppu. Þetta er mesta lækkun evrópskra hlutabréfa á einum degi. Evrópski seðlabankinn hefur kynnt aðgerðaáætlun sem ætlað er að verja evrusvæðið fyrir efna­ hagslegum áföllum sem kóróna­ faraldurinn hefur í för með sér. Christine Lagarde seðlabanka­ stjóri tilkynnti í gær að stýri­ vöxtum yrði haldið óbreyttum í ­0,5 prósentum. Hins vegar mun seðlabankinn auka magnbundna íhlutun sem snýst um kaup á eignum í fjármálakerfinu. Kaupin á þessu ári munu nema 120 millj­ örðum evra til viðbótar við fyrri skuldbindingar sem hljóða upp á 20 milljarða evra á mánuði. Þá kynnti seðlabankinn sérstök lán til evrópskra banka á afsláttar­ kjörum sem ætlað er að hvetja til lánveitinga til smærri fyrirtækja. Mesta dagslækkun úrvalsvísitölunnar frá hruni Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll um liðlega 8,4 prósent í við­ skiptum gærdagsins og hefur hún ekki lækkað eins mikið á einum degi frá því að hlutabréfa­ markaðurinn var endurreistur í kjölfar fjármálahrunsins. „Þetta litast af þeirri miklu óvissu og þeim skelli sem vofir yfir hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann í markaðsviðskiptum Arctica Finance um verðfallið í gær. Fyrirséð sé að höggið verði þungt miðað við ummæli stjórn­ enda innan ferðaþjónustunnar. Valdimar bendir á að veltan á markaðinum hafi verið fremur lítil. Líklegt sé að veðköll og inn­ lausnir í hlutabréfasjóðum hafi ýtt undir frekari lækkanir. Þá hafi viðskiptavakar nýtt sér heimildir til þess að víkja frá skilyrðum um verðbil og fjárhæðir viðskipta­ vaktar. Það geti gert markaðinn sveiflukenndari en ella. Ekki megi segja í öllum til­ fellum að hreyfingar einstakra félaga endurspegli sýn fjárfesta á rekstur félaganna, heldur séu skýringarnar á þeim aðrar. Það er síðan spurning hvað gerist í framhaldinu ef ástandið lagast ekki. Eftirspurn hefur dregist mikið saman og bókunarstaðan var þegar orðin erfið,“ nefnir Jón Karl. Sveinn nefnir að verkefnið sem bíði stjórnenda Icelandair sé að reyna að átta sig á þeirri stöðu sem sé komin upp og laga sig að nýjum veruleika. „Þó svo að ferðabanninu verði aflétt eftir þrjátíu daga og útbreiðsla kórónaveirunnar minnki efast ég um að áhugi á ferðalögum í heim- inum aukist strax aftur. Það verður minna um ferðalög í ár, sama hve hratt faraldurinn mun ganga yfir, og Icelandair verður að átta sig á þeirri stöðu og bregðast í framhaldinu við,“ segir Sveinn og bætir við: „Alvarleiki málsins snýr ekki að því hvernig félaginu muni vegna næstu þrjátíu dagana heldur hvern- ig tekjumyndun þess verður í maí, júní, júlí og ágúst. Ef við sjáum fram á langvarandi ferðabönn, mögu- lega út sumarið, er komin upp mjög alvarleg staða.“ Sveinn segir Icelandair í góðri stöðu, sér í lagi í samanburði við mörg evrópsk f lugfélög, til þess brúnni til Íslands og sé því augljós- lega kerfislega mikilvægt. Hlutabréfaverð í Icelandair Group hríðféll, um 22,8 prósent, í Kauphöllinni í gær og hefur ekki verið lægra síðan í janúar árið 2011. Fram kemur í tilkynningu sem f lugfélagið sendi frá sér í gær- morgun að ferðabann bandarískra stjórnvalda, sem gildir í þrjátíu daga frá og með morgundeginum, muni hafa veruleg áhrif á f lugáætlun félagsins. Félagið muni draga enn frekar úr framboði á f lugi í mars og apríl en um 490 flugferðir til Banda- ríkjanna eru áætlaðar á tímabilinu. „Ég var ek ker t sérstak lega áhættufælinn þangað til þessar fréttir komu í gær. Maður vissi að ferðaþjónustan yrði fyrir höggi og að ástandið myndi stigmagnast. En núna er þetta orðið svart,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. Lagi sig að nýjum veruleika Aðspurður segir Jón Karl ferða- bannið þýða „algjöra uppstokkun á flugáætlunum Icelandair. Líklega verður reynt að halda í eins mikið af f lugferðum og unnt er til Evrópu en tengibankinn á milli Evrópu og Ameríku mun meira og minna stöðvast meðan á banninu stendur. 40 30 20 10 0 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 að takast á við áfall af þessu tagi. „Lausafjárstaða félagsins er mjög góð og eiginfjárstaðan það sterk,“ útskýrir hann, „að þótt það komi verulegt högg í mars og í apríl er það ekki að fara að sökkva félaginu. Það þyrfti mun meira að koma til.“ Tali fyrst við lánardrottna Haft var eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær að það væri frumskylda stjórn- valda að tryggja góðar samgöngur við landið. Stjórnvöld myndu gera „allt sem er raunhæft“ til þess að styðja Icelandair í gegnum erfiða tíma. Aðspurður nefnir Sveinn að vegna þess hve f ljótt áfallið komi og að það sé tímabundið muni Icelandair væntanlega fyrst horfa til þess að ræða við lánardrottna og leigusala í stað þess að leita á náðir ríkisins. „Staðan þarf að versna verulega fram í sumarið til þess að sá mögu- leiki geti komið til greina. Við verð- um að hafa það í huga að félagið er með um 60 milljarða króna í eigið fé, ólíkt öðru flugfélagi sem var með nokkur hundruð milljónir króna í eigið fé í sinni krísu,“ segir Sveinn. Þrátt fyrir að efnahagsreikningur Icelandair Group sé sterkari en hjá mörgum evrópskum keppinautum segir Sveinn íslenska flugfélagið að mörgu leyti berskjaldaðra gagn- vart ferðabanninu. Ekki séu líkur á því að það dragi eins mikið úr f lugi innan Evrópu. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is ✿ Hlutabréfaverð í Icelandair Group hefur fallið um 90 prósent frá því það var hvað hæst fyrir fjórum árum MARKAÐURINN 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.