Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 14

Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Innilegar þakkir til starfsfólks öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri, fyrir alúðlega umönnun og hlýju vegna dvalar og fráfalls Sigurlaugar Stefánsdóttur frá Gilhaga. Hún andaðist 20. febrúar 2020. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkini hinnar látnu. Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, Jón Ingi Sigurjónsson (Jonni) frá Norðurkoti á Eyrarbakka, lést laugardaginn 7. mars. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna fer jarðarförin fram í kyrrþey. Systkini, frænkur og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri eiginmaður, fjölskyldufaðir og bróðir, Bjarni Jón Matthíasson Sandlæk í Gnúpverjahreppi, áður Kirkjubæjarklaustri, andaðist á deild 11G á LSH miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 14. mars kl. 12. Vegna þjóðfélagsaðstæðna verður athöfnin send út á útvarpsrás fyrir þá sem kjósa að hlusta úr bílum sínum. Elín Erlingsdóttir Ester Elín Bjarnadóttir Björgvin Rúnarsson Guðrún Heiða Bjarnadóttir Andri Jónasson Helgi Haukur Hauksson Helga Margrét Friðriksdóttir barnabörn, Sigríður og Sigurjóna Matthíasdætur Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Valþór Bjarni Sigurðsson Spóaási 12, lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð fimmtudaginn 5. mars 2020. Útför auglýst síðar. Guðrún Magnúsdóttir Magnús Valþórsson Guðrún Lísa Sigurðardóttir Sigrún Valþórsdóttir Valdimar Þorsteinsson Eyrún Valþórsdóttir Gestur Örn Ákason barnabörn. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elsku pabba, tengdapabba, afa og langafa okkar, Trausta Jóhannssonar Stórholti 8, Akureyri. Anna Svava Traustadóttir Karl Hjartarson Mikael Jóhann Traustason Guðrún Vala Ólafsdóttir Þyrí Margrét Traustadóttir Sólrún Inga Traustadóttir Angelos Parigoris barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólafía Ólafsdóttir Víðivöllum við Elliðavatn, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 9. mars. Ólafur Kristinn Guðmundsson Sigrún Konráðsdóttir Björn Ingi Guðmundsson Sigurður Vignir Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir Guðmundur Víðir Guðmundsson Kolbrún Ýr Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Ástgerður Guðnadóttir lést 7. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudaginn 18. mars kl. 13.00. Útförinni verður einnig sjónvarpað í beinni á filadelfia.is. Gísli Halldórsson Samúel Gíslason Ragna Rut Magnúsdóttir Aron Gísli Samúelsson Mikael Andri Samúelsson Sý ning in List-míla verður formlega opnuð í dag klukkan 17 í Odda og stendur fram í október. Kristján Steingrím-ur Jónsson, forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, segir hana setta upp í tilefni af 40 ára afmæli safnsins og dreifast um Aðal- byggingu, Gimli, Háskólatorg, Odda og Veröld og tengiganga milli þeirra. Sjálfur er hann sýningarstjóri ásamt Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðingi og dósent. „Markmiðið er að gefa nemendum skólans, starfsmönnum og ekki síst öllum almenningi kost á að kynnast safneigninni,“ segir Kristján og ber svo upp spurningu: „En veistu af hverju hún heitir List-míla? Það er vegna þess að sýningin er í öllum þessum fimm byggingum og göngum á milli þeirra og gestir þurfa að ganga hátt í eina mílu til að geta séð öll verkin sem eru um 170. Það ætti að takast á um það bil klukku- tíma, en fer auðvitað eftir því hversu lengi fólk staldrar við hvert og eitt verk. List-míla er í leiðinni heilsubótar- sýning. Svo fylgir með í pakkanum að gestir geta kynnst háskólaumhverfinu vel.“ Kristján Steingrímur er starfandi listamaður en kveðst hafa verið rúm- lega eitt og hálft ár í hlutastarfi sem forstöðumaður Listasafns HÍ. Það segir hann skemmtilegt starf. „Ég tók við af Auði Övu Ólafsdóttur, rithöf- undi og listfræðingi, sem hafði gegnt því áður. Heildareign safnsins er hátt í 1.500 verk og um 300 þeirra eru í bygg- ingum háskólans alltaf, þannig hefur það verið áratugum saman. Mitt hefð- bundna starf er að sjá til þess að endur- nýja upphengi í byggingum, halda utan um skráningu safneignarinnar og passa upp á forvörslu og öryggi. Það þarf reglulega að yfirfara verk og fá sérfræðinga til að gera við þau. Inn- römmun þarf líka að vera í lagi. Svo fylgir starfinu upplýsingagjöf um verk og lán til annarra safna og sýninga. Það er dálítið um að sótt sé í listaverkaeign Háskólans sem segir okkur bara að safnið er áhugavert.“ Alltaf bætist við safnið gegnum árin, að sögn Kristjáns. „Við vorum að taka við listaverkagjöf í síðustu viku og svo kaupir safnið alltaf lítillega inn og bætir þannig smátt og smátt við eignina,“ lýsir hann og segir reynt að kaupa sýn- ishorn af samtímalist úr nútímanum í bland við eldri verk.“ gun@frettabladid.is List-míla er í leiðinni heilsubótarsýning Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Listasafns Háskóla Íslands verður opnuð sýning í dag í fimm byggingum skólans og tengigöngum á milli þeirra. Þar eru verk frá ýmsum tíma- bilum íslenskrar myndlistar sem endurspegla ólík viðfangsefni listamanna. Kristján segir markmiðið að gefa nemendum, starfsmönnum og almenningi kost á að kynnast safneiginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sýningin er í öllum þessum fimm byggingum og göngum á milli þeirra og gestir þurfa að ganga hátt í eina mílu til að geta séð öll verkin sem eru um 170. Það ætti að takast á um það bil klukkutíma. 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.