Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Það má ekki kalla landbúnaðarafurð lífræna nema hún uppfylli ákveðnar kröfur í Evrópureglugerð og starfsemin sé tekin út af viðurkenndum eftirlitsaðilum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Framhald af forsíðu ➛
Tún er faggild vottunarstofa sem veitir þjónustu á sviði umhverfisvottunar. Íslenskt
efnahagslíf byggir í ríkum mæli
á náttúrunytjum hvers konar og
vottun um að þær nytjar séu sjálf-
bærar styrkir hagkerfið og ímynd
framleiðslu og þjónustu. Tún
leggur megináherslu á að styðja
við lífræna þróun með vottun
lífrænnar ræktunar og fram-
leiðslu, en Tún vottar einnig aðrar
náttúrunytjar, ferðaþjónustu og
sjávarútveg.
„Tún er hlutafélag sem var
stofnað fyrir 25 árum af nokkrum
hugsjónamönnum, í samstarfi
við nokkur sveitarfélög og lands-
samtök neytenda, verslunar og
bænda. Upphaflegt hlutverk Túns
var að annast úttektir og vottun á
lífrænni framleiðslu og má segja
að Tún hafi frá upphafi verið eini
aðilinn hér á landi sem veitti sér-
hæfða þjónustu á þessu sviði. Tún
markaði sér snemma þá stefnu að
vinna og starfa samkvæmt alþjóð-
legum kröfum. Þannig voru við-
miðunarreglur Túns byggðar á því
sem best þekktist í Evrópu og Tún
varð auk þess meðal fyrstu lífrænu
vottunarstofanna til að standast
alþjóðlega faggildingu,“ segir
Finnur Sveinsson, nýr stjórnarfor-
maður vottunarstofunnar Túns.
„Einhverra hluta vegna var félagið
snemma í þessu, sem er mjög
skemmtilegt. Lífræn ræktun hefur
nefnilega ekki alltaf verið í tísku,
en þrátt fyrir það hefur þetta verið
rekið í öll þessi ár af hugsjóna-
fólki. Núna er þetta svo að komast
í umræðuna samhliða öðrum
umhverfismálum.
Tún veitir enga ráðgjöf varðandi
það hvernig vottun fæst, það
eru aðrir aðilar sem sjá um það.
Ef við ætluðum að selja fólki þá
þjónustu og votta þjónustuna
svo sjálf myndum við missa trú-
verðugleika,“ segir Finnur. „Þess
vegna erum við óháður þriðji aðili
sem sér bara um vottun, þó að
við bjóðum líka upp á almenna
fræðslu. Við viljum einfaldlega að
sem flestir séu með lífræna starf-
semi.“
Alþjóðlegar reglur –
trúverðugt eftirlit
„Það geta allir sagst vera með
umhverfis- eða vistvæna vöru
en ef það er ekki neitt kerfi eða
óháður þriðji aðili sem tekur það
út, þá skortir trúverðugleikann,“
segir Finnur. „Okkar vottun byggir
á evrópskri reglugerð og íslenskum
reglum sem byggja á þessari reglu-
gerð og við vottum samkvæmt
sömu stöðlum og reglum og allir
aðrir sem veita lífræna vottun í
Evrópu. Þetta er mjög mikilvægt
til að fá trúverðugleika og þetta
sýnir ferðamönnum að hér gildi
almennt sömu reglur og annars
staðar í Evrópu.
Svona vottunarstofa þarf fag-
gildingu til að hafa eitthvert gildi,
sem þýðir að eftirlitsaðilar hafa
tekið starfsemina út og gengið úr
skugga um að hún sé í samræmi
við alla staðla,“ segir Finnur. „Til að
geta vottað lífræna ræktun þurfa
Eftirlitsstofnun EFTA, Matvæla-
stofnun og Faggildingarsvið Hug-
verkastofu að ganga úr skugga um
að við fylgjum þeim reglum sem
við segjumst fylgja.
Í loks seinasta árs gerði Eftirlits-
stofnun EFTA t.d. úttekt á íslenska
kerfinu og kannaði hvernig okkar
eftirlitsaðilar taka út þau fyrir-
tæki sem fá lífræna vottun,“ segir
Finnur. „Það skiptir gríðarlegu
máli upp á trúverðugleikann að
það sé hægt að rekja það alla leið
hvernig vottun á sér stað.“
Þurfum að gera kröfur
Finnur segir að fólk ætti að gera
meiri kröfur um að vörur og
þjónusta standist alþjóðlega vott-
unarstaðla.
„Það má ekki kalla landbúnaðar-
afurð (matvæli, drykkjarvöru,
fóður og fræ) lífræna nema hún
uppfylli ákveðnar kröfur í Evrópu-
reglugerð og starfsemin sé tekin
út af eftirlitsaðilum,“ segir Finnur.
„Þess vegna eru sumar vörur
merktar „vistvænar“ og ýmislegt
annað, en engin reglugerð eða
staðlar stjórna því hvað má kalla
vistvænt. Þannig að það er mikið
talað um vera umhverfisvænn, en
allir eru með sína eigin útgáfu af
því. Seljendur vöru og þjónustu
búa því miður oft til kröfur sem
henta þeim.
Með því að nota alþjóðlegar
kröfur sem viðmið og fá óháða
aðila til að votta færðu trúverðug-
leika,“ segir Finnur. „Þessar reglur
henta að flestu leyti líka vel á
Íslandi, aðstæður hér eru ekki svo
ólíkar því sem gengur og gerist
annars staðar, t.d. á Norðurlönd-
unum, þar sem lífræn ræktun er
útbreidd frá syðstu bæjum langt
norður fyrir heimskautsbaug.
Einstaka kröfur í búfjárrækt valda
vandræðum hér á norðurslóð, en
það verðum við á endanum að
telja fórnarkostnað til að tryggja
trúverðugleika. Hann skiptir öllu
máli og styrkir markaðssetningu.“
Gert af hugsjón
„Lífræn ræktun byggir á fjórum
grunnviðmiðum, heilbrigði jarð-
vegs, plantna, dýra og manna;
bregðist heilsa eins er öðrum
þáttum hætta búin,“ segir Finnur.
„Lífræn ræktun byggir á þeirri
varúðarreglu að við þurfum að
umgangast náttúruna þannig að
við takmörkum ekki möguleika
framtíðar kynslóða.
Ferlið sem þarf að eiga sér stað
til að fá lífræna vottun í land-
búnaði tekur á bilinu 2-4 ár, en að
jafnaði 2-3 mánuði í vinnslu- og
pökkunarfyrirtækjum. Ef þú ert
til dæmis með sauðfjárrækt þá
heyjar þú af túnum sem aðeins
hafa fengið lífræn áburðarefni,
það má ekki nota sýklalyf nema
í mjög takmörkuðum tilgangi og
jarðvegurinn þarf í raun að vera
náttúrulegur með öllum næringar-
efnum sem því fylgja og það þarf
að viðhalda honum,“ segir Finnur.
„Þetta tekur tíma og er erfitt fyrir
marga bændur og þessir aðilar
þurfa mun meiri stuðning af hálfu
hins opinbera. Vottunarstofan
tekur greiðslu fyrir að votta, en
styrkjakerfi í lífrænum landbún-
aði á Íslandi er enn mjög vanþróað,
svo fólk gerir þetta fyrst og fremst
af hugsjón.
Til þess að þetta geti gengið
þurfa fleiri að versla lífrænt
og sjá ávinninginn í því,“ segir
Finnur. „En núna er meðvitund
um umhverfismál orðin mun
meiri en hún hefur verið síðan
Tún hóf starfsemi og umræðan
um breytingar í landbúnaði hefur
aukist, svo við vonum að þetta fari
að verða auðveldara.“
Við vottum sam-
kvæmt sömu
stöðlum og reglum og
allir aðrir sem veita
lífræna vottun í Evrópu.
Þetta er mjög mikilvægt
til að fá trúverðugleika.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RLÍFRÆN VOTTUN