Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 25
Þegar við verndum börnin okkar um of leyfum við þeim ekki eins mikið sjálfstæði og áður var, gerum þau ekki eins sterk út í lífið, hindrum að þau fái fjaðrir og stöndum í vegi fyrir þeim að fljúga. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Sigga og sonur hennar Gassi fara fyrir hópkarókíi í kvöld þar sem allt verður vitlaust af gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þetta eru magnaðir tímar. Stór máni var í meyjarmerkinu 9. mars með tilheyrandi stórstreymi og svo þessi stóri, dularfulli jarðskjálfti akkúrat fyrir föstudaginn þrettánda. Táknin eru alls staðar og ég trúi því að fullt tungl og stórstreymi hafi áhrif á líðan okkar og magni upp tilfinn- ingar. Þar af leiðandi viljum við nú hafa allt undir stjórn og verðum pirruð ef hlutirnir eru ekki eins og við viljum hafa þá,“ segir Sigga Kling í bítið á þessum Drottins degi, föstudeginum 13. mars. „Staðreyndin er sú að föstu- dagurinn þrettándi er bara hræði- legur ef maður magnar upp það sem maður heldur um hann. Sé manni illa við föstudaginn þret- tánda og hugsar að morgni: „Nú kemur ábyggilega eitthvað voða- legt fyrir mig,“ er maður búinn að setja það í farveg á undan sér og þá er við öllu að búast. Maður kallar það yfir sig sem maður trúir og svo dettur maður og bölsótast: „Sko, ég vissi þetta!“ eða lendir í árekstri og hugsar: „Já, var það ekki! Ég vissi þetta! Það er föstudagurinn þret- tándi!“ en hefði annars ekki pælt í því ef það hefði verið föstudagur- inn tólfti. Því er allt sem maður trúir á manns eigin sannleikur og því fara hlutir að hreyfast og gerast,“ segir Sigga Kling sem gætir þess að leiða ekki hugann að hjátrú og hundsar föstudaginn þrettánda til að útiloka slæman dag. Abrakadabra virkar strax „Ég var svakalega hjátrúarfull á árum áður. Ég var alin upp í sveit þar sem mátti ekki drekka úr skörðóttum bolla svo að ekki fæddust holgóma börn, né ganga undir stiga eða hnýttar snúrur sem þóttu einkar vond tákn. Þegar maður elst upp við svo sterka hjátrú fylgir hún manni út í lífið en einn góðan veðurdag sá ég í gegnum þetta. Að mega ekki spenna upp regnhlíf innan- húss því það væri feigðarboði, að mega ekki kveikja í sígarettu með kertaloga því þá dæi sjómaður; allt var það svo skrýtið. Líka að yfir vofði sjö ára ógæfa ef maður bryti spegil. Í gamla daga voru til svo fáir speglar og til að brýna fyrir fólki að fara varlega með þá þurfti að hræða það svolítið. Þetta fór svo eins og eldur í sinu, eins og gengur með alla hjátrú, og ef maður trúir henni myndar maður mikla orku í kringum hana,“ segir Sigga. Hún á vin, þjóðþekktan mann, sem er logandi hræddur við svarta ketti. „Nálægt heimili hans í Mos- fellsbæ er allt morandi í svörtum köttum sem hann er sannfærður um að sé fyrir vondu. Hann getur þulið upp fullt af hlutum sem hafa gerst eftir að hann mætti svörtum ketti, en auðvitað tók hann bara eftir því af því að þar var svartur köttur, annars hefði hann ekki tengt það við kettina. Svo hrækir hann þrisvar á vinstri hlið axlar sinnar til að komast undan álögunum en það er auðvitað ekkert nema ávísun á að þurfa að skipta um föt. Eins með þá sem segja „7, 9, 13,“ en finna ekkert tré, banka í bílinn og trúa að það hafi sömu áhrif. Trúin er nefnilega svo rosaleg í öllum hindurvitnum og þegar trúin er hjátrú er sú trú sannleikur.“ Orðið „abrakadabra“ er uppá- haldsorðið hennar Siggu nú. „Það þýðir að það sem þú hugsar mun gerast. Mér finnst allt svona svo skemmtilegt og bjó til spil sem heita Abrakadabra og á hverju spili er töfrasetning sem ég gef, eins og til dæmis setningin: „Allt mun ganga vel hjá þér.“ Það er magnað að geta bara smellt fingri og sagt „abrakadabra“, að senda út hugann og sjá hlutina gerast. Ég hef sannreynt að það virkar og það strax. Dóttir mín sagði um konu sem trúði ekki að hún hefði fengið lækningu: „Mamma, trúin flytur fjöll. Hún verður bara að trúa því.“ Um leið og hún sleppti orðinu leit hún út um gluggann og sá risastór- an flutningabíl sem á stóð: Trúin flytur fjöll. Svona gerist þetta. Það þarf bara að hafa trú og vissu.“ Gassi er framlenging af Siggu Sigga Kling er annálaður gleði- gjafi, litrík, fjörug og skemmtileg. Í kvöld stýrir hún hópkarókí á matbarnum Barion í Mosfellsbæ í annað sinn. „Það er svo gaman að það er klikkun. Gestirnir sitja við sitt borð, við spilum lagið þeirra, allur salurinn syngur með og það verður allt vitlaust af gleði. Ég fæ son minn, Gassa Kling, með mér til að hressa upp á mannskapinn því hann heldur uppi fjörinu, er fram- lenging af mér og enn fjörugri,“ segir Sigga sem er sjálf syngjandi dagana langa. „Ég er samt engin söngkona og kann yfirleitt bara eina setningu í lagi en það hefur komið mér ágæt- lega áfram í lífinu. Gestirnir síðast voru á aldrinum 16 ára upp í 92 ára og oftast eru konur í meirihluta þar sem ég er við stjórnvölinn; ég held að karlarnir séu hræddir við mig, en þeir ættu að fylgja konum sínum og syngja með þeim sér til skemmtunar,“ segir Sigga og hlær dátt. Hún er spurð hvaðan lífsgleði hennar komi. „Lífsgleðin er búin til. Hún deyr ef maður gerir ekki neitt. Ég lít út um gluggann, sé hvað hver dagur er fagur, fæ mér kaffi og læt mig spennast upp fyrir verkefnum. Svo fer ég líka stundum til helvítis af áhyggjum af fólkinu í kringum mig en minnst af sjálfri mér. Ég held það fylgi því að eldast. Þá höfum við ekki lengur áhyggjur af sjálfum okkur en börnunum okkar og barnabörnum og pössum of mikið upp á alla. Þar af leiðandi leyfum við fólkinu okkar ekki að fljúga og reynum í staðinn að fljúga fyrir það. Það er svolítið slæmt því þegar við verndum börnin okkar um of leyfum við þeim ekki eins mikið sjálfstæði og var hér áður fyrr, gerum þau ekki eins sterk út í lífið, hindrum að þau fái fjaðrir og stöndum í vegi fyrir þeim til að fljúga,“ segir Sigga. Hún fer reglulega í framhalds- skóla landsins til að sýna unga fólkinu að lífið sé töfrar. „Í skólakerfinu hitti ég fyrir þreytta krakka sem hafa ekki trú á lífinu og mér finnst oft mikill þungi yfir tilveru þeirra. Því sýni ég þeim fram á að þau hafa máttinn til að skapa sitt líf, að það sé undir þeim komið en ekki forlaganna eða foreldranna. Krakkarnir fá svo öll setningu sem þau mega eiga og kemur þeim áfram og ég kenni þeim eitt og annað trix fyrir lífið sem saman- stendur sannarlega af töfrum frá upphafi til enda. Ég er heppin að krökkunum líkar vel við mig og að þau velja mig sjálf,“ segir Sigga sem haldið hefur fyrirlestra í skólum landsins í meira en áratug. Laus við krabbakló á il Komin eru 27 ár síðan læknir fann saklausan fæðingarblett á il Siggu þar sem hún lá á sjúkrahúsi. „Þessi blettur var til friðs í 27 ár eða þar til fyrir síðustu jól að ég fann orðið til í honum. Ég hafði heyrt að maður fyndi ekki fyrir verkjum í sortuæxli en eftir að hafa ráðfært mig við vinkonu fór ég til læknis sem tók úr honum sýni og fann þar krabbamein,“ útskýrir Sigga sem í framhaldinu fór í aðgerð til að fjarlægja meinið og lá á sjúkrahúsi í níu daga. „Það var tekin af mér krabbakló en hún var staðbundin á ilinni og ég er nú orðin 97 prósent góð og laus við meinið. Það er auðvitað dásamlegt og ég ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því meir,“ segir Sigga sem notar helgarnar sjaldnast til hvíldar. „Nei, þá er ég að skemmta í brúðkaupum, afmælum, skemmt- unum, gæsunum og stundum árshátíðum. Nú er tími af bókana vegna veirunnar en ég tek því eins og hverju öðru hundsbiti. Það er nánast orðið þannig að ef þrír ætla að hittast er það af bókað en það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Þetta gengur yfir og ég held áfram eins og vera ber.“ Fer líka stundum til helvítis Sigga Kling segir föstudaginn þrettánda eingöngu skeinuhættan þeim sem á hann trúa. Hún segir lífið sjálft vera töfra, að hún búi lífsgleði sína til og sé laus við krabbakló sem fannst undir il. Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is TA K T IK 5 5 4 6 # V e r ð l a u n a s t ó l l i n n á r i ð 2 0 2 0 - A r c h Innkaupavagnar með bakteríudrepandi handföngum Araven eru fyrstu innkaupavagnarnir sem framleiddir eru með bakteríudrepandi handföngum. Nýjung, nýjung FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 3 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.