Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 32
VIÐ PRÓFUÐUM MARGAR LEIÐIR AÐ LEIKGERÐINNI OG FUNDUM FLJÓTT AÐ MIKILVÆGAST VÆRI AÐ HALDA Í TÓNINN OG TENGSLIN VIÐ DÓTTURINA OG LEYFA SÉR FRELSI Í ÖÐRU. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 13. MARS 2020 Hvað? Hljóð&Mynd Hvenær? 12.15 Hvar? Listaháskóli Íslands, Þver- holti 11, fyrirlestrasalur A Hljóð- og myndlistarkonan Þóranna Dögg Björnsdóttir heldur erindi um þverfagleg vinnubrögð og þreifingar í eigin listsköpun; smíðar og samsetningar með ólík efni, sjónrænt og með hljóði og tónlist. Allir velkomnir. Hvað? Fjölskyldustund og kvöld- kirkja Hvenær? 18.00-22.00 Hvar? Dómkirkjan Fjölskyldustund og kvöldverður, hugvekja í höndum Bryndísar Jak- obsdóttur. Hugleiðslu- og bæna- tónlist á gong. Kvöldsöngur. Verið hjartanlega velkomin! Hvað? Samruni eðlisfræði og mann- legrar vitundar Hvenær? 20.00 Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti 22 Gylfi Aðalsteinsson flytur erindi sem er opið öllum áhugasömum. Hvað? Sól veður í skýjum og augun opnast Hvenær? 17.00 Hvar? Núllið Gallerý, Bankastræti Sigurrós Ólafsdóttir opnar sýn- ingu sem verður opin yfir helgina frá hádegi til klukkan 18. Hvað? Af jörðu Hvenær? 17.00 Hvar? Gallerí Úthverfa á Ísafirði Rósa Sigrún Jónsdóttir mynd- listarkona opnar einkasýningu og gerir þar tilraunir með nýjar aðferðir sköpunar. Hvað? Glópagull : Þjóðsaga Hvenær? 17.00 Hvar? Midpunkt, Hamraborg, Kópavogi Steinunn Gunnlaugsdóttir opnar sýningu sem samanstendur af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir. Hvað? List-míla Hvenær? 17.00 Hvar? Odda, HÍ Sýning opnuð á 170 verkum úr safneign Listasafns HÍ í fimm byggingum skólans. Hvað? Vorið og vonin í jazzperlum Hvenær? 12.15.-13.00 Hvar? Borgarbókasafn Gerðubergi María Magnúsdóttir syngur tón- list þar sem yrkisefnið er vorið. Gunnar Hilmarsson leikur á gítar og Leifur Gunnarsson á kontra- bassa. Hvað? Norðurljósablús Hvenær? 21.00 Hvar? Pakkhúsið Höfn í Hornafirði Lúðrasveit Hornafjarðar, Unnur Birna og Bjössi Thor og Una Stef & The SP-74 Hvað? Djákninn á Myrká Hvenær? 20.30 Hvar? Tjarnarbíó, Tjarnargötu Sýningin hefur slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar. Bassaleikarinn Leifur Gunn-arsson heldur útgáfutónleika í kvöld klukkan 20 á Björtu- loftum í Hörpu. Þar verða f lutt lög af plötu hans Tónn úr tómi. Hann segir tónlistina vera margslunginn instrumental djass og hluti verk- anna er byggður á lánsstefum frá nokkrum meisturum sígildrar tón- listar. Á plötunni og á útgáfutón- leikunum spila, ásamt Leifi, Snorri Sigurðsson, trompet og flügelhorn, Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, og trommuleikarinn Scott McLemore. „Ég hef lengi gengið með þá hug- mynd í kollinum að smíða tónlist fyrir hrynsveit og sólista byggða á efniviði úr sígildri tónlist. Fyrir nokkrum árum gerði ég fyrstu til- raunina með það þegar ég skrifaði verk byggt á lánsmótívum úr 1. kaf la úr Myndum á sýningu eftir Mussorgsky. Verkið var ekki ein- göngu byggt úr lánsmótívum heldur sótti það einnig innblástur í form og uppbyggingu. Þrátt fyrir þetta er um algjörlega nýja tónsmíði að ræða,“ segir Leifur. Þessir tónleikar eru ekki þeir einu sem Leifur kemur að þessa dagana. „Ég hef síðustu fimm ár haldið úti tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í samstarfi við Borgarbókasafnið. Hugmyndafræði tónleikaraðarinn- ar er að færa tónlistina út í úthverfin svo við ferðumst með tónleika á milli safna. Í þessari atrennu eru það María Magnúsdóttir söngkona og Gunnar Hilmarsson gítarleikari sem koma fram ásamt mér og flytja efni undir þemanu Vorið og vonin í jazzperlum. Tónleikarnir fara alltaf fram á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum í Grófinni, Gerðu- bergi og Spönginni, um það bil einu sinni í mánuði.“ Margslunginn djass Le i k r it ið Kó p avo g s -krónika verður frumsýnt í Kassanum Lindargötu á morgun, laugardaginn 14. mars. Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Kamillu Einarsdóttur sem kom út árið 2018. Þar talar móðir til dóttur sinnar og gerir upp fortíð sína. Móð- urina leikur Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir leikstýrir, en þær eru einnig handritshöfundar. Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir eru aðrir leikarar sýningarinnar. „Ég las bókina stuttu eftir að hún kom út og gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búin með hana. Það er frábær tónn í henni sem greip mig, hún lýsir því ljúfsára svo fallega og grípandi,“ segir Silja. „Mér fannst spennandi að horfa inn í og fá að heyra persónu segja hluti, sem flestar mæður í hennar sporum myndu taka með sér í gröfina eða segja engum frá nema mögulega sálfræðingi, og játa allt þetta fyrir dóttur sinni. Við erum ekki vön því að fá svona óritskoðaðar játningar breyskrar konu af köflóttu lífi. Þær gripu mig og svo er bókin mjög fyndin.“ Stanslaust samtal Um samvinnu þeirra Ilmar segir Silja: „Það var stanslaust samtal milli okkar í ár um aðalpersónuna og það sem hún er að ganga í gegn- um og afstöðu hennar til þeirra hluta og tengsl hennar, eða tengsla- leysi, við fólk og þá ekki síst dóttur- ina. Við prófuðum margar leiðir að leikgerðinni og fundum f ljótt að mikilvægast væri að halda í tóninn og tengslin við dótturina og leyfa sér frelsi í öðru.“ Þegar hún er spurð hvaða leið hún hafi farið í leikstjórn segir hún: „Mig langaði til að ná utan um áhrifarík- ustu þættina og ég vil trúa því að við séum trú ákveðnum anda. Sýningin er alveg nýtt verk, byggð á þessum skáldsagnargrunni. Mér finnst líka mikilvægt að taka utan um það að sögupersónan er að segja sína hlið, hún dregur upp mynd af samferða- fólki sínu sem er mjög skýr, kómísk og jafnvel tvívíð og leyfir sér að gera það, þetta er hennar saga og hún ræður. Þetta finnst mér mikil- vægt að komi fram í verkinu – hún er stjórinn í þessari sögu.“ Auðvelt að vera í núvitund Silja er þaulvanur leikstjóri og leik- stýrði meðal annars kvikmyndinni Agnes Joy sem hlaut mikið lof gagn- rýnenda. Kópavogskróníkan er Óritskoðaðar játningar móður Silja Hauksdóttir leikstýrir Kópavogs- króniku. Þaulvanur leikstjóri tekst á við fyrsta leikstjórnarverkefni sitt í leikhúsi. Mig langaði til að ná utan um áhrifaríkustu þættina, segir Silja um Kópavogskróniku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is fyrsta leikstjórnarverkefni hennar í leikhúsi. Hún er spurð hvað hafi komið henni mest á óvart við að leikstýra í leikhúsi. „Það sem mér finnst skemmtilegast er að allar breytingar sem maður gerir eru svo áþreifanlegar fljótt. Þegar við tökum ákvörðun um að prófa eitthvað nýtt eða breyta hlutum þá finnum við strax hvort það virkar eða ekki. Þegar maður vinnur að kvikmynd þarf maður að þróa með sér lang- lundargeð en í leikhúsi þarf ekki að nýta það í eins miklum mæli. Það er mjög auðvelt að vera í núvitund í vinnu eins og þessari af því að maður er alltaf á staðnum. Hér er fólk líka stöðugt að skapa saman. Allt frá fyrsta æfingardegi og þar til við frumsýnum erum við hönd í hönd að búa til sýningu, sem við berum saman á borð fyrir áhorf- endur og bjóðum þeim svo að gjöra svo vel.“ Leifur Gunnarsson bassaleikari. Þóranna Dögg Björnsdóttir, píanó- leikari og gjörningalistamaður, flytur erindi í LHÍ, Þverholti. Eitt af verkum Rósu Sigrúnar á sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.