Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.03.2020, Qupperneq 34
Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í sal Bandalags Íslenskra Skáta Hraunbær 123 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Ferðafélagið Útivist AÐALFUNDUR Laugavegi 178 • Sími 562 1000 • www.utivist.is LEIKHÚS Djákninn á Myrká: sagan sem aldrei var sögð Samstarfsverkefni Miðnættis og Leikfélags Akureyrar Tjarnarbíó Handrit og söngtextar: Agnes Wild og leikhópurinn Leikarar: Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson Leikstjórn: Agnes Wild Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðardóttir Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir Lýsing: Ingvar Guðni Brynjólfsson Sagan um Djáknann á Myrká er ekki löng, einungis nokkrar blaðsíður, en hefur fyrir löngu síðan hreiðrað um sig í sálartetri þjóðarinnar sem ein eftirminnilegasta og skelfilegasta draugasaga íslenskrar bókmennta- sögu. Í sögunni er fjölmargt sagt með örfáum orðum en leikhópurinn Miðnætti hefur séð sér leik á borði til að víkka út sögusviðið og gera stólpagrín að innihaldinu. Gaman- leikurinn var frumsýndur á Akur- eyri síðasta vor í samvinnu við leik- félagið þar í bæ en er nú til sýningar í Tjarnarbíói. Agnes Wild semur handritið í samvinnu við leikhópinn og er einnig leikstjóri. Persónugallerí sveitarinnar hefur verið stækkað, sömuleiðis lætur leikhópurinn hug- ann reika um það sem er óskrifað í sögunni og tekur sér djarft skálda- leyfi. Hugmyndavinnan er á köflum mjög góð, þar má helst nefna þegar samfélagsgagnrýni og fjörið tóna saman. En stór hluti handritsins er eins og óreiðukennt samansafn hugmynda þar sem áherslan er lögð á hnyttin tilsvör, orðaflaum og ýktar persónur fremur en að skapa heild- stæða sýningu. Afslappaður samleikur Mikið mæðir á leikurunum tveimur. Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson eru bæði fínustu grín- leikarar sem fara létt með að bregða sér í allra kvikinda líki, sumar per- sónur leika þau bæði. Þar stendur upp úr unga vinnustúlkan Ingi- björg sem er að berjast við gelgjuna og systkinin Sigurlaug og Bergur. Samleikur þeirra er afslappaður og á köflum bráðfyndinn, sérstak- lega sviðshreyfingarnar en sundur- slitinn á köflum þar sem þau dvelja ekki lengi í hverri persónu fyrir sig. Leikmyndin er fábreytt, saman- sett úr orgeli, altari og forláta bekk. Eva Björg Harðardóttir strípar umgjörðina niður í örfáar einingar. Orgelið og bekkurinn fá sinn tíma í sviðsljósinu en altarið virðist vera hugmynd sem annaðhvort varð eftir eða meira notuð til skrauts. Búning- arnir eru ekki ýkja margir heldur, en eru notaðir á frumlegan máta. Sig- rún Harðardóttir saumar tónlist- ina ágætlega inn í söguna, reyndar er söknuður að því að heyra ekki þuluna frægu sem er óhugnanlega dáleiðandi, en veðurlýsingarnar hitta beint í mark. Skortur á heildarmynd Eins og áður sagði leikstýrir Agnes sýningunni, en hún hefur haft mikið á sinni könnu upp á síð- kastið. Hún vinnur vel með spaug- ið sem keyrir sýninguna áfram. Helsti gallinn er þó sem áður sagði skortur á heildarmynd sem verður sérstaklega áberandi undir lokin. Tónbreytingin sem á sér stað þegar kemur að reiðtúrnum fræga kemur snögglega og allt í einu er nýtt leik- rit komið á svið. Endirinn virðist spretta nánast úr engu og þó að örlög Guðrúnar undir lokin séu spaugileg þá er lausnin of einföld og illa undirbyggð. Þessi útgáfa af sögunni um djákn- ann á Myrká er góð til síns brúks, hún kitlar hláturtaugarnar og gefur nýja sýn á þjóðsöguna. En handritið minnir meira á skemmtidagskrá en leikrit, tónninn í sýningunni stökk- breytist alltof oft og endirinn kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hér eru nokkur tækifæri nýtt til að draga djáknann inn í tuttugustu- og fyrstu öldina en ekki nægilega mörg. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Húmorískur hama- gangurinn nær ekki að fela handrits- gallana. Djókað með djáknanum Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson eru bæði fínustu grínleikarar, segir gagnrýnandi. Hinn virti kór Clare College í Cambridge í Bretlandi, undir stjórn Grahams Ross, heimsækir Hallgrímskirkju um helgina og f lytur mörg af dáðustu kórverkum sögunnar á tónleikum í kirkjunni á morgun, laugardaginn 14. mars, klukkan 17, og syngur einnig við messu í kirkjunni sunnudaginn 15. mars klukkan 11. Yfirskrift tónleikanna er Magn- ificat og á efnisskránni verða verk eftir Arvo Pärt, Samuel Barber (Agnus Dei) William Byrd, Lotti, Önnu Þorvaldsdóttur, Sigurð Sæv- arsson, Howells, Berkeley, útsetn- ing á Kom dauðans blær eftir J.S. Bach og f leira. Orgelleikararnir Ashley Chow og Georg Gillow koma einnig fram á tónleikunum. Þessi víðfrægi kór er þessa dag- ana að senda frá sér sína 38. plötu sem kemur út hjá útgáfufyrirtæk- inu Harmonia Mundi. Aðalvið- fangsefnið á plötunni er Arvo Pärt, en einnig má heyra verk eftir James MacMillan og Peteris Vaskas. Geta má þess að handspritt verður við innganginn og ágætis aðstaða til handþvottar er í bygg- ingunni. Virtur kór frá Cambridge flytur dáð kórverk Clare College frá Cambridge kemur fram í Hallgrímskirkju á morgun. HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.