Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 38

Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 38
Grínistinn Hugleikur D ag s s on f lut t i st búferlum til Berlínar í Þýskalandi undir lok síðasta árs. Í sam-tali við Fréttablaðið þá sagði hann hluta af ástæðunni fyrir f lutningunum vera að þá væri hann í betra samgöngusambandi við Evrópu og fengi því betra færi á að koma fram sem víðast. Eðlilega hefur kórónaveirufaraldurinn sett strik í reikninginn en nú fyrr í vik- unni var uppistandsmyndin hans Son of the day gefin út á Vimeo. Það ætti því enginn að sakna grínsins hans Hugleiks þótt maður þurfi að fara í sóttkví. Þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að mannkyninu þá væsir ekki um Hugleik í bili í Berlín. Saknar lausagöngu katta „Ég lifi eins og blómi í eggi hérna. Vakna á morgnana og tek svona hálftíma til klukkutíma í Playsta- tion. Svo fer ég út að skokka á Tempelhof sem er risavaxinn yfir- gefinn flugvöllur. Ef það er rigning skelli ég Carmen Electra Aerobic Striptease DVD-diski á geislann og tek mína líkamsrækt heima. Upp úr hádegi byrja ég að skrifa. Ég reyni að hafa að minnsta kosti þrjú járn í eldinum öllum stundum. Þannig að ef ég skyldi fá ógeð á einu verk- efni get ég alltaf skipt yfir í eitthvað annað. Akkúrat núna er ég að skrifa eina kvikmynd, eitt leikrit og eina bók. Já, og ég er að hanna borðspil. Ég fikta í slíkum verkefnum fram á kvöld. Þá fer ég gjarnan út og tek nokkrar mínútur á grínklúbbi eða fer í bíó,“ segir Hugleikur en viður- kennir þó að það sé tvennt sem hann sakni; Bíó Paradísar og lausa- göngu katta. Það er þó margt við heimsborgina sem vegur upp á móti. „Allt er 60% ódýrara en á Íslandi. Ég get borðað eins og kóngur á fjög- urra stjörnu veitingahúsi fyrir það sama og túnfisksamloka og kókó- mjólk kostar í Bónus,“ segir hann. Matarmenningin er Hugleiki greinilega hugleikin. „Eitt af því besta við borgina er maturinn. Ég er umkringdur óað- finnanlegum veitingahúsum. Besta pitsa sem ég hef smakkað er 20 mínútur í burtu. Bestu vængirnir 10 mínútur í burtu. Besta pastað á næsta horni. Og svo er sambýlismað- ur minn, Gunni Tynes, konungur eldhússins. Annars er veðrið hérna ekkert sérstakt, ef veður mætti kalla. Stundum smá sól. Stundum smá rigning. That’s it. Ég sakna hross- drepandi snjóstormsins á Íslandi.“ Hann fær þó færi á að koma reglu- legar fram en hann hafði hérna á Íslandi, þar sem hann þurfti að tak- marka sig við mun færri skipti. „Ég skelli mér á svið svona þrisvar í viku. Ég gæti verið tvisvar á hverju kvöldi ef ég nennti að standa í því. Senan hérna er sú stærsta í Evrópu. Tilvalinn leikvöllur,“ segir hann. Endurskoðandi í leðurbuxum Löngum hefur verið gert grín að Þjóðverjum fyrir að vera helst til húmorslausir, þó eflaust sé það að mestu leyti mýta. Hugleikur hefur þó enn ekki fengið að kenna á því á eigin skinni. „Ég hef ekki rekist á þá enn þá,“ segir hann og hlær. „Mínir áhorf- endur hingað til hafa verið frekar alþjóðlegir. Sýrlendingar, Líbanar, Svíar, Kanar, Bretar, Kínverjar, Króatar og alls konar. Grínistarnir sem ég hef kynnst eru líka allra þjóða kvikindi. Ég er í raun ekki búinn að kynnast Þýskalandi í sinni steríótýpískustu mynd. Kannski ef ég kíki út fyrir Berlín mun ég hitta hinn sanna Þjóðverja, húmorslaus- an endurskoðanda í leðurbuxum,“ segir Hugleikur. Hugleikur segist reyna að kíkja reglulega til landsins, eða á tveggja mánaða fresti. „Mér finnst mikilvægt að ná góðum skrifstofutíma með Rakel, umboðskonu minni. Og auðvitað að hitta fjölskyldu mína og vini mína og tala við þau um hvað bjórinn er miklu ódýrari í Berlín. Öllum finnst svo gaman að heyra það. Svo nota ég líka ferðirnar til að ferja blu- ray-safnið mitt smátt og smátt yfir hafið. Það eru reglulega vídeókvöld á Nakatomi,“ segir hann. Nakatomi? „Já, það er það sem við sambýlis- mennirnir, Þrándur Þórarinsson listmálari og Gunnar Tynes tón- skáld, köllum íbúðina okkar. Af því að gatan heitir Anzengruberstraße. Sem hljómar eins og Hans Gruber, vondi kallinn í Die Hard, sem gerð- ist á Nakatomi Plaza. Þess vegna heitir heimilið okkar Nakatomi,“ segir hann. Kvikmynd í kortunum Það er nóg að gera hjá Hugleiki þessa dagana þótt hann hafi þá reglu að vilja sem minnst ræða verk sem enn eru ekki tilbúin. „En ég get sagt þér það að akkúrat núna er ég að vinna að verki ásamt Árna Jóni Gunnarssyni, sem er mað- urinn á bak við hinar bráðskemmti- legu Jón Alón skrípasögur. Við erum að skrifa kvikmyndahandrit sem er svo epískt og svo brútal að það mun enginn vilja framleiða mynd úr því. Ekki fræðilegur. En við skrifum það samt. Svo er ég kominn langleiðina með borðspil sem heitir Íslend- ingabrók. Það fjallar um bólfarir Íslendinga og mun líklega skemma vináttu og rústa samböndum þegar það kemur út,“ segir Hugleikur. Finnar hafa reynst vel Nú er komið út uppistand frá Hug- leiki sem fólk getur leigt að keypt á Vimeo. „Þetta var síðasta giggið í 18 borga uppistandstúr í gegnum Evrópu. Ég ákvað að enda í Finnlandi því Finnar hafa verið mínir tryggustu fylgjendur frá upphafi. Uppistandið var tekið upp í leikhúsi í Helsinki. Ég var voða heppinn því það var tilbúin leikmynd á sviðinu sem ég fékk að nota. Þetta var bara tilvalið til upptöku. Árni Sveins kom til Finnlands og leikstýrði þessu með glæsibrag. Upptakan sem var notuð eru skemmtilegustu 70 mínútur sem ég hef eytt á sviði. Var það hernaðarkænska að gefa það út einmitt núna þegar fólk þarf að hanga heima? „Já. Ég sat heima með puttann á „publish“ takkanum og beið eftir að tala smitaðra færi yfir hundrað,“ segir Hugleikur, samur við sig að vanda. Hann segist enn sem komið er ekki hafa of miklar áhyggjur af stöðu mála í heiminum í dag og reyna eftir fremsta megni að taka öllu af rögg- og skynsemi. „Ég fór í fallhlífarstökk í fyrsta skipti um daginn. Það sem ég óttaðist mest var ekki að hoppa úr f lugvél í 15 þúsund feta hæð. Ekki heldur að hrapa í átt til jarðar á 400 km/klst. Það sem ég óttaðist mest var hvernig myndi ég bregðast við þegar í loftið væri kominn. Myndi ég fá taugaáfall? Myndi ég bók- staflega skíta á mig af hræðslu? En blessunarlega tók skynsemin og rökhyggjan öll völd. Ég hoppaði úr f lugvél og lifði það af. Við lifum þetta af. Reynum bara að vera ekki með kúk í buxunum þegar við lendum á jörðinni.“ Uppistandið Son of the day er hægt að nálgast á Vimeo. Vilji fólk berja Hugleik berum augum verður það hægt þann 2. apríl á Röntgen. Miða er hægt að nálgast á tix.is. steingerður@frettabladid.is Hoppaði út úr flugvél og lifði það af Grínistinn Hugleikur Dagsson er nú bú- settur í Berlín. Hann var að gefa út uppi- standið sitt Son of the day á netinu. Hug- leikur skrapp í fallhlífarstökk um daginn. Hugleikur hefur daginn oftast á því að spila Playstation í tæpan klukkutíma og ef það er rigning skellir hann í eróbikkmyndbandi frá hinni einu sönnu Carmen Electra. MYND/GUNNAR TYNES ÉG HOPPAÐI ÚR FLUGVÉL OG LIFÐI ÞAÐ AF. VIÐ LIFUM ÞETTA AF. REYNUM BARA AÐ VERA EKKI MEÐ KÚK Í BUXUNUM ÞEGAR VIÐ LENDUM Á JÖRÐINNI. 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.