Fréttablaðið - 31.03.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 3 1 . M A R S 2 0 2 0
Njóttu hækkandi sólar á rúntinum.
Uppáhaldsbíllinn þinn bíður!
HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun
COVID-19 „Þetta er dauðans alvara
en ekkert grín en það virðist vera að
það séu margir að leika sér að hósta
á annað fólk,“ segir Gréta María
Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Krónunnar, um atvik sem varð
í Krónunni á Granda um kvöld-
matarleytið á sunnudag.
Kona sem var að versla í Krón-
unni er drengirnir fóru þar ham-
förum segir þá hafa verið á að giska
tólf eða þrettán ára. „Sá stærsti í
hópnum gekk aftan að fólki, stopp-
aði eins nálægt því og hann komst
og púaði svo eða hóstaði á það. Á
meðan tók annar allt saman upp á
síma,“ lýsir hún.
Þessi viðskiptavinur segir að
kona ein hafi í rólegheitum reynt
að stöðva piltana og bent þeim á
að þetta væri ekki sniðugt. „En þeir
slógu ekkert af hortugheitunum í
svörum. Sá stóri nuddaði sér um
augun, boraði í nefið og stakk fingr-
um upp í sig, gekk síðan að næstu
hillu og strauk puttunum eftir vör-
unum þar. Þetta var frekar ógeðfelld
sjón,“ segir hún.
Sjálf kveðst konan fyrst hafa
orðið vör við drengjahópinn þegar
hún hafi gengið fram hjá manni
sem hafi í forundran spurt ungl-
ingsstrák með hettu upp fyrir haus
hvort það væri ekki allt í lagi.
„Ég hélt fyrst að þarna væri
maðurinn að tala við son sinn, sem
eitthvað væri greinilega að,“ lýsir
konan.
Hún hafi ekki kveikti ekki á
perunni fyrr en pilturinn hrein-
lega púaði ofan í hálsmálið á henni.
„Þegar ég sneri mér við stóð hann
alveg upp við mig og starði ögrandi
á mig. Þar sem ég sýndi engin við-
brögð elti hann mig eftir ganginum
í tilraun til að ganga fram af mér.“
Gréta framkvæmdastjóri segir að
þegar vart verði við slíka hegðun sé
hún tilkynnt til öryggisdeildar
fyrirtækisins. Í þessu tilfelli hafi
upptökur verið skoðaðar og þær
sýni hvað gerst hafi. „Núna er öllum
svona ábendingum vísað til lög-
reglu og almannavarna,“ segir hún.
Drengirnir séu ekki velkomnir í
Krónuna eftir þessa uppákomu.
„Þeir sem eru með dónaskap
og sýna hvorki okkar fólki né við-
skiptavinum virðingu eru vinsam-
legast beðnir um að koma ekki aftur
og beina viðskiptum sínum annað,“
undirstrikar framkvæmdastjórinn.
Málið sé því miður ekki einsdæmi.
„Það eru f leiri tilfelli þar sem við-
skiptavinir eru að taka þessum
tilmælum almannavar na um
tveggja metra regluna af léttúð.“
– gar
Hóstuðu á fólk í Krónunni
Viðskiptavinum Krónunnar var brugðið er drengir hóstuðu á þá. Einn piltanna stakk fingri í munn sér
og strauk síðan yfir vörur. Ógeðfelld sjón, segir kona sem var í búðinni. Krónan vísar málinu til lögreglu.
Fjöldi fólks eyðir meiri tíma á heimili sínu en vani er vegna samkomubanns og nálægðartakmarkana sem settar hafa verið á vegna COVID-19 faraldursins. Heyrst hefur af mörgum sem
nýta tímann í að dytta að heimilinu og mátti sjá merki þess á Sorpu í gær þar sem bílaröð teygði sig langt út á götu. Myndin, sem tekin er á f lygildi, sýnir vel fulla gámana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þeir sem eru með
dónaskap og sýna
hvorki okkar fólk né við-
skiptavinum virðingu eru
vinsamlegast beðnir um að
koma ekki aftur.
María
Grétarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Krónunnar
STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti í
gærkvöldi viðamiklar aðgerðir rík-
isins vegna COVID-19 og fyrirséðra
þjóðfélagslegra áhrifa faraldursins.
Um var að ræða fimm frumvörp;
þar á meðal um efnahagsaðgerðir,
borgaralega skyldu starfsmanna
opinberra aðila og þingsályktun
um tímabundið fjárfestingarátak
hins opinbera.
Í nýjum fjáraukalögum við fjár-
lög yfirstandandi árs, sem sam-
þykkt voru í gær er kveðið á um
gjaldheimild úr ríkissjóði fyrir 18
milljörðum vegna sérstaks fjárfest-
ingarátaks en heimildin hækkaði
um tæpa þrjá milljarða í meðförum
þingsins. Þá er gert ráð fyrir rúmum
þremur milljörðum í barnabóta-
auka og þriggja milljarða mark-
aðsátaki fyrir ferðaþjónustuna.
Heimild ríkissjóðs til að taka lán í
erlendum gjaldmiðli var hækkuð
um 95 milljarða. - aá / sjá síðu 4
Umfangsmiklar
aðgerðir vegna
faraldursins