Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 6
Við erum með vel þjálfað fólk sem tekur við símtölum. Það kann að hlusta og veitir góð ráð og stuðning og vísar þér áfram. Kristín Hjálmtýsdóttir Galíleó, Galíleó … Skælbrosandi maður í ham rokkgoðsagnarinnar Freddies Mercury úr hljómsveitinni Queen tók sig til og skemmti nágrönnum sínum í ein- angrun í spænsku borginni Ourense. Alls hafa rúmlega 85 þúsund manns smitast af COVID-19 á Spáni og 7.340 látist af völdum sjúkdómsins til þessa. Yfir sextán þúsund smitaðra er batnað. Yfirvöld segja að loks séu merki um að útbreiðsla faraldursins sé að hægja á sér á Spáni. MYND/EPA COVID-19 „Engin röskun er á þjón- ustu heimahjúkrunar en einhverjir notendur félagslegu heimaþjón- ustunnar hafa afþakkað þrif tíma- bundið en hátt á fjórða þúsund einstaklingar og f jölskyldur fá þjónustu heim. Velferðarsvið sendi ítarlegt upplýsingabréf til allra ein- staklinga sem nota þjónustuna með leiðbeiningum og upplýsingum um helstu tengiliði þegar neyðarstigi var lýst yfir,“ þetta kemur fram í svari frá Velferðarsviði Reykja- víkurborgar við fyrirspurn Frétta- blaðsins um ráðstafanir vegna COVID-19 faraldursins. Heimahjúkrun í borginni starfar undir Velferðarsviði borgarinnar og var viðbragðsáætlun sviðsins virkjuð í byrjun síðasta mánaðar. Öll heimaþjónustan starfar nú á neyðarstigi og neyðarstjórn sviðs- ins heldur daglega fundi. Unnið er eftir tilmælum almannavarna og landlæknis og þá hefur sérstakt COVID-19 teymi heimaþjónust- unnar verið myndað. „Heimaþjónustan skipti strax starfsfólki sínu niður í hópa sem koma og fara á mismunandi tímum inn í hús þannig að það hittist ekki. Teymisstjórar fengu fartölvur með fjaraðgangi og geta því unnið að heiman,“ kemur fram í svari Vel- ferðarsviðs. Þar kemur einnig fram að allur búnaður starfsfólks hafi verið tryggður í samstarfi við Embætti landlæknis og að sérstakt verklag hafi verið unnið varðandi umönnun skjólstæðinga í sóttkví og einangrun. „Flestir notendur þjónustunnar eru einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir. Því miðar öll vinna inni á heimilum að því að lágmarka möguleika á útbreiðslu COVID-19.“ 1.086 einstaklingar voru smit- aðir af COVID-19 hér á landi í gær og 9.236 voru í sóttkví. 927 voru í einangrun og 30 lágu á sjúkrahúsi vegna smits, þar af tíu á gjörgæslu og sjö í öndunarvél. 936 voru í eftir- liti á göngudeild COVID-19 og þar af voru 72 börn í eftirliti Barnaspítala Hringsins. Áhrifa faraldursins gætir víða og hafa yfirvöld gripið til ýmissa ráðstafana vegna sjúkdómsins. Samkomubann sem miðar við 20 manns hefur verið sett á hér á landi ásamt nálægðartakmörkunum. Á upplýsingafundi almannavarna í gær sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir að landsmenn mættu búast við því að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar yrðu í gildi lengur en upprunalega var talið. Þó liggi ekki fyrir í hvaða mynd slíkar að gerðir verða. „Við þurfum að halda áfram þessum að gerðum sem við erum með núna en stóra á skorunin verð- ur í raun og veru sú hvenær eigi að af létta þessum aðgerðum. Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ sagði Þórólfur. Á fundi almannavarna um helg- ina kom fram að á örskömmum tíma væri búið að umbylta vel- ferðarkerfinu. Kristín Hjálmtýs- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, var gestur fundarins í gær og sagði hún Rauða krossinn beina sjónum sínum sérstaklega að ber- skjölduðustu hópum samfélagsins. „Það eru til dæmis heimilislausir. Nú eigum við öll að vera heima en það er ekkert heima fyrir heimilis- lausa,“ sagði hún. Þá sagði Kristín mikla aukningu vera á símtölum í hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Á venjulegum degi taki hjálparsíminn við 35-40 símtölum á sólarhring en síðast- liðnar vikur hafa símtölin verið um 500-700 á sólarhring. „Félagsleg einangrun eykst og það er mikill kvíði. Við finnum mjög mikið fyrir því á 1717,“ sagði Kristín. „Við erum með vel þjálfað fólk sem tekur við símtölunum. Það kann að hlusta og veitir góð ráð og stuðning og vísar þér áfram. Ekkert vandamál er of lítið fyrir okkur.“ birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 hefur mikil áhrif á velferðarkerfi borgarinnar Engin röskun hefur orðið á heimahjúkrun í Reykjavík vegna COVID-19 faraldursins en neyðarstigi þjónustunnar var lýst yfir í febrúar. Hópur notenda hefur afþakkað þjónustuna. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á velferðarþjónustu og Rauði krossinn beinir sjónum sínum að berskjölduðustu hópunum. Fjöldi símtala í hjálparsíma Rauða krossins hefur margfaldast á síðast- liðnum vikum, þau eru nú 500-700 talsins á sólarhring. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum,“ segir Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar. Stétt ar félag ið hef u r feng ið ábendingar um að starfsfólk, sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur vegna COVID-19 faraldursins, sé enn látið vinna fullt starf. Fyrirtæki hafi þannig fært launakostnað yfir á ríkið á sama tíma og það þiggi vinnu starfsfólksins. Ef ling segir í tilkynningu að um sé að ræða grófa misnotkun á almannafé sem gangi þvert á mark- mið yfirvalda. Fyrirtæki sem dragi seglin saman á næstu vikum geti þannig haldið ráðningarsambandi við starfsfólk sem ekki hefur verk- efni, með því að fá greiddar bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði. „Þetta er geysilega ósvífið gagn- vart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættu- tímum,“ segir Sólveig Anna. – ab Segir suma vera að notfæra sér faraldurinn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir vinnuveitendur. HEILBRIGÐISMÁL Sérfræðilæknum og tannlæknum er í sjálfsvald sett hvort þeir telji skurðaðgerð eða greiningarrannsókn vera brýna eða ekki. Er það þeirra að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort aðgerð geti beðið í átta vikur eða ekki. Fyrir rúmri viku beindi land- læknir þeim fyrirmælum til skurð- og tannlækna að þeir fresti öllum valkvæðum aðgerðum til loka maí vegna COVID-19 faraldursins, er það gert til að minnka líkur á smit- hættu sem myndi krefjast sjúkra- hússinnlagnar. Áður en fyrirmælin voru gefin hafði sjúklingur á Klíník- inni reynst smitaður af COVID-19. „Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrann- sóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Enn fremur að brýnni tannlækna- þjónustu verði sinnt,“ segir í fyrir- mælum landlæknis. „Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis eða tannlæknis í hverju tilviki fyrir sig.“ Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hafa engin vafamál ratað þangað inn á borð enn sem komið er. – ab Engin vafamál komið upp Sérfræðilæknum og tannlæknum er í sjálfsvald sett hvort þeir telji skurðað- gerð eða rannsókn brýna eða ekki. Valkvæðum aðgerðum verður frestað fram í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.