Fréttablaðið - 31.03.2020, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Þolinmæði og
æðruleysi eru
bestu ráðin í
þessu nánast
óraunveru-
lega ástandi
sem nú ríkir.
Við þekkjum
náttúruham-
farir og
höfum tekist
á við afleið-
ingar þeirra.
Hagfræðingar
tala um
slíkan við-
snúning sem
„V“.
Summit® kolagrill 61cm
Verð: 265.650 kr.
Tilboð:215.000 kr.
Viðbrögð skipta máli. Skynsamleg viðbrögð þríeykisins skipta miklu máli. Við getum staðið af okkur storminn saman. Fyrst er
það COVID-19 sem virðist vera að ná hámarki á
Íslandi. Skimun og sóttkví. Samkomubann og minni
snertingar. Þetta hefur skilað árangri.
Síðan er hitt - skyndilegt frost í efnahagsmálum.
Ferðaþjónustan er í fremstu víglínu, en líkt og smit-
andi veira getur tjónið margfaldast ef ekkert er að gert.
Tekjufall hjá einum verður gjaldþrot hjá öðrum. Við
erum staðráðin í að láta þetta áfall ekki brjóta okkur
niður. Við þekkjum náttúruhamfarir og höfum tekist
á við afleiðingar þeirra. Hagfræðingar tala um slíkan
viðsnúning sem „V“. Kröpp niðursveifla en stutt. Sögu-
lega séð eru kreppur sem verða vegna atburða eins
og náttúruhamfara, drepsótta eða stríða styttri en
bankakreppur. En hér skiptir öllu að viðbragðið sé rétt
og sterkt. Reykjavíkurborg kynnti fyrstu mótvægis-
tillögur sínar í síðustu viku. Þar lögðum við áherslu
á lækkun og frestun gjalda á atvinnulífið. Vernda
störfin. Viðsnúning með stóru V-i.
Upp á ný
Þegar storminum slotar nýtum við styrk okkar sem
ferðamannalands. Víðerni, hreinleiki, öryggi og gæði
verða enn eftirsóknarverðari. En við förum líka út
úr þessa einstaka tímabili með miklu meiri færni í
tækninni en áður. Skólar og vinnustaðir geta nýtt
þessa tækni mun meira.
Sveigjanleiki í starfi og námi eru tækifæri sem
tæknin færir okkur. Skólar geta byrjað örlítið seinna
en atvinnulífið. Unnið líka meira heima. Þann-
ig gætum við létt á samgöngukerfinu með breyttu
vinnulagi. Við getum nýtt reynsluna af þessari krísu
til góðs til framtíðar. Þannig bregðumst við vel við
erfiðri reynslu. Komumst upp öldudalinn á V-inu og
notum tæknina sem við erum að taka í notkun til að
spara fjármuni, ferðir og tíma. Stundum þarf áfall
til að bregðast við. Nú ríður á að varðveita þekkingu
fólks og störfin. Notum svo tæknina til að gera enn
betur þegar aftur er orðið bjart yfir.
V
Eyþór Arnalds
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík
Þær aðgerðir sem heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir hafa gripið til vegna útbreiðslu kórónaveirunnar virðast vera að skila tilætluðum árangri. Sam-kvæmt nýju spálíkani fylgir faraldur-inn enn bestu spá. Vöxturinn er hægur
og línulegur. Þetta getur þó breyst hratt og því afar
mikilvægt að almenningur haldi áfram að fylgja
fyrirmælum yfirvalda.
Samkvæmt fyrrnefndu spálíkani mun faraldur-
inn ná hámarki fyrstu vikuna í apríl. Rætist hins
vegar svartsýna spá líkansins yrði hámark farald-
ursins viku síðar. Gert er ráð fyrir því að mesta
álagið á spítala og gjörgæsludeildir verði skömmu
fyrir miðjan apríl. Það er því ljóst að komandi
dagar og vikur geta reynt verulega á innviðina.
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að
nokkur fjöldi ábendinga hafi borist yfirvöldum
um brot á hinu herta samkomubanni sem tók
gildi í síðustu viku. Sem betur fer virðast sögur af
fjölmennum íþróttaæfingum ekki eiga við rök að
styðjast. Þá virðast einhver brot byggja á mis-
skilningi eða rangri túlkun á reglum samkomu-
bannsins. Vonandi er það raunin með flest
þessara meintu brota því það er grafalvarlegt mál
ef fólk tekur ekki mark á þessum reglum. Slík brot
geta teflt í tvísýnu þeim góða árangri sem náðst
hefur.
Það er ekki að ástæðulausu að gripið hefur verið
til jafn íþyngjandi aðgerða og samkomubann
er. Búast má við því að enn muni nokkur tími
líða þangað til óhætt verður að slaka á þessum
aðgerðum. Þolinmæði og æðruleysi eru bestu
ráðin í þessu nánast óraunverulega ástandi sem
nú ríkir.
Nú er liðinn réttur mánuður frá því fyrsta smit-
ið var staðfest á Íslandi. Breytingarnar sem orðið
hafa á samfélaginu á þessum tíma eru ótrúlegar og
hefðu raunar þótt óhugsandi fyrir ekki svo löngu.
Stjórnvöld á Íslandi treystu allt frá upphafi farald-
ursins ráðleggingum fagfólks og hafa byggt áætl-
anir sínar samkvæmt því. Fyrir það bera að þakka
því það er alls ekki sjálfgefið. Við þurfum ekki að
leita langt til að finna dæmi um stjórnvöld sem
hafa tekið ákvarðanir þvert gegn ráðleggingum
sérfræðinga í sóttvörnum og faraldsfræði. Víða
sváfu yfirvöld á verðinum og gripu allt of seint til
aðgerða sem voru þá ansi harkalegar.
Þá er það áhyggjuefni að andlýðræðisleg öfl
eru að nýta sér aðstæðurnar. Þannig samþykkti
ungverska þingið í gær neyðarlög sem gefa Victor
Orban, forsætisráðherra landsins, einræðisvald til
að takast á við COVID-19 faraldurinn. Þrátt fyrir
hörð andmæli stjórnarandstöðunnar var frum-
varpið samþykkt án þess að tímamörk væru á
þessum auknu völdum forsætisráðherrans.
Hér hefur yfirvöldum auðnast að koma almenn-
ingi í skilning um alvarleika málsins án þess þó að
skapa andrúmsloft ótta og vantrausts. Það er ekki
svo lítið afrek.
Góður árangur
Vending
Daglegir upplýsingafundir
almannavarna eru orðnir fastir
liðir í tilveru okkar Íslendinga.
Mánuður er liðinn frá því að
þeir hófust og líkt og með alla
góða sjónvarpsþætti er manni
farið að þykja mjög vænt um
allar aðalpersónurnar. Inn á
milli koma svo gestaleikarar
með einhverja stæla. Fund-
irnir fjalla um grafalvarlegt
mál og því ekkert rými fyrir
einkamál. Grípa áhorfendur
því allir á lofti minnsta mola
um eitthvað annað en veiruna,
eins og að Þórólfur hafi horft
allsgáður á Helga Björns um
helgina. Mun betri vending en
í sápuóperunni á Alþingi þar
sem þingmaður bað ráðherra
um að sjúkdómsgreina hann
vegna einhverrar f lensu sem
hann var með í desember.
Ótímabært aprílgabb
Upplýsingafundirnir hafa
reynst vel við að halda land-
anum rólegum. Það er þó f leira
sem gerir landann órólegan
en veirufaraldurinn. Hagkaup
ákvað að loka nammibarnum
fræga fyrr en ella eftir að fjöl-
miðlar komust á snoðir um
að til stæði að selja nammið
á 70 prósenta afslætti. Æstir
nammigrísir vopnaðir skóf lum
voru ekki sáttir við hafa
hlaupið apríl í marsmánuði.
Líkamar þeirra munu þakka
Hagkaupsmönnum síðar.
arib@frettabladid.is
3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN