Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 11
Undanfarnar vikur hafa verið með öðru sniði en við erum vön. COVID-19 faraldurinn sem nú geisar hefur fært okkur fjölda áskorana og við höfum haft stuttan tíma til að bregðast við. Þegar tíminn er knappur er mikil- vægt að forgangsraða og vinna skipulega. Í félagsmálaráðuneyt- inu hefur hefðbundin vinnuáætlun vikið að stórum hluta fyrir því að grípa viðkvæma hópa samfélags- ins sem á því þurfa að halda vegna núverandi aðstæðna. Víðtækt samráð Í síðustu viku boðuðum ég, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til víðtæks samstarfs ríkis, sveitar- félaga, fagaðila og hagsmunaaðila um allt land í þessum tilgangi. Í samvinnu við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur verið stofnað viðbragðsteymi um þjón- ustu við viðkvæma hópa sem safn- ar og miðlar upplýsingum, metur stöðu sem upp getur komið og bregst, eftir atvikum, við áhrifum faraldursins á mikilvæg þjónustu- kerfi á landsvísu. Markmið viðbragðsteymisins er að tryggja að þeir sem þurfa fái stuðning og þjónustu og vil ég hvetja þá, sem á þurfa að halda, að hafa samband gegnum netfang við- bragðsteymisins, vidbragd@frn.is. Þangað geta allir leitað sem hafa áhyggjur af framkvæmd þjónustu, hafa ábendingar um það sem betur má fara í velferðarþjónustu hvers konar, auk þess sem einstaklingar og aðrir geta haft þar samband til að leita ráðgjafar og aðstoðar. Nú þegar hefur teymið komið því til leiðar að upplýsingar á vefnum um faraldur- inn og hérlend viðbrögð hafa verið gerðar aðgengilegar á fjölda tungu- mála, vegna góðra ábendinga frá fulltrúum innflytjenda á Íslandi. Aukin hætta á ofbeldi inni á heimilum Á fundi teymisins í síðustu viku ræddum við sérstaklega aukna hættu á of beldi inni á heimilum í þeim aðstæðum sem nú eru uppi en samkvæmt upplýsingum sem teymið aflaði eru nú merkjanlega færri tilkynningar að berast inn í kerfið, meðal annars til barna- verndar. Börn sækja ekki skóla eins og áður og hefur yfirsýn yfir velferð þeirra versnað. Það þarf vitundar- vakningu um þessa stöðu og ég hvet fólk til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu þó mikið gangi á hjá okkur öllum. Í þessu árferði er einmitt hvað mikilvægast að muna að við stöndum öll í þessu saman. Ef þú hefur ástæðu til að ætla að of beldi eða vanræksla sé til staðar inni á heimili ber þér skylda til þess að vera í sambandi við þar til bæra aðila gegnum símanúmerið 112. Við erum öll barnavernd! Við höfum nú þegar gripið til aðgerða til þess að bregðast við þessum aðstæðum og verður gripið til f leiri aðgerða á komandi dögum og vikum. Hjálparsími Rauða kross Íslands, bæði símanúmerið 1717 og vefurinn 1717.is, hefur verið efldur og getur fólk þar nú nálgast mun sérhæfðari ráðgjöf en áður. Markmiðið er að tryggja að greiður aðgangur sé að stuðningi og aðstoð fyrir þá sem það þurfa vegna álags, streitu, of beldis, vanlíðanar eða annarra orsaka. Hjálparsíminn er opinn fyrir alla, börn og fullorðna, fatlað fólk, aldraða, fólk af erlendum uppruna, allan sólarhringinn. Bakvarðasveit í velferðarþjónustu Ég vil í lokin minna á að mönnun í velferðarþjónustu er orðin flókin á vissum stöðum og ég hvet alla þá sem geta að skrá sig í bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Skráning fer fram á vef félagsmálaráðuneytisins. Þjónusta við viðkvæma hópa samfélagsins Áhrif Covid-19 faraldursins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir of beldi og því miður fer tilkynningum um heimilisof beldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast yfir Kína og útgöngubann ríkti, þre- földuðust tilkynningar vegna heim- ilisof beldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á til- kynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönn- unarstörf en karlmenn. Á Íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (ebóla og zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tíma- kaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálp, verða verst úti fjár- hagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geisa, líkt og nú. Í y f irlýsing u sinni minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, fram- kvæmdastýra UN Women, stjórn- völd ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tíma- pressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti f leiri konum sem flýja heimilisof beldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfs- samningum og því verst útsettar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þess- um skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnu- markandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila ein- faldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að við- bragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn- og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sér- staklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna, unwomen.is. Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Stella Samúelsdóttir framkvæmda- stýra UN Women á Íslandi Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamála- ráðherra UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geisa, líkt og nú. Í grein í Fréttablaðinu 12. mars sl. varaði forstjóri Arctic Advent-ures við því að „órekstrarhæfum fyrirtækjum verði haldið á lífi“. Þetta passar ágætlega við málflutn- ing hans í opnuviðtali fyrir nokkr- um árum þar sem hann sagði á þá leið að lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu væru tímaskekkja. Nú er það svo að samkvæmt eðli málsins byrja mörg ferðaþjón- ustufyrirtæki smátt, þar sem ein- staklingar og fjölskyldur leggjast á árarnar með blóði, striti, svita og tárum til að koma metnaðarfullum fyrirtækjum á lappirnar. Sumum tókst það, aðrir berjast í bökkum, sum fyrirtækin lögðust af og ein- hver munu verða gjaldþrota. Rekstur Arctic Adventures virðist hafa gróðann einan að leiðarljósi, reka reynsluboltana og ráða í stað- inn erlenda, ódýra starfsmenn sem búa gjarnan við knappan aðbúnað. Einnig f lutti fyrirtækið hluta af starfseminni úr landi væntanlega til að spara innlendan kostnað og gjöld. Mér vitandi hafa nýir eig- endur fyrirtækisins ekki haft frum- kvæði að uppbyggingu í afþreying- arferðaþjónustu þar sem leggja þarf til metnað, tíma, vinnu og hugsjón. Heldur keyptu þeir fyrirtæki sem þegar var búið að byggja upp. Um 85% ferðaþjónustufyrirtækja eru með 10 starfsmenn eða færri, með þekkingu, reynslu og þjón- ustulund í farteskinu og brauðfæða þau fjölda íslenskra fjölskyldna. Þetta eru kannski fyrirtækin sem íslenska ríkið ætti að sjá sóma sinn í að aðstoða. Eða, hvaða framtíð viljum við sjá í ferðaþjónustu á Íslandi? Viljum við að fáein risafyrirtæki kaupi upp bransann eða viljum við fjölbreytni og grósku með fjölda fyrirtækja sem sýna raunverulegt frumkvæði og metnað? Munum við þurfa á uppbyggingu eða afætum að halda? Kaldar kveðjur kollega Þorvarður Ingi Þorbjörnsson eigandi ferða- þjónustufyrir- tækisins Boreal ehf. Viljum við að fáein risafyrirtæki kaupi upp bransann eða viljum við fjölbreytni og grósku með fjölda fyrirtækja sem sýna raunverulegt frum- kvæði og metnað? AÐALFUNDUR Aðalfundur Brims hf. verður haldinn í dag, 31. mars 2020 og hefst hann klukkan 17:00 Fundurinn fer fram á íslensku. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Skýrsla stjórnar um kosti og galla tilnefningarnefnda skv. samþykkt síðasta aðalfundar. 4. Tillaga stjórnar vegna samþykktar á hluthafafundi 12. desember 2019 um að fela stjórn félagsins að leggja fram til samþykktar eða synjunar tillögur sem miða að því að auka möguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu. 5. Önnur mál. Þar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hefur verið lagt bann við því að halda fjölmennan fund. Í ljósi þess og ábendingum frá hluthöfum félagsins beinir stjórnin því til hluthafa að mæta ekki á aðalfundinn heldur kjósa fyrirfram skriflega um tillögur fundarins og fela fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd. Gert er ráð fyrir að einungis mæti á fundarstað starfsmenn fundarins, forstjóri og stjórnarformaður. SKRIFLEG KOSNING Eyðublað fyrir skriflega kosningu og leiðbeiningar er að finna á heimasíðu félagsins: https://www. brim.is/brim/fjarfestar/adalfundur2020/ Skulu hluthafar senda útfyllt eyðublöð á netfangið: adalfundur@brim.is og verður tekið við þeim þar til fundurinn hefst kl. 17:00 á aðalfundardaginn. SKRIFLEGT UMBOÐ Jafnframt má senda þeim sem koma til með að sitja fundinn umboð með saman hætti og greinir hér að framan. Eyðublað og leiðbeiningar um það er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.brim. is/brim/fjarfestar/adalfundur2020/ Frestur hluthafa til að senda félaginu umboð og skrifleg atkvæði er þar til fundurinn hefst kl. 17:00 á aðalfundardaginn á netfangið: adalfundur@brim.is Fundurinn verður sendur út gegnum heimasíðu félagsins: https://www.brim.is/brim/fjarfestar/ adalfundur2020/ Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefst. Aðgangsorð inn á fundinn verður sent við móttöku atkvæðaseðils með umboði. Nánari upplýsingar veita: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri í síma 858-1170 eða á netfangið ingajona@brim.is Jón Þór Andrésson í síma 858-1030 eða á netfangið jonthor@brim.is Aðrar upplýsingar Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.brim.is Stjórn Brims hf. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 3 1 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.