Fréttablaðið - 31.03.2020, Qupperneq 12
Ég hreinlega undr-
ast að fólk haldi að
bannið eigi við um aðra en
ekki það sjálft.
Auður Inga
Þorsteinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri UMFÍ
FÓTBOLTI Breska blaðið Independ-
ent segir að forkólfar enska boltans
rói nú öllum árum að því að klára
tímabilið. Ein hugmynd er að spila
eins og á HM og allir 92 leikirnir
yrðu í beinni útsendingu. Leikmenn
yrðu hverjir á sínum hótelum og
spilað yrði á hlutlausum völlum án
áhorfenda. Dr. Jenny Harries, yfir-
maður heilsuverndarstofnunar
Bretlands, sagði að útgöngubannið
gæti varað í marga mánuði og allt að
sex mánuðir gætu liðið þar að lífið
kæmist í fyrra horf. Engu að síður
vilja ensku liðin klára leikina í júní
og júlí. - bb
HM-stíll á
lokum enska
FÓTBOLTI UEFA, knattspyrnu-
samband Evrópu, hefur boðað
myndbandsfund með með aðildar-
samböndum sínum 55 á morgun.
Samkvæmt tilkynningu sambands-
ins á að ræða meðal annars mögu-
legar hugmyndir um hvernig klára
eigi yfirstandandi tímabil, samn-
ingsstöðu leikmanna og fleira sem
brennur á aðildarsamböndunum.
Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz
sátu fundinn fyrir KSÍ síðast þegar
UEFA boðaði slíkan fund og búist
er við að þau sitji þennan einnig.
UEFA skipaði starfshópa sem eiga
að skila niðurstöðum á þessum
fundi. Þá eru einnig á dagskrá kom-
andi landsleikir og Evrópuboltinn,
Meistaradeildin og Evrópudeildin.
- bb
UEFA boðar
fund á morgun
Aleksander Ceferin forseti UEFA.
ÍÞRÓTTIR Alexander Lúkasjenko,
forseti Hvíta-Rússlands, er sultu-
slakur gagnvart COVID-19 faraldr-
inum. Í gær voru 94 tilfelli komin
upp og ekkert dauðsfall í landinu
sem telur um 10 milljónir manna.
Rússar lokuðu landamærunum að
landinu í gær en forsetinn er ekki að
stressa sig á hlutunum. Lúkasjenko
spilaði íshokkíleik fyrir framan
troðna íþróttahöll af áhorfendum
á sunnudag og eftir leik var hann
spurður af fréttamanni hvort hann
væri ekkert hræddur um að COVID-
19 myndi stöðva að hann spilaði
íþróttina. Hann svaraði rólegur.
„Sást þú einhverja veiru f ljúga hér
um? Ekki ég. Það er betra að deyja
standandi en lifa á hnjánum.“ -bb
Veiran flýgur
ekki í Hvíta-
Rússlandi
Alexander Lúkasjenko forseti
Hvíta-Rússlands er sultuslakur.
3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ÍÞRÓTTIR Líney Rut Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri ÍSÍ, bendir á að
ekki sé leyfilegt að hafa einstakl-
ingsæfingar undir stjórn þjálfara
eins og Heimir Hallgrímsson gerir
í Katar. „Við erum reyndar með
einstaklingsæfingar. Leikmenn
fá að bóka völlinn en það er bara
einn leikmaður með völlinn í einu.
Stundum er þjálfari með leikmanni
en þeir koma frá ellefu á morgnana
til sjö á kvöldin,“ sagði Heimir í Bít-
inu á Stöð 2 og Bylgjunni.
Þetta er brot á æfingabanni sem
ÍSÍ og UMFÍ settu og KSÍ ítrekaði
þau tilmæli í gær. Það er því ekki
leyfilegt að herma eftir Heimi. Stutt
er síðan UMFÍ gaf út yfirlýsingu um
að vísbendingar hefðu borist inn á
borð þeirra vegna íþróttafólks sem
væri að stunda æfingar úti.
„Ég hreinlega undrast að fólk
haldi að bannið eigi við um aðra en
ekki það sjálft. Við leggjum áherslu
við stjórnendur í íþróttahreyfing-
unni á að allt íþróttastarfi eigi að
fella niður, bæði barna og fullorð-
inna, boltaíþróttir, hestaíþróttir,
dans og aðrar greinar,“ segir Auður
Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri UMFÍ.
Í pistli Elvars Geirs Magnússonar,
ritstjóra fótbolta.net á sunnudag,
segir: „Eftir að hafa rætt við fjöl-
marga stjórnendur félaga og þjálf-
ara um helgina þá er greinilegt að
fólk er ekki samstíga í því að túlka
fyrirmæli um það hvað sé bannað
og hvað ekki.“ Fótbolti.net fór á
stúfana á sunnudag eftir að Víðir
Reynisson yfirlögregluþjónn sagði
að fjögur íþróttafélög hefðu stund-
að æfingar í æfingabanninu, sem
reyndist vera rangt. Víðir fékk ekki
hrós, hvorki frá Ölmu né Þórólfi, á
fundi gærdagsins. Helgi Björns fékk
þó klapp á bakið og Alma þakkaði
þeim sem þróa rafrænar lausnir.
Þegar tilmælin eru skoðuð og
lesin má sjá að þau eru skýr. Það
stendur mjög skýrt til dæmis að
sameiginleg notkun á búnaði er
smitleið. Líney segir að þau félög
sem hún hafi haft samband við
segi henni að engar skipulagðar
æfingar séu í gangi. „Tilmæli sótt-
varnalæknis sem kynnt hafa verið
voru að mínu mati mjög skýr það er
að allt íþróttastarf falli niður bæði
barna og fullorðinna.
Þá er mjög skýrt tekið fram að
Bannað að herma eftir Heimi
Heimir Hallgrímsson lýsti hvernig æfingar ganga fyrir sig í Katar í Bítinu í gær þar sem leikmenn æfa
einir á velli með þjálfara. Slík hegðun er ekki leyfileg hér á Íslandi. Tilmæli til íþróttafólks eru skýr.
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al Arabi, er með einstaklingsæfingar í
Katar. Þar eru reglurnar öðruvísi en hér og því bannað að herma eftir hugmyndum Heimis. MYND/GETTY
sameiginleg notkun á búnaði er
smitleið. Við getum öll aðstoðað við
að koma þessum tilmælum á fram-
færi og gera fólki ljóst að það þarf
að taka ábyrgð og fylgja tilmælum
heilbrigðisyfirvalda.“
Í tilkynningu frá Þórólfi sótt-
varnarlækni vildi hann beina því
til Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands að, líkt og gert hefur verið
varðandi börn og ungmenni, tekið
verði hlé í æfingum og keppnum
á vegum sambandsins og aðildar-
félaga þeirra á meðan samkomu-
bann varir.
„Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands og UMFÍ treysta því að öll
íþróttahreyfingin muni fara að
þessum afgerandi tilmælum og að
allt íþróttastarf falli tímabundið
niður.“
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Stjórn KSÍ tók fyrir til-
lögur mannvirkjanefndar um
vallarleyfi á fundi stjórnarinnar í
síðustu viku. Stjórnin samþykkti
18 vallarleyfi í samræmi við til-
lögur nefndarinnar en afgreiðslu
vallarleyfa fjögurra keppnisvalla
var frestað.
Eyjamenn þurfa að fara í girðing-
arvinnu í kringum Hásteinsvöll og
fær völlurinn keppnisleyfi ef girð-
ingarframkvæmdum vestan vallar
verður lokið fyrir fyrsta heimaleik.
Þá vantar vottun á grasið í Egilshöll
eins og frægt er. Vottun á gervi-
grasi á Hlíðarenda rennur út í júní
og í ágúst í Víkinni. Fylkisvöllur og
Stjörnuvöllur voru með vallarleyfi
til 2021.
KA er á undanþágu eins og Fjölnir
en framkvæmdaráætlun við vellina
þarf að liggja fyrir í lok árs.
Stjórn ák vað einnig í ljósi
aðstæðna í íslensku samfélagi að
krefjast ekki prófa á gervigras-
völlum á keppnistímabilinu 2020.
Þó þurfa umræddar prófanir að
liggja fyrir tímanlega áður en kemur
að útgáfu vallarleyfa fyrir keppnis-
tímabilið 2021. Þau félög sem leika í
Evrópukeppni á komandi keppnis-
tímabili þurfa að standa skil á til-
skilinni úttekt til UEFA.
Þá kom einnig fram á fundi
stjórnar KSÍ að UEFA gerir kröfur
um flóðlýsingu í leikjum á vegum
sambandsins, sem er frá 800 lúx og
hærra. Flóðlýsingarstaðan á Íslandi
er alls ekki góð því staðan er sú að
eini leikvangurinn sem uppfyllir
þessa kröfu er Laugardalsvöllur. - bb
Eyjamenn þurfa að fara í girðingarvinnu
Glæsilegasta vallarstæði landsins þarf girðingu vestan megin.
Aðeins Laugardalsvöllur
er með leyfilega keppnis-
lýsingu á flóðljósum.