Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 18
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Það hefur sjaldan verið mikil-vægara fyrir fyrirtæki að laga rekstur sinn og þjónustu
að þeim breyttu aðstæðum sem
við stöndum frammi fyrir í dag,“
segir Ingvar Ágúst Ingvarsson,
ráðgjafi í rafrænum lausnum hjá
Þekkingu.
Hann segir fjarvinnu og fjar-
fundi aldrei hafa verið einfaldari í
framkvæmd með verkfærum sem
Microsoft býður upp á.
„Microsoft Teams er eitt
öflugasta verkfærið sem völ er á í
Office 365-svítunni, hvort sem það
er fyrir samskipti, hópavinnu, fjar-
fundi og fjarvinnu. Það staðfesta
miklar vinsældir Teams um allan
heim og er Ísland þar engin undan-
tekning,“ segir Ingvar.
Nú í mars eru um 44 milljónir
notendur Teams á hverjum degi
og hafa um 20 milljónir nýrra
notenda bæst við síðan í janúar á
þessu ári.
„Teams auðveldar starfsfólki
að sinna sínum verkefnum. Það
auðveldar samvinnu starfsfólks
og er hentug lausn þegar kemur
að fjarfundum, bæði með sam-
starfsfélögum og viðskiptavinum.
Í umhverfinu er einfalt að tengja
saman fjölmargar þjónustur í
Office 365 og gera þær aðgengi-
legar á einum stað fyrir alla í
teyminu,“ útskýrir Ingvar.
Hann segir fyrirtæki í auknum
mæli farin að nota Teams sem
símkerfi og hefur það til að mynda
auðveldað starfsfólki að flytja
starfsstöð sína heim í því ástandi
sem ríkir í heiminum í dag.
„Þetta hefur gert fyrirtækjum
kleift að laga sig að breyttum
aðstæðum mjög hratt og halda
uppi þjónustu. Fyrir starfsfólk
sem er mikið á ferðinni er auðvelt
að setja Teams upp sem app í sím-
anum og geta þannig fylgst með
þótt maður sé ekki við tölvuna,“
upplýsir Ingvar.
Ekki megi svo gleyma að allar
innleiðingar á tækni snúist um
fólk og því þurfi að huga vel að
breytingastjórnun þegar ný tækni
sé tekin upp og ferlar breytist.
„Það er margt sem þarf að huga
að við innleiðingu á Teams og hafa
ráðgjafar Þekkingar töluverða
reynslu af Microsoft 365-inn-
leiðingum. Þar hefur Teams spilað
lykilhlutverk í að tryggja farsælar
innleiðingar,“ segir Ingvar.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á thekking.is
Fjarvinna og fjarfundir með Teams
Það er leikur einn
að halda utan um
fjarvinnu og fjar-
fundi með Micro-
soft Teams sem
hefur auðveldað
starfsfólki að
flytja starfsstöð
sína heim.
Ingvar Ágúst Ingvarsson er ráðgjafi í rafrænum lausnum hjá Þekkingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það er margt sem
þarf að huga að við
innleiðingu Teams og
hafa ráðgjafar Þekkingar
töluverða reynslu af
Microsoft 365 innleið-
ingum.
Anna Signý Guðbjörnsdóttir er sérfræðingur í notenda-rannsóknum og þjónustu-
hönnun hjá Kolibri. Þessa dagana
vinnur hún heima eins og þorri
landsmanna og segist hafa lært
ýmislegt á því. „Við hjá Kolibri
höfum verið að vinna heiman frá
okkur og það hefur gengið vel.
Þau sem vinna í hugbúnaðar-
geiranum eiga oft auðvelt með að
vinna heima. Hins vegar felst mitt
starf mikið í því að tala við fólk og
hitta það. Skiljanlega hefur það
minnkað. Síðan er svolítið skrítið
að vera að vinna heima í svona
langan tíma. Maður þarf að setja
sig í aðra rútínu. Við notum fjar-
fundabúnað, vídeóspjall, spjall-
línur og tölvupósta,“ segir hún.
Anna Signý á fimm ára tvíbura-
syni sem fara á leikskólann annan
hvern dag. „Við hjónin reynum að
skipta með okkur vinnutímanum
þegar þeir eru heima. Höfum
komið okkur upp ágætis vinnu-
aðstöðu sem við þurftum að græja
vegna þessara breytinga. Ég sakna
samt vinnustólsins sem er þægi-
legri en stóllinn heima. Það eru
ákveðin þægindi að vera á skrif-
stofunni,“ segir hún og bætir við
að hún reyni að fara í göngutúra í
hádeginu til að brjóta upp daginn.
Anna segist fyrst hafa verið
kærulaus með fatastílinn, var bara
á náttfötum. „Ég fann út að þetta
væri ekki nógu sniðugt og ákvað
að dressa mig upp. Ég á marga
fallega kjóla sem ég nota núna. Ég
saknaði þess að vera ekki í venju-
legri rútínu. Við starfsfélagarnir
tökum morgunkaffispjall á fjar-
fundi til að undirbúa daginn. Dag-
urinn í vinnunni byrjar á því að fá
sér kaffi og spjalla svo við höldum
því áfram þótt vinnustöðvar séu
dreifðar. Við erum alltaf með opna
rás til að geta spjallað saman, enda
saknar maður vinnufélaganna
mikið þessa dagana,“ segir Anna
en undanfarið hefur hún eingöngu
haft fjölskylduna í kringum sig.
Anna segir tiltölulega auðvelt
fyrir starfsfólk Kolibri að vinna
heima, þægilegra en hjá mörgum
öðrum. „Við höfum unnið heima
áður þegar það hefur hentað betur
svo þetta er ekki alveg nýtt fyrir
okkur. Einnig höfum við haldið
fjarfundi áður svo þetta er ekkert
að koma okkur á óvart. Það sem er
öðruvísi er að allir starfsmenn séu
í fjarvinnu. Maður skipuleggur sig
vel og notar það næði sem skapast,
stundum sit ég meira að segja
lengur við tölvuna en í vinnunni
og mér tekst ágætlega að fókusa á
það sem ég er að gera. Framleiðnin
er mikil,“ segir hún en Kolibri
býður margs konar starfræna
þjónustu. „Við vinnum venju-
lega náið með viðskiptavinum í
teymum á skrifstofunni. Það hefur
vitaskuld dregið alfarið úr því en
mér finnst allir vera mjög skiln-
ingsríkir og umburðarlyndi hefur
aukist. Væntingarnar eru öðruvísi
og meiri samkennd hjá fólki.“
Anna bendir á að fjölskyldan
sé líka mun nánari en áður og
streitan minni. „Þetta var skrítið
fyrstu dagana en núna er lífið
komið í ákveðna heimarútínu
og börnin skynja að maður þurfi
Minna stress í heimavinnu
Lífið hefur breyst hjá mörgum eftir að vinnan fluttist heim. Fólk losnar við bílaumferð á morgn-
ana og síðdegis og á fleiri stundir með fjölskyldunni. Þá dregur heimavinnan verulega úr streitu.
Anna Signý
segir að það
séu ýmsir
góðir kostir við
heimavinnuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
næði til að vinna. Við förum
minna út að gera eitthvað en í
staðinn hefur skemmtilegum
fjölskyldustundum fjölgað heima.
Við púslum og spilum og eigum
frábæran fjölskyldutíma. Þetta er
bara fínt, ágætisleið til að minnka
áherslu á hluti sem skipta minna
máli. Við lifum alltaf í miklum
hraða og spennu en þetta er fín
leið til þess að lifa rólegra lífi.
Ég panta allt á netinu og það er
mjög þægilegt að fá allt sent heim,
ekkert stúss að fara í búðir eftir
vinnu,“ segir hún en það er frábært
að sjá góðu kostina við samkomu-
bannið.
Við starfsfélag-
arnir tökum morg-
unkaffispjall á fjarfundi
til að undirbúa daginn
hjá okkur.
4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RRAFRÆNAR LAUSNIR