Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 20
Þetta er í grunninn
bara spurninga-
leikur. Þetta á að vera
einfalt og þægilegt. Þú
býrð til spurningar og
getur líka sett inn hljóð-
og myndefni.
Þórný Péturs-
dóttir er for-
stöðumaður hjá
RB. FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Fyrir ekki svo löngu þótti það sjálfsagður hlutur í íslensku samfélagi að fara í bankann
öll mánaðamót til að borga
reikninga heimilisins, í stað þess
að greiða þá með einum smelli í
heimabanka,“ segir Þórný Péturs-
dóttir, forstöðumaður hjá Reikni-
stofu bankanna (RB).
Hún segir f lesta taka því sem
sjálfsögðum hlut að geta borgað
fyrir hlutina stafrænt og hugsa
lítið út í tæknina sem þar liggur
að baki.
„Að baki tækninni sem sparar
okkur ferðina í bankann, og gerir
okkur kleift að borga reikninga í
netbanka, er lausn sem RB smíð-
aði í samvinnu við bankana upp
úr síðustu aldamótum og hefur
rekið allar götur síðan. Í gegnum
lausnina f læða árlega 30 milljónir
krafna af ýmsu tagi, sem áður
hefðu verið afhentar og greiddar
með margfalt óskilvirkari hætti.
Með því að losa okkur undan
tilheyrandi biðröðum og handa-
vinnu, bæði þeirra sem greiða
og þeirra sem taka við greiðslu,
spörum við okkur fjölda klukku-
stunda á ári,“ upplýsir Þórný.
Lausn til að létta lífið
Hlutverk RB er að vera lykilsam-
starfsaðili sem skapar virði fyrir
viðskiptavini sína með rekstri og
þróun öruggra innviða fyrir fjár-
málamarkaðinn.
„Við viljum vera drifkraftur
breytinga og skapa hagræði fyrir
okkar viðskiptavini,“ segir Þórný.
„Lausnin í núverandi mynd var
Kröfupotturinn gerir lífið auðveldara
Þótt Kröfupotturinn, rafræn lausn Reiknistofu bankanna, hafi sparað Íslendingum milljónir
klukkustunda á líftíma sínum er vörumerkið ekki þekkt og lætur fara lítið fyrir sér út á við.
Þau Sigrún Líf og Hákon eru á öðru ári í Vefskólanum, námsbraut í vefþróun sem
kennd er við Tækniskólann. Appið
sem þau eru að endurhanna og
forrita er unnið í samstarfi við
hugbúnaðarfyrirtækið Stefnu.
„Appið er gömul vara frá þeim sem
við erum að endurgera. Við erum
eiginlega að taka hana alveg í gegn.
Búa til nýjan kóða og endurhugsa
hana,“ útskýrir Sigrún.
„Þetta var upphaflega app sem
var hugsað fyrir skóla. Það var
hægt að búa til spurningaleiki og
kennarinn gat sent á bekkinn og
hann fékk svo til baka upplýsingar
um hverjir svöruðu rétt og hver
nemandi fékk einhvers konar ein-
kunn.“
Markmiðið hjá Sigrúnu og
Hákoni er að breyta leiknum svo
hann nýtist á f leiri stöðum en í
skólum. Hugsunin er að einstakl-
ingar geti búið til leiki og spilað
til dæmis við vini sína en að hann
nýtist einnig innan fyrirtækja, til
dæmis í starfsmannaþjálfun.
„Þetta er í grunninn bara
spurningaleikur. Þetta á að vera
einfalt og þægilegt. Þú býrð til
spurningar og getur líka sett inn
hljóð- og myndefni. Það á að vera
tungumálastuðningur í þessu svo
að leikurinn getir verið á íslensku,
pólsku, ensku og þessum helstu
tungumálum. Svo verður líka hægt
að fletta leikjum upp í spurninga-
bönkum þannig að ef einhver hefur
Endurgera
leikjaapp
Þau Sigrún Líf Erlingsdóttir og Hákon
Arnar Sigurðsson eru þessa dagana á
fullu að vinna að lokaverkefni sínu í
Vefskólanum. Það er app til að nýta í
spurningaleiki og fleira skemmtilegt.
Sigrún Líf og
skólafélagi
hennar Hákon
hafa verið að
endurbæta
gamalt kennslu-
app.
búið til sniðuga leiki þá er hægt að
endurnýta þá,“ segir Sigrún.
Leikurinn er þannig byggður
upp að margir geta spilað í einu
og hægt er að senda hann á stóra
hópa. „Við erum að hugsa um að
setja upp einhvers konar stiga-
töf lu líka. Þá er hægt að búa til
keppni úr þessu, til dæmis ef vina-
hópurinn er að hittast í einhverju
partíi og spila leikinn.“
Sigrún segir að hugmyndin að
appinu hafi komið frá Stefnu. „Við
erum í starfsnámi. Kennarinn
okkar hafði samband við nokkur
fyrirtæki og bað þau að koma með
tillögur að verkefnum sem við
gætum unnið með þeirra aðstoð
og Stefna kom með þessa hug-
mynd. Þau voru búin að vera með
þetta app í einhvern tíma og vildu
krydda það aðeins, gera það svo-
lítið skemmtilegra.“
Ennþá er ekki komin nein dag-
setning á hvenær appið verður
tilbúið fyrir notendur að prófa.
„Þetta er lokaverkefnið okkar
og það verður bara að koma í ljós á
hvaða stig það verður komið í vor,“
segir Sigrún.
búin til upp úr síðustu aldamót-
um. Vinnan byggðist á góðu sam-
starfi á milli RB og sérfræðinga
sem voru að störfum hjá bönk-
unum. Hún var smíðuð af mikilli
framsýni, fyrst og fremst með það
í huga að létta almenningi lífið
og auka sjálfvirkni og skilvirkni
greiðslukerfisins. Kröfupotturinn
hefur einnig þá sérstöðu að um er
að ræða eina miðlæga lausn fyrir
allt landið sem hægt er að nálgast
úr netbönkum allra banka. Þetta
er uppsetning sem við höfum
ekki séð dæmi um annars staðar í
heiminum en einfaldar lífið mjög
mikið fyrir bæði kröfuhafa og
greiðendur hér á landi.“
Starfsfólk RB heldur áfram
þróun á þessari afkastamiklu
lausn og í kortunum eru nýj-
ungar sem gera munu líf íslenskra
banka notenda enn þægilegra.
„Það fer ekki endilega mikið
fyrir því þegar það gerist heldur
verður líf okkar bara allt í einu
númerinu auðveldara án þess að
við veitum því sérstaka eftirtekt,“
segir Þórný.
„Lausnin hefur verið í mikilli
þróun og endurnýjun á síðustu
árum. Hún hefur verið uppfærð,
margvísleg viðbótarvirkni hefur
verið þróuð og allir innviðir eru í
endurnýjun. Í þeirri endurnýjun
hefur meðal annars verið lögð
áhersla á ógreidda reikninga.
Næst á döfinni er tenging við raf-
ræn skjöl og viðbætur sem gera
bönkunum kleift að bjóða upp á
fullkomna innheimtuþjónustu
fyrir allar tegundir fyrirtækja, allt
frá þeim stærstu yfir í lítil húsfélög
og góðgerðarfélög.“
Afburða fjármálaþjónusta
RB leggur áherslu á að mæta
kröfum og óskum bankanna
þannig að þeir geti mætt þörfum
viðskiptavina sinna sem allra best
með þægilegum og hagkvæmum
hætti.
„Flestir sem komnir eru til vits
og ára kannast við Ógreidda reikn-
inga sem birtast þeim í öppum
og netbönkum. Með því að skoða
þá er hægt að fá góða yfirsýn yfir
helstu greiðslur sem standa þarf
skil á næstu daga og vikur. Hægt er
að greiða ógreidda reikninga með
einum smelli og upphæðin færist á
örstuttri stundu af reikningi greið-
anda inn á reikning þess sem gaf
út reikninginn. Einnig er hægt að
óska eftir að sambærilegir reikn-
ingar skuldfærist ávallt sjálfkrafa
af reikningi greiðenda,“ útskýrir
Þórný um þá hraðvirku og þægi-
legu leið sem miðlar greiðslum frá
greiðanda til viðtakanda og byggir
á miðlægum gagnagrunni sem RB
þróar og rekur.
Þórný segir fæsta gleðjast yfir
reikningunum sínum en þeir sem
muni eftir hvernig þetta var hér
áður fyrr, eða þekki til erlendis,
sakni sjálfsagt fáir raðanna sem
voru í bönkum um hver mánaða-
mót þar sem fólk var mætt til að
greiða af lánum.
„Íslensk fjármálafyrirtæki hafa
alltaf lagt mikla áherslu á að veita
viðskiptavinum sínum af burða
fjármálaþjónustu í gegnum netið
og öpp. Ógreiddir reikningar og
virknin í kringum þá eru mikil-
vægur þáttur í að ná því markmiði
og við munum halda áfram að
þróa lausnina með okkar við-
skiptavinum til að skapa enn
meiri þægindi fyrir fyrirtæki og
almenna notendur,“ segir Þórný.
Allt um Reiknistofu bankanna á
rb.is
6 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RRAFRÆNAR LAUSNIR