Fréttablaðið - 31.03.2020, Side 22
Í neyð eins og
þessari eru konur
enn berskjaldaðri fyrir
ofbeldi og tilkynningum
um heimilisofbeldi
fjölgar um allan heim
með hverjum degi sem
fjölskyldur eru innilok-
aðar í samgöngubanni.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RRAFRÆNAR LAUSNIR
Snædís Baldursdóttir, fjár-öflunarstýra UN Women á Íslandi, segir samfélags-
miðla spila veigamikið hlutverk í
starfsemi þeirra. Það stafi ekki síst
af því hversu auðvelt er að ná til
margra.
Hvernig nýtið þið stafrænar
lausnir hjá UN Women í fjáröflun-
arátaki?
„Okkar helsti styrkur eru sam-
félagsmiðlarnir. Fylgjendum
UN Women á Íslandi hefur farið
fjölgandi með hverju árinu eftir að
við hófum að leggja mikla áherslu
á þær leiðir. Í kynningar- og fjáröfl-
unarstarfinu náum við til breiðari
hóps en við gætum mögulega náð
til með hefðbundnari leiðum svo
sem símtölum og samtölum úti
á götum, þó að það séu vissulega
mjög sterkar leiðir líka. Það sem
hefur reynst okkur vel er samtalið,
en fólk leitar líka mikið til okkar í
gegnum samfélagsmiðlana og við
sjáum vel viðbrögðin við því efni
sem við setjum þar inn og vekjum
fólk til vitundar.“
Tæknin geri fólki kleift að skrá
sig og velja á milli ólíkra styrktar-
leiða á einfaldan hátt. „Það er okkur
hjá UN Women mikilvægt að koma
til móts við þarfir fólks og gera þá
athöfn að skrá sig sem mánaðarleg-
an styrktaraðila, eða ljósbera UN
Women, sem þægilegasta og fljót-
legasta, hvort sem það er í gegnum
heimasíðuna okkar á símanum
sínum eða í tölvu. En að okkar mati
er ein þægilegasta lausnin til að
styrkja að senda sms-ið KONUR í
1900 og styrkja UN Women þannig
með stökum styrk t.d. þegar við
erum með neyðarherferðir í gangi.
Þessi lausn er samtökum eins og
UN Women ótrúlega mikilvæg
vegna þess að það er bæði auðvelt
að senda SMS og það tekur aðeins
nokkrar sekúndur auk þess sem
það er góð lausn fyrir alla sem hafa
aðgang að síma, og fólk þarf ekkert
að vera á netinu til þess. Auk þess
er upphæðin 1.900 krónur nokkuð
hófleg og eitthvað sem margir
treysta sér til að leggja til góðs mál-
efnis án skuldbindingar.“
Hægt er að styrkja á fleiri vegu.
„Þeim sem nota ekki sms bjóðum
við þann möguleika að leggja inn
á samtökin í gegnum smáforritin
Aur og Kass með því að senda upp-
hæð að eigin vali í númerið 839-
0700 eða slá inn: unwomenisland.
Það er möguleiki sem við sjáum
fyrir okkur að muni fara hratt
vaxandi.“
Hvernig hafa þessar safnanir
gengið?
„Sms-safnanir UN Women á
Íslandi hafa gengið gríðarlega vel
og eru frábær leið til að fræða um
verkefni UN Women sem og virkja
fólk. Við hjá UN Women á Íslandi
vorum einmitt að hefja sms-neyð-
arsöfnun vegna þeirra afleiðinga
sem Covid-19 faraldurinn hefur
á konur þar sem við hvetjum
almenning til að senda sms-ið
KONUR í 1900.“
Samfélags- og efnahagslegar
krísur hafi gjarnan í för með sér
aukið heimilisofbeldi. „En á
meðan áhrif Covid-19 á heims-
byggðina eru auðséð eru áhrifin
á konur ekki eins sýnileg. Neyð
hefur nefnilega afar ólík áhrif á líf
kvenna og karla. Það er til dæmis
staðreynd að í neyð eins og þessari
eru konur berskjaldaðri en nokkru
sinni fyrir ofbeldi og því miður
fer tilkynningum um heimilisof-
beldi fjölgandi um allan heim með
hverjum deginum sem fjölskyldur
eru innilokaðar í samgöngubanni.“
Áhrifin á líf kvenna eru marg-
þætt. „Einnig hefur Covid-19 mun
meiri áhrif á tekjur kvenna en
karla. Konur sem starfa við tak-
markað atvinnuöryggi, svo sem á
tímakaupi, í þjónustustörfum og
sem heimilishjálp, verða verst úti
fjárhagslega sem veldur því að þær
geta ekki framfleytt fjölskyldum
sínum. Markmiðið með neyðarher-
ferðinni núna er þess vegna að UN
Women hafi nægt fjármagn til að
koma til móts við þarfir kvenna á
þeirra eigin forsendum – til dæmis
með því að tryggja þeim aðgang að
viðeigandi þjónustu vegna heimil-
isofbeldis, þrýsta á aukin réttindi
kvenna á vinnumarkaði, tryggja
að jaðarsettir hópar svo sem konur
með fötlun, í dreifbýli eða jafnvel
í flóttamannabúðum, hafi aðgang
að mikilvægum upplýsingum um
faraldurinn, svo eitthvað sé nefnt.“
Verulegur árangur hafi náðst
með þessari nálgun undanfarin ár.
„Sms-neyðarsafnanir hafa verið
okkar árangursríkustu herferðir og
höfum við farið í þó nokkrar. Sem
dæmi efndum við til neyðarsöfn-
unar í lok árs 2017 til að fjármagna
hið magnaða starf UN Women
fyrir sýrlenskar í konur í flótta-
mannabúðunum Zaatari í Jórdaníu
sem þúsundir landsmanna tóku
þátt í. Varð fjármagnið til þess að
það var hægt að opna nýjan griða-
stað fyrir konur þar sem þær geta
fengið jafningjastuðning, dag-
gæslu fyrir börnin sín, skapað sér
tekjur og síðast en ekki síst lifað
með reisn. Þannig að þó að það
að senda eitt sms virðist ekki vera
mikið getum við gert ótrúlega hluti
saman,“ segir Snædís.
„Ég vil endilega hvetja alla til
að senda sms-ið KONUR í 1900
og styrkja þannig stöðu kvenna á
þessum erfiðu tímum.“
Stafrænar nálganir í hjálparstarfi
Það felast margs konar tækifæri í stafrænu hjálpar- og sjálfboðaliðastarfi. Undanfarin ár hafa
hin ýmsu samtök því lagt aukna áherslu á stafrænar lausnir og nálganir í starfsemi sinni.
Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra hjá UN Women á Íslandi.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími: 550-5654 / jonivar@frettabladid.is
VORHREINGERNINGIN
Sérblað Fréttablaðsins, Vorhreingerningin,
kemur út mánudaginn 6. apríl.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.