Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 4
Við verðum að búa
okkur undir að hér
á landi verði niðursveiflan
líklega dýpri en við sáum
fyrir rúmlega tíu
árum síðan.
Ásdís Kristjáns-
dóttir, forstöðu-
maður efnahags-
sviðs SA
6.000
hefur verið sagt upp störfum
vegna faraldursins.
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 534 4433
UMBOÐSAÐILI
COVID -19 Tilkynningum vegna
heimilisof beldis hefur f jölgaði
milli mánaða samkvæmt mán-
aðarskýrslu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Í mars bárust LRH
60 tilkynningar um heimilisofbeldi
en þrátt fyrir f leiri tilkynningar
hefur fjöldi þeirra kvenna sem leita
í Kvennaathvarfið ekki aukist.
„Við höfum bent á það að í
aðstæðum sem þessum væri annað
ólíklegt en að heimilisof beldi
myndi aukast,“ segir Sigþrúður
Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Kvennaathvarfsins, og vísar
þar til COVID-19 faraldursins. „Við
bjuggumst samt ekki við því að
f leiri konur myndu leita til okkar
af því að aðstæður eru þannig að
erfitt er að fara að heiman og slíta
sambandi akkúrat núna.“
Sigþrúður nefnir í því samhengi
að efnahagslegar aðstæður líkt
og séu nú í þjóðfélaginu geti verið
hindrun fyrir konur til þess að slíta
of beldissambandi. „Það að fara í
Kvennaathvarfið er yfirleitt fyrsta
skrefið og svo halda konurnar út í
nýtt líf þar sem þær hafa slitið sam-
bandi við ofbeldismanninn. Óvissa
í atvinnumálum og áhyggjur af
fjármálum getur haft mikil áhrif
á þá ákvörðun að slíta samband-
inu,“ segir hún. Þá segir Sigþrúður
Kvennaathvarfið hafa þurft að gera
ýmsar ráðstafanir vegna COVID-
19. „Konum sem koma í viðtöl hjá
okkur hefur ekki fjölgað en við-
tölin hjá okkur eru nú í gegnum
síma og sú aðferð hugnast kannski
ekki öllum. Það getur verið erfitt
fyrir konur í þessari stöðu að taka
slík símtöl þegar börnin eða jafnvel
of beldismaðurinn eru heima við.“
Hún seg ir mik ilvæg t f y r ir
almenning að vera vakandi á þess-
um tímum. „Hringjum í lögreglu
ef við heyrum eitthvað óeðlilegt
í nágrannaíbúðum, eða í barna-
vernd ef okkur grunar að börn búi
við of beldi og verum til staðar fyrir
fólkið í kringum okkur.“ – bdj
Ekki fjölgun í Kvennaathvarfinu þrátt fyrir fleiri tilkynningar
VIÐSKIPTI Rúmlega 90 prósent for-
svarsmanna fyrirtækja telja að
tekjur muni minnka milli annars
ársfjórðungs í fyrra og sama fjórð-
ungs í ár vegna COVID-19 farald-
ursins. Þetta kemur fram í könnun
sem Maskína gerði fyrir Samtök
atvinnulífsins.
Þá telja 80 prósent að tekjurnar
hafi verið lægri í mars síðastliðn-
um en í marsmánuði í fyrra. Telja
þeir að tekjurnar muni minnka
um helming að meðaltali. Tæplega
sex þúsund manns verið sagt upp
störfum, langstærstur hluti í ferða-
þjónustu og flutningum.
„Þetta er í takt við það sem við
höfum óttast. Þrátt fyrir að farald-
urinn hafi mest áhrif á ferðaþjón-
ustu og tengdar greinar þá benda
þessar niðurstöður til þess að áhrif-
in séu víðtækari og nái til nánast
allra atvinnugreina. Það er sláandi
að sjá að forsvarsmenn 90 prósent
fyrirtækja telja að tekjurnar muni
minnka en kemur að sama skapi
ekki mikið á óvart,“ segir Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðumaður
efnahagssviðs SA. „Það blasir við
að efnahagslegur kostnaður vegna
COVID-19 verður gríðarlega mikill.
Enn ríkir mikil óvissa, eins konar
snögghemlun atvinnulífsins lýsir
best stöðunni, og botninn er ekki í
sjónmáli.“
Almenn ánægja mælist með
aðgerðir stjórnvalda. „Þegar fyrsti
aðgerðapakki stjórnvalda var
kynntur fyrir rúmlega tveimur
vikum var vitað að þörf yrði á enn
meiri aðgerðum. Við vonumst til að
sjá frekari aðgerðir kynntar á næst-
unni og mikilvægt að stjórnvöld
gangi ákveðin til verks líkt og við
erum að sjá til dæmis flest Evrópu-
ríkin gera. Fyrirtæki sem sjá fram
á verulegan tekjusamdrátt áfram
verða að vita hvaða úrræði eru í
boði til að gera frekari ráðstafanir.“
Ásdís segir að næsti aðgerðapakki
verði að taka mið af því að áhrif far-
aldursins muni vara jafn lengi eða
lengur en svörtustu spár hafa hing-
að til gert ráð fyrir. Erlendir skamm-
tímahagvísar benda til þess að þessi
niðursveifla verði ein sú dýpsta sem
mælst hefur frá seinna stríði.
„Mikilvægt er að horfa til þess
sem önnur ríki eru að gera, erlendis
hafa stjórnvöld veitt fyrirtækjum
sem lenda í verulegum tekjusam-
drætti beina ríkisstyrki upp í sinn
fasta kostnað, eða lána til fyrir-
tækja á engum vöxtum svo dæmi
séu tekin. Frekari frestun opin-
berra gjalda getur ekki verið hluti
af lausn á vanda fyrirtækja, heldur
jafnvel búið til stærra vandamál
seinna sem fyrirtæki ráða ekki við.
Forsenda þess að við getum séð hag-
vöxt á ný og fjölgað störfum á ný er
að hér séu fyrirtæki ekki of skuld-
sett þegar fer að birta til á ný.“
Miðað við erlendar greiningar
sem nú birtast er útlit fyrir að niður-
sveiflan verði mun dýpri og alvar-
legri en í fyrstu var gert ráð fyrir. „Í
byrjun mars voru f lestir greining-
araðilar á því að áhrifin yrðu eins
konar V-laga á heimshagvöxtinn.
Skörp dýfa á meðan faraldurinn
gengur yfir en viðsnúningurinn
yrði þeim mun sterkari. Nú eru hins
vegar greiningar að gera ráð fyrir
U-laga áhrifum, eða jafnvel „Nike-
laga“, og að það muni taka lengri
tíma að vinna upp framleiðslu-
tapið,“ segir Ásdís.
„Við verðum að búa okkur undir
að hér á landi verði niðursveif lan
líklega dýpri en við sáum fyrir rúm-
lega tíu árum síðan. Aftur á móti eru
allar forsendur til að ætla að efna-
hagsbatinn gangi hraðar fyrir sig og
skiptir höfuðmáli að hið opinbera,
Seðlabankinn og bankakerfið hafi
getu og svigrúm til að mæta því
áfalli sem nú gengur yfir. Við erum
því sem betur fer ekki að sjá jafn-
mikið gengisfall og verðbólguskot
líkt og síðast, þegar við þurftum að
leita til annarra þjóða og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um lánafyrir-
greiðslu.“
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
stöðuna í ferðaþjónustunni mjög
erfiða. „Það má segja að búið sé
að kippa rekstrargrundvellinum
undan hótelum sem og öðrum
ferðaþjónustufyrirtækjum á meðan
ferðatakmarkanir verða í gildi,“
segir Gústaf. „Það er mikil óvissa
og enginn veit neitt.“
Vonir er u bundnar við að
aðgerðir stjórnvalda til að hvetja
landsmenn til að ferðast innan-
lands í sumar muni milda áhrifin.
„Íslendingar voru um tíu prósent
allra sem gistu á hótelum í fyrra,
ef þeir taka við sér mun það milda
höggið eitthvað en samdrátturinn
verður alltaf mikill.“
Fjöldi erlendra ferðamanna hér á
landi hefur margfaldast síðasta ára-
tuginn. Gústaf segir ekkert sérstakt
því til fyrirstöðu að ná þeim fjölda
aftur en það gæti tekið tíma.
„Þjónustustigið í ferðaþjónust-
unni gæti minnkað við það tíma-
bundið. Það mun síðan leiða til
þess að það mun taka nokkurn tíma
fyrir okkur að ná aftur þeim tekjum
sem við höfðum af erlendum ferða-
mönnum fyrir áfallið að öðru
óbreyttu.“ arib@frettabladid.is
Dýpri niðursveifla en síðast
Níu af hverjum tíu forsvarsmönnum fyrirtækja telja að tekjur muni minnka samkvæmt nýrri könnun.
Hagfræðingur segir líklegt að það taki einhvern tíma að ná upp fyrri tekjum af erlendum ferðamönnum.
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
✿ Tekjur í mars í ár samanborið við mars í fyrra
Forsvarsmenn fyrirtækja bera saman tekjur milli ára
Aukist Standi í stað Minnki um
1-25%
Minnki um
26-50%
Minnki um
51-75%
Minnki um
meira en 75%
Heimild: Könnun Maskínu
STJÓRNSÝSLA Breytingar á aðal-
skipulagi Reykjavíkurborgar og
Kópavogs vegna fyrstu lotu borgar-
línu verða lagðar fram í samráðsgátt
stjórnvalda á morgun. Frestur til
athugasemda rennur út 9. maí.
Um er að ræða sameiginlega
verk- og matslýsingu vegna breyt-
inga á aðalskipulagi sem felast í
að staðsetja svokallaðar kjarna-
stöðvar milli Hamraborgar í Kópa-
vogi og Ártúnshöfða í Reykjavík,
ásamt fyrirhuguðum breytingum á
Sæbraut og Miklubraut.
Er þetta í fyrsta skipti sem sam-
ráðsgátt stjórnvalda er notuð til að
kynna skipulagsbreytingar á vegum
sveitarfélaga en borgarlínan er
samstarfsverkefni ríkis og sveitar-
félaganna. – ab
Borgarlína í
samráðsgátt
Biðin eftir borgarlínunni styttist.
Sigþrúður
Guðmundsdóttir
COVID -19 Aðgerðastjórn í Vest-
mannaeyjum brýnir fyrir Eyja-
mönnum að takmarka samskipti og
umgangast eins fáa og mögulegt er.
Um helgina greindust 12 Eyja-
menn með kórónaveirusjúkdóm-
inn. Hafa því 95 manns greinst með
kórónaveiruna í Vestmannaeyjum.
Allir nema einn greindust í skimun
Íslenskrar erfðagreiningar.
„Nú er búið að rannsaka 1.200 af
þeim 1.500 sýnum sem voru tekin í
skimun ÍE. Af þeim sem greindust
nú voru fjórir í sóttkví og nokkrir
einkennalausir,“ segir í tilkynningu
frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Fjórtán hafa náð bata. – ilk
95 tilfelli af
COVID í Eyjum
6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð