Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 2
Við sem hér búum
viljum meina að
þetta séu einstaklega vel
gefin dýr og því sé þess virði
að gera þeim hátt undir
höfði.
Ívar Ingimarsson, gistihúsarekandi
Sala á hveiti jókst um
360 prósent í marsmánuði
miðað við síðasta ár.
Veður
Norðaustan 20-28 m/s og allvíða
talsverð snjókoma. Frost 1 til 7
stig. Snýst í hægari suðaustanátt
með rigningu og hlýnar sunnan-
og austanlands síðdegis og í
kvöld. SJÁ SÍÐU 16
Tæknin nýtt til að ryðja veginn
Í miðjum kórónaveirufaraldri Íslands varaði Veðurstofan við stórhríð sem gekk yfir landið og snjóaði hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Það stöðv-
aði ekki þennan herramann sem greip til snjómoksturstækis til að ryðja veginn í garðinum og nutu nágrannar hans eflaust góðs af því í gær. Þetta
ætti að vera í síðasta sinn sem þetta tæki er notað í bili því samkvæmt veðurspánni á að hlýna þegar líða tekur á vikuna . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
AUSTURLAND Stór járnskúlptúr af
hreindýrstarfi verður settur upp
á Egilsstöðum. Verður þetta gjöf
atvinnurekenda á staðnum til
bæjarins en fyrirmyndin er fengin
frá Spáni.
Hvatafólkið að uppsetningunni
eru hjónin Ívar Ingimarsson og
Hrefna Arnar, sem reka gistihúsin
Olgu og Birtu, í bænum. „Konan
mín á hugmyndina að þessu. Fyrir
þó nokkru ræddum við um að
gaman væri að setja upp einhverja
hluti í bænum til að horfa á, svo sem
listaverk. Hugmyndin spratt upp frá
stóru tuddunum sem sjást oft með
fram vegum á Spáni,“ segir Ívar, sem
á að baki farsælan knattspyrnu-
feril í Englandi og með landsliðinu.
Eru þetta hin svokölluðu Osborne
naut, sem upprunalega voru aug-
lýsingar fyrir brandí en hafa síðan
öðlast sjálfstætt líf sem táknmynd
spænsku þjóðarinnar.
Hreindýrið var augljós valkostur
í þessu samhengi, enda lifa hrein-
dýrin aðeins villt á Austurlandi og
hafa orðið táknmynd svæðisins.
„Við sem hér búum viljum meina
að þetta séu einstaklega vel gefin
dýr og því sé þess virði að gera
þeim hátt undir höfði,“ segir Ívar.
„Egilsstaðir eru talinn hreindýra-
bær Íslands og hér ganga þau villt í
gegnum miðbæinn.“
Beiðni um uppsetningu skúlp-
túrsins var send inn í mars og var
hún samþykkt á skömmum tíma.
Mun hann rísa á klettum fyrir ofan
tjaldsvæði bæjarins, skammt frá
miðbænum. Ívar segir að staðurinn
hafi verið valinn út frá mati sér-
fræðinga, til að skúlptúrinn sæist
sem best.
Útfærslan sjálf var einnig unnin
með sérfræðingum. Rætt var um
að hafa heila hjörð hreindýra en
loks ákveðið að hafa eitt stórt dýr,
í 150 prósent stærð. „Það var lögð
vinna í að finna hinn fullkomna
tarf,“ segir Ívar. Að útfærslunni
komu Skarphéðinn G. Þórisson,
hreindýrasérfræðingur hjá Nátt-
úrustofu Austurlands, Reimar
Ásgeirsson uppstoppari og Jón
Baldur Hlíðberg, sem þekktur er
fyrir teikningar sínar af íslenskum
náttúrufyrirbærum.
Skúlptúrinn verður ekki aðeins
settur upp fyrir heimamenn til að
njóta, heldur einnig gesti og ferða-
menn til að minna á þessa sérstöðu
svæðisins. Fjármögnun verkefnisins
hefur gengið mjög vel og fyrirtæki
á svæðinu tekið þátt. „Við lítum á
þetta sem gjöf fyrirtækjanna til
bæjarins,“ segir Ívar.
Stefnt var að því að setja skúlp-
túrinn upp fyrir sumarið en vegna
COVID-19 mun það að öllum lík-
indum frestast. Þegar er búið að
gera líkan af skúlptúrnum til að
máta við staðinn.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Skúlptúr af hreindýri
að hætti Spánverja
Hjón sem reka gistiheimili á Egilsstöðum höfðu frumkvæði að því að reisa
stóran járnskúlptúr af hreindýrstarfi, á hæð í bænum. Hugmyndin kom frá
stóru nautunum sem standa við spænska þjóðvegi og eru auðþekkjanleg.
Það þótti táknrænt að velja hreindýr enda lifa þau víða á Austurlandi.
VEÐUR Þeir sem gerðu sér ferð út á
land um helgina lentu margir í því
að festast. Í gær gekk stórhríð yfir
landið og varð víða ófært. Ekkert
ferðaveður var á Norðaustur- og
Suðurlandi né á Vestfjörðum. Þá var
ákveðið að loka þjóðveginum undir
Eyjafjöllum og í Öræfum en einnig í
uppsveitum Suðurlands.
Að sögn Björgunarsveitarinnar
bárust fyrstu beiðnirnar um hjálp á
laugardagskvöld og var nóg að gera í
hinum ýmsu verkefnum langt fram
eftir kvöldi í gær. – kpt
Margir fastir af
völdum veðurs
Þessir ferðamenn festu Ford Focus.
SAMFÉLAG Sala á hveiti hjá Líflandi,
sem framleiðir Kornax-hveitið,
hefur margfaldast undanfarnar
vikur. Að sögn Þóris Haraldssonar,
forstjóra Líflands, er skýringin aug-
ljós – almenningur heldur sig heima
við og og frítími fólks er meiri en
áður.
„Starfsfólk okkar hefur haft í
nægu að snúast undanfarnar vikur,“
segir Þórir. Að hans sögn nam sölu-
aukningin á hveiti í neytendaum-
búðum um 360% í marsmánuði
miðað við sama tíma í fyrra.
Þegar hveitið fór að rjúka úr
hillum verslana héldu starfsmenn
Líflands að fólk væri mögulega að
hamstra hveiti. Að um stóran hvell
væri að ræða í nokkra daga en síðan
færri salan aftur í sama horf eða
jafnvel minnkaði tímabundið. Sú
hefur þó ekki verið raunin. Salan
hefur haldið áfram að vera góð síð-
ustu vikur og almenningur virðist
einfaldlega vera að baka sem aldrei
fyrr.
„Við erum með þá kenningu að
það sé ekki síst ungviðið sem fær
að baka með foreldrunum. Margar
fjölskyldur eru heima við og því
getur bakstur verið róleg afþreying
fyrir alla fjölskylduna. Við teljum
því að það sé að vaxa úr grasi kyn-
slóð handverksbakara,“ segir Þórir
kíminn.
Bakstur í heimahúsum virðist þó
ekki benda til þess að Íslendingar
séu tímabundið hættir að sækja sér
brauð og sætmeti í bakarí landsins
því að sögn Þóris hefur salan til
atvinnumannanna haldist eins.
Þórir ítrekar þó að Lífland sé með
góða birgja og engin hætta á því að
skortur verði á hveiti í bráð. – bþ
Sala á hveiti
margfaldast á
síðustu vikum
6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð