Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 25
Ljóðasafn Jóns Kalmans er komið út og hefur að geyma þrjár bækur: Með byssuleyfi á eilífðina, Úr þotuhreyf lum guða og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju. Nokkur áður óbirt ljóð eru einnig í bókinni sem hefur titilinn Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim. Í lok safnsins er 40 síðna eftirmáli þar sem Jón Kalman rekur það hvernig hann byrjaði að skrifa og lýsir bókmenntalífi í Reykjavík og Sandgerði undir lok níunda ára- tugarins. Ljóðabækurnar komu út 1988, 1989 og 1993. Þær hafa ekki orðið f leiri og Jón Kalman er spurður hvernig standi á því. „Sagnaskáld- skapurinn tók einfaldlega yfir. Þegar á leið var ég ekki alveg sáttur við sjálfan mig sem ljóðskáld. Mér fannst ég ekki koma öllu því til skila í ljóðunum sem ég fann fyrir innra með mér, fannst ég rekast á einhverjar innri hindranir. Þetta var svolítið erfitt tímabil sem stóð í sirka þrjú ár. Erfið krísa. Ég leit á mig sem ljóðskáld, hafði engan áhuga á að skrifa skáldsögu, og hvarf laði ekki að mér að ég ætti það eftir. En smám saman tók prósinn samt yfir, og ég var byrjaður að skrifa skáldsögur, nánast án þess að taka ákvörðun um það. Það bara gerðist. Ljóðið hefur þó aldrei yfirgefið mig. Það andar í skáldsögum mínum, og hefur mikil áhrif á hvernig ég skrifa þær, hvernig ég hugsa þær.“ Langaði að breytast í Morgan Hann segist hafa byrjað fremur seint að yrkja. „Ég var seinþroska, var barn fram eftir öllum aldri og með annan fótinn í einhverjum draumheimum. Lifði stundum frekar þar. En ég var rétt rúmlega tvítugur þegar ég byrjaði að yrkja. Mín meginveröld var alltaf í bókum. Ég las strax mjög mikið sem barn, fyrst barnabækur og svo tóku spennubækur við. Lá sem unglingur í Morgan Kane, langaði að breytast í hann. En svo breyttist þetta allt, eins og ég rek í eftirmálanum, og ljóðið tók yfir.“ Spurður hvaða ljóðskáld hafi haft mest áhrif á hann segir Jón Kalman: „Þau eru svo mörg. Fyrsta skáldið sem hreif mig var Jóhann Sigur- jónsson en síðan tóku atómskáldin við, Gyrðir, Einar Már, Ísak Harðar- son. Þegar sjóndeildarhringurinn fór að víkka komu erlendu skáldin, Majakovskí og fleiri.“ Sóun á pappír Hann segist sjaldan velta fyrir sér sínum eigin viðfangsefnum. „Ég er svo á kafi í þeim sjálfur að ég sé bara saumana, ekki yfirborðið. En fyrsta ljóðið í fyrstu bókinni er ádeiluljóð á lífsmynstur okkar hér á Vestur- löndum. Ég var, og er enn, ádeilu- skáld í aðra röndina. Mig langaði að breyta heiminum og fannst ljóðið prýðis vopn til þess. En síðan orti maður auðvitað um hvað ina; Krist, Tom Waits, næturlífið, einsemdina, ástina. Öll þessi vinsælu lög.“ Ljóð eftir hann birtist í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. „Það er fyrsta ljóðið sem ég birti á þessari öld,“ segir hann og bætir við: „Ég vona að ég geti gefið út ljóðabók á næsta ári.“ Spurður um viðtökur við ljóða- bókunum þremur á sínum tíma segir Jón Kalman: „Þær fengu fína dóma, það voru allir voða góðir við mig. Þetta voru sumpart dýrðar- tímar til að gefa út, sex blöð starf- andi og dómar birtust í þeim öllum. Þeir voru allir jákvæðir, þótt að sjálfsögðu væri sett út á sitthvað. Þótt þetta væri seint á 20. öldinni þá kvartaði ritdómari Tímans undan því að lítið væri væri um rím og stuðla hjá mér.“ „Af hverju þessi sóun á pappír?“ var setning sem Jón Kalman fékk að heyra þegar hann sýndi sam- starfskonu sinni fyrstu ljóðabók- ina, Með byssuleyfi á eilífðina. „Ég gaf þá bók út sjálfur og var svo von- laus sölumaður að ég þurfti að fara aftur að vinna í saltfiski og skreið í Sandgerði til að geta borgað prent- kostnaðinn. Gömul samstarfskona mín sem vann þar enn þá f letti bókinni, fannst lítið vera á síðunum og spurði: „Af hverju þessi sóun á pappír?“ Orðin voru sett fram af umhyggju. Hún vildi að ég nýtti síðurnar betur.“ MIG LANGAÐI AÐ BREYTA HEIMINUM OG FANNST LJÓÐIÐ PRÝÐIS VOPN TIL ÞESS. Ljóðið hefur aldrei yfirgefið mig Ljóðasafn Jóns Kalmans er komið út. Vonast eftir að gefa út ljóðabók á næsta ári. Skáldsaga kemur líklega í haust. Mín meginveröld var alltaf í bókum, segir Jón Kalman. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þor g r í mu r Þ r á i n s s on og aðstandandi raf bókaveit-unnar emma.is færa þjóðinni að gjöf átta raf bækur eftir Þorgrím sem þeim er frjálst að sækja og lesa. Bækurnar átta höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10.bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar lestrarstundir. Með þessi er verið að hvetja börn og unglinga til aukins yndislesturs. Þá er kjörið að nýta raf bækurnar í takt við lestrarverkefnið Tími til að lesa sem stjórnarráðið hleypti af stokkunum í vikunni á timitilad- lesa.is. Bækurnar sem Þorgrímur og Emma.is gefa lestrarhestum þjóðar- innar eru: Með fiðring í tánum 1998 Bak við bláu augun 1992 Lalli ljósastaur 1992 Spor í myrkri 1993 Sex augnablik 1995 Svalasta 7an 2003 Undir 4 augu 2004 Litla rauða músin 2008 Átta rafbækur til þjóðarinnar Þorgrímur Þráinsson og emma.is gefa 8 rafbækur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýverið var heimildarmyndin Latínbóndinn gerð aðgengileg á YouTube í tveimur gerðum: Latín- bóndinn / Latin Viking, íslenskri útgáfu, sem textuð er á ensku og svo spænskri útgáfu: El Vikingo Latino. Íslenska útgáfan var sýnd á Skjaldborg 2015, RUV og í Bíói Paradís en spænska útgáfan er ný af nálinni. Myndin fjallar um tónlistarferil Tómasar R. Einarssonar, einkum þá latíntónlist sem hann er kunnur fyrir. Ramminn utan um frásögn- ina eru tónleikar Tómasar í Dala- búð í Búðardal í júní 2014 með níu manna hljómsveit. Heimildarmynd um Tómas R. á YouTube Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, fagnaði fyrir skemmstu 10 ára afmæli sínu en hefur síðan eins og aðrir þurft að fresta allri dagskrá fram á sumar og haust. Til að bæta fyrir þetta hefur Gróska hins vegar tekið upp á þeirri nýbreytni að sýna list félagsmanna á netinu og efnt til sýningarraðar- innar Listaverk dagsins. Á hverjum degi fram til 1. maí að minnsta kosti birtist nú eitt verk eftir félagsmenn á síðum Grósku á Facebook og Instagram. Upplýsingar um höfund, stærð verka og miðil fylgir með hverju verki og stundum birtist líka hug- leiðing listamannsins um verkið. Gróska í myndlist í Garðabæ á netinu M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.