Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 6
Við höfum mjög spennandi fyrir- myndir erlendis frá um svona miðstöðvar. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Það hafa fleiri látist af völdum kórónaveirunnar í Svíþjóð (401) en í Finnlandi, Noregi og Danmörku til samans (278). LEIKSKÓLAR „Við erum mjög spennt fyrir þessari hugmynd og teljum að þetta geti verið vísir að því sem koma skal í leikskólum fram- tíðarinnar,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að efnt yrði til opinnar hönnunar- og fram- kvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldu- miðstöð. Framkvæmdin er hluti verkefnisins „Brúum bilið“ sem var kynnt í nóvember 2018. Markmið verkefnisins er að fjölga leikskóla- plássum og brúa bilið milli fæðing- arorlofs og leikskóla. Nýr miðborgarleikskóli mun rísa í suðvesturhluta reits sem afmark- ast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauð- arárstíg og Snorrabraut en þekkist betur sem Njálsgöturóló. Skúli segir að hugmyndin um fjölskyldumiðstöð í sama húsnæði og leikskólinn hafi þróast í undir- búningsvinnunni. „Við höfum mjög spennandi fyrirmyndir erlendis frá um svona miðstöðvar. Þær eru hugsaðar sem fyrsti viðkomustaður foreldra yngstu barnanna þar sem þau geta fengið svör við brennandi spurn- ingum um umönnun, uppeldi, málþroska, hreyfingu og þjónustu borgarinnar fyrir barnafjölskyldur . Við sjáum fyrir okkur að miðstöðin myndi líka gagnast vel í þjónustu við nýja íbúa, ekki síst foreldra barna með annað móðurmál en íslensku.“ Að sögn Skúla er miðstöðin bæði hugsuð fyrir foreldra barna sem eru komin inn á ungbarnaleikskóla og foreldra ungra barna sem eru ekki komin inn í leikskólakerfið. „Þar gætu foreldrar fengið ráð- leggingar og upplýsingar frá fag- fólki en líka lært af öðrum foreldr- um,“ segir Skúli. Á nýja leikskólanum verður pláss fyrir 116 börn á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er hluti af leikskólanum Miðborg sem er í dag rekinn á þremur stöðum. Sam- hliða byggingu nýja leikskólans verður starfsemi hætt á Njálsborg og Lindarborg sem þýðir að leik- skólaplássum fjölgar um 36 þegar allt er talið. Skúli segir að það liggi ekki fyrir hvað verði gert við hitt húsnæðið. „Þar erum við með leikskóla sem eru ekki í húsnæði sem hannað er fyrir þá starfsemi. En þetta eru falleg hús á mjög góðum stöðum í borginni þannig að þau munu að sjálfsögðu nýtast vel í annars konar starfsemi ekki síst sem íbúðarhús- næði.“ Á lóð Njálsgöturólós verður áfram leikvöllur opinn almenningi og húsnæði sem dagforeldrar nýta í dag mun halda sér. Skúli segir að þarna skapist möguleikar á meira samstarfi dagforeldra og leikskóla. „Nú fara menn bara á fullt í þessa samkeppni sem mun væntanlega taka megnið af árinu. Vonandi fáum við niðurstöður fyrir árslok þannig að það væri hægt að keyra af stað í útboð og framkvæmdir strax í kjöl- farið.“ Samkvæmt áætlunum á mið- borgarleikskólinn að rísa á árunum 2021-2022. Þá segir Skúli að reynt verði að f lýta hugmyndasam- keppnum vegna byggingar nýrra leikskóla í Vogabyggð og Skerja- firði. „Þar verður um að ræða stóra leikskóla sem við áætlum að geti þjónað 150 börnum á hvorum stað. Þessi uppbygging er líka hluti af verkefninu „Brúum bilið“ þar sem við munum innan fárra ára bjóða börnum allt niður í 12 mánaða í leikskóla en vegna efnahags- ástandsins verður reynt að spýta í lófana og hraða verkefnunum.“ sighvatur@frettabladid.is Fjölskyldumiðstöð og leikskóli á Njálsgötu Borgin mun efna til hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð sem munu rísa á Njálsgöturóló. Formaður skóla- og frístundaráðs segir þetta vísi að leikskólum framtíðar. Njálsgöturóló hefur verið á sama stað í áratugi en þar mun rísa fjölskyldumiðstöð og leikskóli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVÍÞJÓÐ Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur óskað eftir víðtækum lagaheim- ildum til að bregðast við COVID-19 faraldrinum án samráðs við þingið. Samkvæmt dagblaðinu Expressen hefur stjórnarandstaðan efasemdir og er nú unnið að málinu að tjalda- baki. Ef af verður væri um að ræða stærstu valdatilfærslu í landinu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Ríkis- stjórnin hefði þá vald til að setja á samkomubann, loka verslunarmið- stöðvum og hamla samgöngum. „Lífið heldur ekki sinn vanagang hér í Svíþjóð,“ sagði Lena Hallen- gren heilbrigðisráðherra við fjöl- miðla um helgina. Svíar hafa fengið nokkra gagnrýni fyrir að setja ekki á útgöngubann eða hert samkomu- bann vegna faraldursins. Þess í stað hefur ríkisstjórnin einungis gefið út tilmæli um að áhættuhópar ættu að einangra sig og fólk halda tveggja metra fjarlægð milli hvert annars. Þeir sem séu með einkenni skulu þó halda sig heima í tvær vikur. Alls hafa 6.830 tilvik COVID-19 verið staðfest í landinu, þá hefur 401 látið lífið. Karl Gústaf Svíakonungur ávarp- aði þjóðina í gærkvöldi og minnti landsmenn á að þeir stæðu ekki einir. Hvatti hann þegna sína til að halda sig heima um páskana. „Þessa páska munum við ekki geta ferðast og varið tíma með fjöl- skyldu og vinum. Við þurfum að sætta okkur við það,“ sagði Karl Gústaf. „Flestum okkar mun ekki þykja þetta miklar fórnir, þegar við berum þetta saman við að veikjast hastarlega ellegar missa ástvin.“ – ab Hvetur Svía til að halda sig heima 6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.