Fréttablaðið - 07.04.2020, Page 4

Fréttablaðið - 07.04.2020, Page 4
Það er ansi erfitt ástand á heimil- unum, mikil læti og álag. Hrannar Björn Arnarsson, formaður ADHD- samtakanna Þú hringir í síma 517 5500 eða sendir póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu lyn send frítt heim LYFSALINN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 517 5500 www.lyfsalinn.is lyfsalinn@lyfsalinn.is OPNUNARTÍMI Mán.- fös. kl. 08:30-18:00 Laugardaga: Lokað GLÆSIBÆ GLÆSIBÆ COVID-19 Í því ástandi sem nú ríkir á heimilum landsmanna og raskana á skólastarfi eiga börn með ADHD erfiðara að fóta sig. Talið er allt að 10 prósent nemenda í hverjum árgangi séu einhvers staðar á ADHD-rófinu. Er það vel á fimmta þúsund grunn- skólanema. Þá er hætta á að nem- endur á framhaldsskóla og háskóla- stigi f losni upp úr námi. Hrannar Björn Arnarsson, for- maður ADHD-samtakanna, segir allt rask erfitt fyrir þennan hóp, bæði börn og fullorðna, og þetta geti bitnað á náminu. Lítil viðvera og aðhald frá skólanum og mikil verkefnavinna heima henti í mörg- um illa. „Tímaskyn og skipulags- eiginleikar eru ekki eins sterkir hjá mörgum í okkar hópi og hjá ýmsum öðrum,“ segir hann. „Þetta reynir rosalega á foreldrana sem þurfa að taka mikla viðbótarvinnu á sig, sem kennararnir voru með áður.“ Samkomubann tók gildi 17. mars, átti að standa fram yfir páska, hefur nú verið framlengt til 4. maí. Því lengur sem ástandið varir, því erfiðara verður það fyrir börn með ADHD. Samkvæmt Hrannari hefur þetta þó einhverja kosti. „Frjálsara umhverfi getur hjálpað sumum, að geta staðið upp hvenær sem er og verið maður sjálfur, sem er svolítið erfitt í stífum skólaramma. Þá þarf aðhaldið að koma heiman frá því auðvelt er að láta hugann reika.“ Samtökunum hafa borist fjöl- margar fyrirspurnir frá foreldrum ADHD barna um hvernig eigi að takast á við ástandið. Sumir þeirra heimavinnandi en aðrir ekki. Hrannar segir kennara misvel upplýsta um þetta vandamál og staðan sé mismunandi eftir skólum. „Sums staðar er þetta mjög vel gert og kennararnir meðvitaðir um þarfir þessara barna en sums staðar afskaplega frumstætt,“ segir hann. „Það er galli á skólakerfinu og upp- byggingu kennslu í dag að enginn kennari er útskrifaður með grunn- þekkingu eða hæfni í ADHD-fræð- um eða sérþarfafræðum yfirleitt.“ Mestar áhyggjur hafa ADHD- samtökin af eldri nemendum, þar sem öll kennslan er fjarkennsla. Telur Hrannar góðar líkur á brott- falli nemenda þar. ADHD komi oft í ljós á þessum stigum, þegar sjálfs- nám er orðið meira, hjá nemendum sem gekk ágætlega í grunnskóla. Ástandið er ekki aðeins erfitt með tilliti til náms fyrir þennan orkumikla hóp. Margir eru lokaðir inni, mega fáa hitta og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri. „Það er ansi erfitt ástand á heimilunum, mikil læti og álag. Þetta er ætt- gengt og því oft f leiri en einn og f leiri en tveir með ADHD í fjöl- skyldum,“ segir Hrannar. Minnir hann á að samtökin veita ráðgjöf og halda fræðslufundi á netinu á miðvikudögum á meðan þetta varir. Sums staðar, til dæmis í Reykjavík og Reykjanesbæ, er félagsþjónustan að teygja sig út til fólks til að veita ráðgjöf. kristinnhaukur@frettabladid.is Röskun skólastarfsins bitnar verr á börnum með ADHD Röskun á skólastarfi bitnar illa á nemendum með ADHD, sem eru allt að 10 prósent í hverjum árgangi, vegna skorts á aðhaldi skólans. Verst bitnar hún á nemendum á efri stigum þar sem allt námið er nú unnið í fjarkennslu. Formaður ADHD samtakanna telur hættu á að þessi hópur flosni upp úr námi. Mikil verkefnavinna heima fyrir hentar börnum með ADHD í mörgum tilfellum afar illa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Hjartveikum manni var gert að framvísa yfirliti um allar innborganir á reikninga sína með umsókn til Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Samkvæmt yfirlit- inu hafði hann fengið samtals rúm- lega áttatíu þúsund krónur greiddar inn á bankareikning sinn í síðasta mánuði og var fjárhagsaðstoð til hans fyrir aprílmánuð skert um sömu fjárhæð, krónu á móti krónu. Þessu lýsir Guðmundur Ingi Þór- oddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, í aðsendri grein á frettabladid.is en maðurinn er fyrrverandi fangi sem leitaði til félagsins. Innborganir nar á reik ning mannsins voru margar lágar upp- hæðir frá fjölskyldu og vinum; „lán til að þreyja þorrann,“ segir í grein Guðmundar sem óskaði svara frá Reykjavíkurborg. „Svör borgarinnar eru á þá leið að fái fólk greiðslur inn á reikning sinn frá öðrum en borginni sé viðkom- andi ekki í brýnni þörf fyrir fjár- hagsaðstoð þann mánuðinn,“ segir í greininni en í samtali við Frétta- blaðið segir Guðmundur að um hjartveikan mann sé að ræða. Hann hafi ekki ráð á að leysa út hjartalyfin sín en félagsráðgjafi hjá borginni hafi ráðlagt manninum að leita til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Í greininni gagnrýnir Guðmund- ur þetta fyrirkomulag og segir það ekki hlutverk félagsráðgjafa Reykja- víkurborgar að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Ætli borgin hins vegar að halda í þetta niðurlægjandi kerfi beri borginni að virða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og skoða hverja færslu í þaula og sannreyna að um tekjur sé í raun og veru að ræða. – aá Borgin vísaði fjárþurfi manni á Hjálparstofnun kirkjunnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, félags fanga. COVID -19 Greint var frá tveimur andlátum í gær vegna COVID-19 sýkingar og er nú heildarfjöldi látinna kominn í sex. Annar lést á Landspítala en hinn í Bolungarvík. Alls greindust 76 ný tilfelli af COVID-19 í gær og er því heildar- fjöldinn kominn í 1.562. Þá hafa 460 hins vegar náð sér af veikindum, en þeim fjölgaði um 32. Nærri 2.500 sýni voru tekin í gær, meirihlutinn hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá eru um 5.300 manns nú í sóttkví á heimilum sínum. Á blaðamannafundi almanna- varna í gær greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá því að til skoðunar væri að herða eftir- lit með ferðamönnum sem koma hingað til lands með skemmti- ferðaskipum eða f lugvélum. „Við þurfum að passa það að skemma ekki þann árangur með að fá aftur hér faraldur,“ sagði hann en fyrsta skemmtiferðaskipið er væntanlegt 21. maí næstkomandi. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn brýndi fyrir fólki að vera heima um páskana. Björgunar- sveitir hafi þurft að bjarga um 100 manns föstum á heiðum um liðna helgi sem hafi verið vonbrigði. „Er þetta ekki komið gott?“ spurði hann. Þá óskaði Alma D. Möller landlæknir eftir fleirum í bakvarða- sveit heilbrigðisþjónustunnar og lýsa sig viljuga til að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Ástæð- an er hópsýkingar sem hafa blossað upp, til dæmis á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. – khg Andlát á Landspítala og í Bolungarvík Af daglegum blaðamannafundi almannavarna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.