Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 9

Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 9
Við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu er sér- staklega mikilvægt að efla slíkt starf. Tíminn er naumur og hér þarf að gera meira en minna og jafnvel fara óhefðbundn- ar leiðir. Við þurfum sem samfélag að bregðast við margvíslegum og alvarlegum aðstæðum á tímum COVID-19 faraldursins. Ein áskorunin tengist hættunni á vaxandi heimilisof beldi sem hlýst af samkomubanni og til- mælum um að sem flestir haldi sig heima. Þegar hafa komið fram vís- bendingar um að of beldi í nánum samböndum hafi færst í aukana að undanförnu. Oftast er um að ræða konur og börn. Nauðsynlegt er að bregðast við og tryggja eins og kostur er öryggi þeirra sem búa í slíku umhverfi. Ég hef óskað eftir því við Ríkis- lögreglustjóra að aðgerðir til að bregðast við heimilisof beldi verði sérstaklega teknar til umræðu á fundi lögregluráðs í þessari viku. Lögregluembættin verða öll að vera vakandi fyrir þessari hættu og reiðubúin til að grípa til viðeigandi ráðstafana hvar sem er á landinu. Hraða verður, eftir því sem mögu- legt er, viðbragðstíma lögreglu eftir að tilkynning hefur borist um yfir- vofandi eða yfirstandandi hættu eða ógn á heimili. Við þurfum að tryggja þolendum möguleika og úrræði til að bregðast við og forða sér út úr hættulegum aðstæðum. Ótti um að þau úrræði séu ekki örugg vegna þess faraldurs sem ógnar nú lífi og heilsu lands- manna er ástæðulaus. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að bregðast við af völdum COVID-19 í Kvennaat- hvarfinu, Bjarkarhlíð og Bjarma- hlíð. Enginn má veigra sér við að leita sér aðstoðar á þessum tímum. Þolendur eiga kost á að fá þar vernd, dvöl, viðtöl og ráðgjöf, lögfræðiað- stoð og langtíma stuðning til að vinna úr afleiðingum of beldis. Við þurfum öll að hjálpast að við að miðla upplýsingum um hvert þolendur heimilisof beldis geti leitað. Fræðsla og forvarnir er varða of beldi í nánum samböndum og heimilisof beldi er mikilvægt á öllum tímum. Við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu er sér- staklega mikilvægt að ef la slíkt starf. Víða um heim eiga konur erf- iðara með að leita sér hjálpar vegna COVID-19. Öll verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi fólks sem býr við erfiðar aðstæður of beldis og ótta á heimilum sínum. Ef þú veist af eða hefur grun um heimilisof beldi, haltu góðu sambandi við þolanda, láttu lögregluna vita og leitaðu aðstoðar hjá fagaðila. Lög reg la n: 112 , Kvenna at- hvarfið: sími: 5611205 (opið allan sólarhringinn), Bjarkarhlíð: sími: 5533000 og Bjarmahlíð Akureyri: sími: 551-2520. Aukin hætta á heimilisofbeldi Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráð- herra Á að hafa það notalegt og horfa á eitthvað gott í kvöld? Þú færð allt naslið og drykkina á næstu Kvikk-stöð Orkunnar. Gerðu viðeigandi ráðstafanirÁ undanförnum vikum höfum við í Viðreisn lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að verja þau fyrirtæki sem eiga undir högg að sækja við núverandi aðstæður. Við höfum stutt þær góðu tillögur sem komið hafa frá ríkisstjórninni en jafnframt lýst yfir efasemdum um að þær séu nægilega öflugar til að tryggja að atvinnulífið geti veitt þá viðspyrnu sem þarf að þessum faraldri loknum. Í aðgerðum stjórnvalda þarf að taka sérstakt tillit til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, en þau standa mörg frammi fyrir óaftur- kræfu tjóni sé þeim ekki rétt líflína. Það skiptir gríðarlegu máli að ráðist verði í aðgerðir sem henta nýsköp- unar-, hugverka- og hátækniiðnað- inum og verja hann svo uppbygg- ingin geti haldið áfram eftir þessar hremmingar. Þetta er lykilatriði því eftir faraldurinn verðum við að geta byggt á fjölbreyttu atvinnu- lífi. Atvinnulífi sem byggir áfram á okkar hefðbundnu atvinnugrein- um; sjávarútvegi, landbúnaði, ferða- þjónustu og stóriðju en ekki síst atvinnulífi sem byggir á hugverka- og hátækniiðnaði og nýsköpun. Umhverfi nýsköpunar á Íslandi er brothætt þótt mörg jákvæð skref hafi verið stigin á síðustu árum. Þar þarf að bregðast hratt og örugglega við til að verja störf og halda sprot- unum á lífi. Fleiri leiðir en hlutabótaleiðin Hlutabótaleiðin er brýn og þörf aðgerð sem kemur til með að gagnast fjölmörgum fyrirtækjum, en verr þeim fyrirtækjum sem byggja framtíð sína á rannsóknar- og þróunarstarfi. Aukning á fram- lögum til nýsköpunarsjóða og hækkun á endurgreiðsluþaki og hlutfalli vegna rannsóknar- og þró- unarstarfs, eins og minnihlutinn á þingi hefur meðal annars lagt til, myndi gagnast slíkum fyrirtækjum mun betur. Þessum tillögum væri hægt að hrinda strax í framkvæmd en þær myndu gera nýsköpunarfyrir- tækjum kleift að halda áfram mikil- vægu rannsóknar- og þróunarstarfi og tryggja þannig að þau komi mun sterkari inn í viðspyrnu haustsins. Málið er brýnt og varðar framtíðar- þróun Íslands. Hugvitið og lausnir til framtíðar er það sem er hér í húfi. hvort sem um er að ræða lausnir til orkusparnaðar, rekjanleika mat- væla, netöryggis og brýnna heil- brigðislausna svo nokkur dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi hafnað tillögum okkar um aukna innspýtingu til nýsköpunar- og sprotaf y rirtækja þar f enginn að velkjast í vafa um að henni er umhugað um umhverfi nýsköpunar á Íslandi. Það er því ekki úr vegi að hvetja ríkisstjórnina til að halda uppteknum hætti og taka enn og aftur upp mál Viðreisnar og gera að sínum. Lykilatriðið er að tekin verði stærri og skarpari skref, samhliða hlutabótaleiðinni sem raunveru- lega nýtast nýsköpunar, hugverka- og hátækniiðnaðinum á Íslandi. Við í Viðreisn munum styðja ríkis- stjórnina til þess. Tíminn er naumur og hér þarf að gera meira en minna og jafnvel fara óhefðbundnar leiðir. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þá nauðsynlegu viðspyrnu sem íslenskt efnahagslíf og samfélag mun þurfa á að halda. Líflínu til sprotanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 7 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.