Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 10
SPORTIÐ Í KVÖLD ÞRI • MIÐ • FIM 20:00 #bestasætið FÓTBOLTI Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna á Englandi, segist vera undrandi á stöðugum árásum sem fótboltamenn þar í landi eru að verða fyrir – jafnvel frá heilbrigðisráðherra landsins. Enska úrvalsdeildin vill að leikmenn taki á sig 30 prósenta launalækkun út árið en leikmannasamtökin gáfu út yfirlýsingu um helgina sem slökkti fáa elda. Þar stóð að með því að lækka í launum myndu Bretar missa um 200 milljónir punda í skatt- greiðslur og það myndi ekki hjálpa fjársveltu heilbrigðiskerfi. Fyrirliðar liða í úrvalsdeildinni hittust á fjarfundi og spjölluðu svo saman í gegnum Wattsapp um það hvernig leikmenn gætu aðstoðað á þessum undarlegu tímum sem nú eru uppi. Viðræður milli deildar- innar, leikmannsamtakanna, sam- taka knattspyrnustjóra og fulltrúa liðanna munu verða í vikunni. Þar verður meðal annars rætt um laun, lok tímabilsins og ýmislegt f leira. Gordon Taylor sagði við Sky stöðina í gær að það væri ekki þann- ig að leikmenn vildu ekki aðstoða – þeir vildu einfaldlega vita hvert peningurinn þeirra færi. „Það eru margir erlendir leikmenn að spila í deildinni og margir þeirra vilja til dæmis aðstoða heilbrigðisyfirvöld í sínu heimalandi og setja peninginn til sinna vina og vandamanna sem eiga um sárt að binda.“ Taylor bætti við að honum hefði brugðið við orð heilbrigðisráð- herra sem skoraði á knattspyrnu- menn að taka á sig launalækkun. „Mér fannst merkilegt að hlusta á ráðherrann því hann er með nóg af vandræðum á sinni könnu.“ Bretar hafa fengið mikla gagnrýni á sig fyrir það hvernig landið tæklaði kórónavírusinn og yfirvöld hafa verið sökuð um að vera ekki nægi- lega undirbúin. Téður ráðherra hefur fengið megnið af gagnrýninni og fannst Taylor hann vera að reyna beina gagnrýninni annað. Launamál knattspyrnumanna er orðið að sjóðheitu máli í Bret- landi. Eftir að Bretar fóru í aðgerðir til að ná tökum á COVID-19 hafa vel launaðir fótboltamenn gert sig að athlægi með hegðun sinni. Nú síðast landsliðsbakvörðurinn Kyle Walker með því að bjóða vændis- konum í kynlífspartý. Áður hafði Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, farið í partý og hunsað tilmæli um að halda sig heima. Báðir höfðu hvatt fylgjendur sína á samfélags- miðlum til að vera ábyrgir í sinni hegðun og halda sig heima. Wal- ker reyndar hélt kynlífspartýið heima hjá sér. „Walker setur inn færslu og svo samdægurs fær hann til sín tvær fylgdarkonur til þess að djamma með sér og vinum sínum. Hversu kærulaus er hægt að vera? Þetta er dæmi um ógeðs- lega hræsni, lygilega sjálfselsku og fádæma kæruleysi,“ sagði Piers Morgan í morgunþætti sínum, Good Morning Britain. Eftir að heilbrigðisráðherra svar- aði spurningu blaðamanna um laun fótboltamanna hefur verið smjattað á ofurlaunum fótboltamanna og margir tekið undir með ráðherr- anum. Að fótboltamenn væru ekki að gera nóg, þó að það sé ekki alveg satt. Fjölmörg dæmi sanna að leik- menn hafa verið duglegir að láta til sín taka í hinum ýmsum góð- gerðarmálum og margir hafa látið gríðarlegar upphæðir til heilbrigðis- mála að undanförnu. Ekki skánaði ástandið þegar félög fóru að nýta sér úrræði enskra stjórnvalda um launagreiðslur starfsmanna. Eftir að Liverpool nýtti sér þetta úrræði má segja að enska þjóðin hafi nánast snúið bakinu við fótboltanum. Liverpool er á góðri leið með að sturta niður allri velgengni vetrar- ins, því spænska blaðið AS greindi frá því í gær að félagið hafi neitað að taka þátt í að endurgreiða stuðn- ingsmönnum sem neituðu að fara til Liverpool vegna hættunar á að smitast. Atletico greiddi 17 þúsund dali til 290 stuðningsmanna sem hættu við á síðustu stundu og bað Liverpool að taka þátt, sem sagði einfaldlega nei takk, samkvæmt AS. Enda tók Morgan félagið fyrir og sagði alls ekki fallega hluti um eigendur liðsins og þá sem stjórna. Manchester liðin, City og United, Leicester og Everton eru meðal liða sem ætla ekki að nýta sér úrræðin. Kallað hefur verið eftir því að lið sem nýta sér úrræði stjórnvalda fái ekki að kaupa leikmenn. Tay- lor benti einmitt á að þetta skref sem nokkur lið hafa nýtt sér sýni að það þurfi að hafa eftirlit með eigendunum. „Það er samhugur meðal leikmanna með þeim sem vinna hjá félögunum. Þetta er eitt- hvað sem þeir hugsa um. En vinnu- veitendur þeirra, félögin sem eru að nýta sér úrræðin, vilja að leikmenn borgi brúsann og það eru þeir ekki sáttir við.“ Kostnaðarvandamál hjá KSÍ Enska knattspyrnusambandið tilkynnti að þeir sem hafa hæstu launin þar á bænum munu taka á sig launalækkun. Allir sem þéna yfir 50 þúsund pund munu lækka í launum. Knattspyrnusamband Íslands gerði ráð fyrir tapi á árinu þegar áætlun fyrir árið 2020 var kynnt í Ólafsvík á upphafsdögum kórónafaraldursins. Þar er gert ráð fyrir 225 milljón króna launa- kostnaði og launatengdum gjöldum á skrifstofu og stjórnunarkostn- aði. Í ársskýrslu KSÍ kom fram að laun og bifreiðastyrkur til Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, námu um 17,4 milljónum króna og til Klöru Bjartmarz framkvæmda- stjóra um 15,8 milljónum króna. Enda bentu á ársþinginu tveir reyndustu fótboltaforkólfar lands- ins, Viðar Halldórsson frá FH og Haraldur Haraldsson frá Víkingi, á að vandamál KSÍ væri ekki tekju- vandamál heldur kostnaðarvanda- mál. benediktboas@frettabladid.is Leikmenn í Englandi undir smásjánni Leikmenn í Englandi vilja ekki taka á sig launalækkun því þeir treysta ekki eigendum liðanna. Þess í stað vilja þeir gefa sjálfir til líknarmála. Knattspyrnusamband Englands dregur saman seglin. Vandinn hjá KSÍ er kostnaður samkvæmt reyndum forkólfum. FIFA hefur slakað á klónni um að klára tímabilið innan ákveðins tímaramma. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta er dæmi um ógeðslega hræsni, lygilega sjálfselsku og fádæma kæruleysi. Piers Morgan um Kyle Walker 225 milljón króna launa- kostnaði og launatengdum gjöldum er gert ráð fyrir á skrifstofu KSÍ. Kostnaður- inn hækkar um sjö milljónir milli ára. KSÍ reiknar með taprekstri í ár. 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.