Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Er þá heil brú í því að efna til ófriðar og átaka á vinnu­ markaði? Brýnasta verkefni stjórnvalda er að styðja þetta fólk. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Það er ástæða til að hafa áhyggjur af dóm­greind þeirra forystumanna verka lýðsfélaga sem telja að til greina komi að segja upp lífskjarasamningunum standi ríkisstjórnin ekki við þær skuld bindingar sem hún undirgekkst við gerð samninganna. Af hálfu þeirra hefur komið fram að þó nú ríki far­ aldur um allar jarðir og tugir þúsunda manna séu á atvinnuleysisbótum hér á landi, ýmist að hluta eða öllu leyti, og atvinnulíf sé að mestu að engu orðið, verði enginn afsláttur gefinn af kröfunni um að rík­ is valdið standi við gefin loforð í tengslum við lífs­ kjarasamninga. Hótað er uppsögn og að látið verði sverfa til stáls verði launafólk skilið eftir eins og gerðist í hruninu, eins og það var orðað í fréttaþætti um helgina. Rúmt ár er nú síðan gengið var til samninga. Jafnvel þótt blikur væru á lofti þá, voru aðstæður allar aðrar en nú. Ríkissjóður er í þeim svifum að axla hundruð millj arða skuldbindingar til verndar afkomuöryggi fólks, ekki aðeins í ferðaþjónustu heldur nær öllum at­ vinnugreinum. Brúarlán og hlutabætur eru dæmi um það. Ekki er ósennilegt að úr ríkissjóði muni streyma 60 milljarðar í atvinnuleysis­ og hlutabætur á þessu ári og kannski meira. Þær bætur ganga beint til fólksins sem fyrir örfá um vikum var launamenn en hefur þurft að sæta skerð­ ingu á starfshlutfalli eða misst vinnu sína. Það er því í besta falli afvegaleiðandi að tala um að „skilja launafólk eftir“ við þessar aðstæður. Í saman­ burði við þær skuldbindingar sem ríkið tókst á hendur með lífskjarasamningum er fjárstraumurinn úr ríkis­ sjóði fram undan í þessu skyni, risavaxinn. Ríkissjóður er heldur ekki óþrjótandi né ótæmandi auðlind. Allir vita að fjárins er aflað með skattlagn­ ingu á fólk og fyrirtæki. Og allir ættu að sjá að nú þegar allar gáttir eru opnaðar, hefur innstreymi skatt tekna ríkisins nær horfið. Er þá heil brú í því að efna til ófriðar og átaka á vinnumarkaði? Það er rétt að gengið var út frá tilteknum forsendum við samningsgerðina fyrir ári. Þar var gert ráð fyrir hag vexti, vaxtalækkunum og efndum ríkisins og fyrir liggur að nokkuð er í land með að skuldbindingar rík isins teljist efndar, til dæmis hvað varðar átak á hús næðis markaði. Líklega voru þetta skynsamlegir samningar þá, en nú er öldin önnur og allt er breytt. Heilbrigðisváin mun brátt hörfa, ef fram fer sem horfir, en eftirköstin – ekki síst hin efnahagslegu – verða langvinn. Áhrifa á ríkissjóð mun gæta lengi vegna þeirra greiðslna og ráðstafana sem þurft hefur að grípa til og misseri líða þar til allt verður samt á ný. Allir verða fyrir búsifjum á þessum tímum og allir munu þurfa að axla sínar byrðar. Tal um svik í þessu sambandi er sem falskur tónn og erfitt að trúa því að það sé meining í þeim hótunum að segja upp samn­ ingum og kveikja ófriðarbál á vinnumarkaði. Orð hafa ábyrgð og vinsældakeppni og kappi um upphrópanir þarf að slá á frest. Upphrópanir Atvinnuleysi hefur rokið upp síðustu vikur og tugir þúsunda eru án atvinnu eða á hlutabótum. Í apríl er reiknað með 17 prósenta atvinnuleysi, sem er það mesta sem hefur mælst á Íslandi. Þótt bein áhrif faraldursins vegna sóttkvíar og ferða­ og samkomubanns séu tímabundin, mun áhrifa gæta mun lengur og snerta flestar atvinnugreinar. Nýjustu sviðsmyndir benda til hrikalegs samdráttar í ferðaþjónustu, einni fjölmennustu atvinnugrein á Íslandi. Áfallið mun því koma flestum heimilum illa með einum eða öðrum hætti. Í versta falli missir fólk atvinnu sína með tilheyrandi tekjufalli og óöryggi. Fólk sem naut síður góðæris undangenginna ára er berskjaldað gagnvart þessari krísu. Þar má nefna láglaunafólk, innflytjendur og námsmenn. Brýnasta verkefni stjórnvalda er að styðja þetta fólk. Líkt og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafa miðað að því að verja þau viðkvæmustu fyrir veirunni, verða efnahagsaðgerðir stjórnvalda líka að fela í sér vernd viðkvæmustu hópanna. Því mun Samfylkingin leggja fram þingsályktun sem felur í sér að grunnat­ vinnuleysisbætur hækki strax í takt við launaþróun, tímabundið afnám skerðinga og hækkun á hámarki tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta yfir sumartímann. Samhliða þessu þarf að hækka örorku­ og ellilífeyri til samræmis við lífskjarasamninga en Samfylkingin hefur lagt fram slíkt frumvarp á Alþingi. Þetta eru allt nauðsynleg skref til að styðja við tekjulægstu hópa samfélagsins og þau sem missa vinnuna en ekki síður til að verja heimili landsins og koma í veg fyrir að ójöfnuður og fátækt aukist frekar í kjölfar farald­ ursins. Samfylkingin leggur ríka áherslu á að tryggja velferð og öryggi fjölskyldna og heimila á þessum erf iðu tímum. Ekki má vanmeta þörfina á víðtækari aðgerðum í þágu fyrirtækja en það breytir ekki því að fyrst og fremst snýst ákallið nú um kraftmeiri aðgerðir fyrir fólkið. Við í Samfylkingunni munum ekki hika við að leggja fram fleiri slíkar tillögur og höldum áfram að þrýsta á ríkisstjórnina að gera hið sama. Til mikils að vinna Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Ástir á tímum kórónaveirunnar Það kom ögn á óvart að lesa í Sóttvarnafréttum að tilvikum kynsjúkdóma hefði síst fækkað að undanförnu. Reyndar væru tilvik algengra sjúkdóma af þessu tagi tíðari en um svipað leyti í fyrra, en þá var ekki í gildi samkomubann og enginn hafði heyrt um tveggja metra regluna. Þetta getur skýrst af tvennu. Annað hvort virðir ástleitið fólk ekki tilmæli sóttvarnayfirvalda um tvo metra á milli manna, eða fundist hafa nýjar leiðir fyrir fólk í samskiptum af þessum toga. Rannsóknarefni Hver sem er skýringin er þetta rannsóknarefni. Það mætti í leiðinni rannsaka áhrif biðraða. Alls staðar stendur fólk í röð, ekki hefðbundinni röð, heldur i strjálli röð með um það bil tveggja metra bili milli manna. Nú ganga menn ekki lengur ein- beittir inn í verslun eða þjón- ustufyrirtæki og sinna sínum erindum. Nú standa menn í röð úti á bílaplani eða tugametra langri röð við afgreiðslukassa stundarfjórðungum saman. Hver veit nema við þær aðstæður stofnist til kynna við næsta mann sem leitt geta til náinna samskipta. Í samkomubanni eru tækifæri fyrir einhleypa til að kynnast mun færri en annars og biðraðir því kannski kjörinn vettvangur á meðan á banninu stendur. 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.