Fréttablaðið - 20.04.2020, Side 11

Fréttablaðið - 20.04.2020, Side 11
En maður má sem sagt fara að huga að því að hitta fólk í einhverjum smáskömmtum og með öllum varrúðarráð- stöfunum einhvern tímann bráðum með vorinu. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Boost í skál ... Svooo gott! Allt fyrir boost skálina! Uppskrift á kronan.is Guðmundur Steingrímsson Í DAG Ég veit að það er auðvitað e k k i s k y n s a m l e g t að fagna of snemma — hvað þá faðma of snemma, sem get u r raunar almennt séð verið mjög neyðarlegt í öllum kringumstæðum — og enn er fyrir hendi sá möguleiki að allt fari hér norður og niður. Maður skyldi aldrei gera lítið úr því í lífinu að hlutir geti farið á versta veg, en þó finnst mér óhætt, með öllum mögulegum fyrirvörum að vera örlítið, smá, pínkuponsu, glaður yfir því hvernig hingað til hefur tekist að glíma við kórónaveiruna hér á landi. Ekki bara höfum við sóttvarnarlækni sem spilar á gítar, sem er alltaf kostur, heldur hefur þessu samfélagi tekist að feta vandratað einstigi frá degi til dags með vísindi, rök og hyggjuvit að leiðarljósi sem nú hefur skilað okkur á þann stað að við sjáum glitta í takmarkið, að minnsta kosti að sinni. Smitum fækkar. Skólar hefjast að mestu aftur bráðum. Engin faðmlög strax. Gæta varúðar. Þvo sér um hendur. En maður má sem sagt fara að huga að því að hitta fólk í einhverjum smáskömmtum og með öllum var úðar ráðstöfunum einhvern tímann bráðum með vorinu. Það er ágætt. Smá pirringur Þetta er ekki auðvelt. Margt sem maður ætlaði að gera skemmtilegt verður ekki gert. Maður syrgir plön sín. Fyrirtæki eru í köku. Allt er uppí loft, en það er sama. Þetta gengur vel, sem er ótrúlegt. Enn hefur ekki orðið hér meiriháttar ófriður um aðferðir og leiðir. Samsæriskenningasmiðir hafa ekki náð flugi. Beturvitringar hafa ekki náð vopnum sínum. Stjórnmálafólk hefur að mestu náð að halda ró sinni, þótt minniháttar skærur hafi orðið á Alþingi í síðustu viku. Oft er þingið eins og þjóðin og endurspeglar líðan hennar. Það er eðlilegt eftir margra vikna félagslegar hömlur og upplausn í öllum áætlunum, að það sjóði smá uppúr. Við hjónin áttum til dæmis fáránlegt rifrildi á fimmtudaginn í bílnum fyrir utan verslunina Þ. Þorgrímsson í Ármúla af öllum stöðum. Suddaveður. Grár hversdagsleiki. Félagsleg einangrun tekur toll. Losa þurfti. En svo varð allt gott. Ég er viss um það er líka þannig með þá Steingrím J. og Helga Hrafn. Þeir þurfa að rífast smá. Svo verður allt fínt og þeir halda áfram að elska hvor annan. Þannig að: Við megum prísa okkur sæl. Við erum að gera þetta vel. Þetta er allt á réttri leið, og þótt verkefnið sé gríðarlegt og áhrifin verði gríðarleg, að þá er margt sem bendir til að þessu samfélagi takist að komast í gegnum þetta brjálæði þannig að við getum verið stolt af. Annar veruleiki Ástæðan fyrir því að mér finnst mikilvægt að færa það til bókar, að mögulega séum við sem sam­ félag nokkuð heppin, er ekki síst sú að með vissri hugarleikfimi er í leiðinni hægt að komast að nokkuð áreiðanlegri niðurstöðu um það hvað maður myndi, til saman­ burðar, alls ekki vilja að væri núna að gerast hér á landi. Dæmin í kring­ um okkur, frá öðrum löndum sem virðast ekki vera jafn samfélagslega heppin, geta fært okkur mikinn lær­ dóm og hjálpað okkur að skilgreina hvað við viljum ekki að gerist hér, hvorki núna né í framtíðinni. Áleitin spurning hvað þetta varð­ ar er þessi: Hvernig myndi okkur líða hér, ef við værum að glíma við það sama og Bandaríkjamenn eru að glíma við um þessar mundir? Hvað ef við hefðum svona náunga eins og Donald Trump standandi í stafni hér? Hvernig væri sálar­ ástand okkar sem þjóðar? Ef einhver svona gaur væri forsætisráðherra. Spáum í það. Ef sá gaur liti svo á að hann ætti að stjórna upplýsingafundunum okkar klukkan tvö og að Þórólfur, Alma og Víðir ættu að standa til hliðar, á bak við hann og þegja. Að hann notaði fundina til þess að rífast við blaðamenn. Til að auglýsa sjálfan sig með áróðursmyndböndum. Til að gera lítið úr vísindum. Til að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um ófarir eigin þjóðar. Til að kenna Kínverjum um og blása til ófriðar milli ríkja. Hvernig liði okkur ef stuðningsmenn þessa gaurs myndu blása til mótmæla gegn samkomu­ banni með hrópum og köllum, og að þessi gaur í sínum Twitterfærslum myndi styðja þau mótmæli og hvetja til þeirra? Hvernig liði okkur ef einhvers konar Bolsonaro væri leiðtogi hér, sem myndi nota hvert tækifæri til að gera lítið úr veirunni og segja hana bara kvef, þrátt fyrir dauðs­ föll í massavís? Líklega væri allt klikkað. Og sem sagt: Kannski gleðst maður yfir litlu þessa dagana, en mér finnst ástæða til að gleðjast yfir þessu. Hér er ekki allt klikkað. Munum þá tilfinningu. Heppin við S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.