Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI Það hefur verið lítið af
góðum fréttum frá ítalska boltan
um að undanförnu. Landið hefur
farið illa út úr COVID19 og ekki er
að sjá að deildin fari af stað í bráð. En
samkvæmt ítölskum miðl um hefur
Gigi Buffon ákveðið að framlengja
feril sinn um eitt ár hið minnsta og
samþykkt fram leng ingu á samningi
sínum við Juv ent us. Buffon hefur alls
staðið í rammanum ellefu sinnum
á þessu tímabili með Juventus en
hann snéri aftur heim til Tórínó
síðasta sumar eftir ársdvöl hjá PSG.
Buffon hefur alltaf vantað að vinna
Meistaradeildina en hann hefur
unnið allt annað. Hann gerir sér
eflaust vonir um að vinna þá deild
á næsta ári til að nánast fullkomna
feril inn. Hann verður 43 ára þegar
samn ing urinn rennur út.
Buffon byrjaði hjá Parma og spil
aði sinn fyrsta leik 19. nóvember árið
1995 í 00 jafntefli gegn AC Milan.
Hann var 17 ára og það er alveg hægt
að segja að hann hafi slegið í gegn í
þessum fyrsta leik því hann varði
eftirminnilega frá bæði George
Weah og Roberto Baggio. Tveimur
árum síðar varði hann vítaspyrnu
frá Ronaldo sem þá var í Inter og
1999 vann Parma UEFA bikarinn.
Sama ár varð liðið bikarmeistari. Í
góðri grein á fótbolta.net, Ostur og
fótbolti: Ris og fall Parma: 1990
2003, kemur fram að þetta hafi verið
besta tíma bil Parma. Liðið hafði
aðeins verið níu ár í deild þeirra
bestu en árang urinn var byggður á
sandi og félagið þurfti að selja alla
sína bestu leikmenn til að eiga fyrir
skuldum. Meðal annars Buffon til
Juventus árið 2001.
Þar sýndi hann og sannaði að
hann var einn besti, ef ekki sá besti,
í rammanum. Juventus vann Seríu
A og komst í úrslitaleikinn gegn
AC Milan í Meistaradeildinni árið
2003. Þar varði hann tvær spyrnur
en Juventus tapaði engu að síður.
Þegar félagið var svo dæmt niður
um deild ákvað Buffon að vera
áfram. Juventus þakkaði honum
fyrir árið 2006 með því að birta
heilsíðu auglýsingu í þremur stærstu
íþróttablöðum landsins. Árið 2011
tók Antonio Conte við liðinu og gerði
það aftur að stórveldi. Félagið vann
þrjá titla í röð, einu sinni án þess að
tapa leik og sá þriðji kom með flest
stig í sögu Seríu A, 102 hvorki fleiri
né færri. Þegar Massimo Allegri kom
á hliðarlínu Juventus fór liðið í úrslit
Meistaradeildarinnar árið 2015
en tapaði fyrir Barcelona. Buffon
varði stórkostlega frá Dani Alves í
leiknum.
Buffon var þó ekkert að hægja á sér
og árið 2016, þegar hann var 38 ára,
bætti hann 22 ára gamalt met með
því að halda marki Juventus hreinu
í 974 mínútur í deildinni. Ári síðar
fór liðið enn á ný í úrslita leikinn í
Meistaradeildinni og tap aði nú fyrir
Real Madrid. Buffon hefur sem sagt
þrisvar sinnum farið í úrslitaleikinn
en ekki enn lyft bikarnum með stóru
eyrun. Hann deilir meti ásamt Paolo
Mont ero sem fór einnig þrisvar í
úrslita leikinn.
Það hafa fjölmargir leikmenn
byrj að og hætt eftir að Buffon byrj
aði að spila árið 1995. Petr Cech er
einn af þeim. Þegar Cech spilaði
sinn fyrsta leik fyrir Chmel Blsany
í Tékklandi árið 1999 var Buffon
búinn að spila um 100 leiki í Seríu
A. Buffon hafði mikið dálæti á
Cech sem markverði. Sagði eitt
sinn að Pepe Reina væri besti
markvörðurinn með fótunum,
Manuel Neuer væri bestur í loftinu,
Iker Casillas væri bestur með
höndunum en Cech væri engu að
síður bestur.
Íþróttir eru Buffon í blóð bornar.
María móðir hans átti landsmetið í
kringlukasti í 17 ár og faðir hans var
unglingameistari í spjótkasti og lyfti
lóðum sem óður maður. Systur hans
spiluðu blak og varð Guendalina
Evrópumeistari fyrir Matera blak
liðið. Báðar spiluðu landsleiki fyr ir
Ítalíu. Þá var Lorenzo Buffon, fyrr
um markvörður AC Milan og Ítalíu,
frændi hans. Hann fór þó ekki strax í
markið. Hann var á miðjunni í ungl
inga liði Parma en færði í sig í markið
eftir að hafa fengið dálæti á Thomas
N´Kono sem spilaði með Espanyol.
Sonur hans heitir einmitt Louis
Thomas eftir kappanum. Hann á
annan son sem heitir David Lee
sem eins og flestir vita var söngvari
Van Halen. Buffon var giftur hinni
tékknesku Alenu Seredova en þau
skildu árið 2014. Í dag er hann í sam
bandi við Ilara D´Amico sem vinn
ur í ítalska sjónvarpinu. Þau eiga
Leópold Matthia saman.
Buffon grínaðist einu sinni með að
hann myndi spila þangað til hann
væri orðinn sextugur. Hann hefur
spilað með ógrynni leikmanna og
er nú svo komið að hann er farinn að
spila við börn fyrrum félaga sinna.
Þannig stökk hann til í febrúar,
skömmu fyrir lokun landsins, í
bikarleik gegn AC Milan og hljóp til
Daniel Maldini, sem eins og nafnið
bendir til er sonur Paulo Maldini.
„Ég bætti þess ari við safnið mitt.
Ég á treyjur frá Chiesa feðgunum,
Thuram feðg un um, Weah feðgunum
og núna Maldini feðgunum."
Buf fon varð heimsmeistari
árið 2006 þó sætið hans fyrir þá
keppni hafi verið sjóðheitt enda var
Calciopoli skandallinn þá í gangi.
Buffon var meira að segja sakaður
um að veðja ólöglega á leiki. Hann
var hreinsaður af öllum grun í
desember 2006. Á HM 2006 fékk
hann á sig tvö mörk. Sjálfsmark og úr
vítaspyrnu. Hann varði oft ótrúlega
í keppninni, meðal annars gegn
Lukas Podolski og Zinedine Zidane
í úrslitaleiknum. Hann byrj aði að
spila með Ítalíu 1997 og lék alls 176
landsleiki. Hann spilaði á fimm HM
og er einn af þremur leikmönnum
sem hafa gert það. Hinir eru Antonio
Carbajal og Lothar Matthaus.
Buffon hefur alltaf verið mikill
mann vinur og er þekktur fyrir góð
verk sín utan vallar. Hann er einn af
talsmönnum Respect Diver sity hjá
UEFA og í október 2019 var hann
útnefndur sendiherra hjá Sam
ein uðu þjóðunum. Í COVID19
faraldrinum sem hefur leikið fót
bolta heiminn grátt sem og heiminn
allan er gott að fá að geta séð Buffon
eitt ár til viðbótar. „Ástæðan fyrir því
að ég held áfram að spila er sú að ég
get gefið mér sjálfum, liðsfélögunum
og félaginu margar fallegar minn
ingar, sem er þess virði að lifa
fyrir," sagði kappinn fyrir skömmu.
benediktboas@frettabladid.is
Eitt ár í viðbót
hjá Buffon
Gigi Buffon ku hafa framlengt samning sinn við
Juventus. Þessi 42 ára markvörður hefur unnið allt
sem hægt er að vinna, nema Meistaradeildina.
HETJA HELGARINNAR
Gianluigi Buffon
Er fæddur 28. janúar 1978 í Carrara í
Toskana. Öll hans fjölskylda var í íþróttum
og sé frænd- og frænkugarðurinn skoðaður
má finna ansi marga landsliðsmenn í hinum
ýmsu íþróttum. Hann var einu sinni forseti
Carrarese liðsins frá fæðingarborginni.
Liðið spilar í C-deildinni á Ítalíu. Buffon
hefur unnið 21 bikar á ferlinum, þar af Seríu
A átta sinnum. Hann spilaði fimm sinnum á
HM og fjórum sinnum á EM.
Buffon spilaði sinn
1000. keppnisleik
þegar hann stóð á milli
stanganna í marki Ítala
gegn Albaníu árið 2017.
Hann bætti síðan
leikjamet Paolo Mal-
dini í Seríu A í desemb-
er síðastliðnum.
Þegar við
hittumst
spjöllum við lengi
saman. Það er vinátta
sem varð til á löngum
tíma. Hann hjálpaði
mörgum ungum
markmönnum, þar á
meðal mér.
Iker Cassillas
2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT