Fréttablaðið - 20.04.2020, Síða 35
BÍTIÐ
HEIMIR OG GULLI VAKNA Í MORGUNSÁRIÐ Á BYLGJUNNI, STÖÐ 2 VÍSIR OG VÍSIR.IS
ALLA VIRKA MORGNA MILLI KL. 06:50 OG 10:00
BÆKUR
Georg og magnaða mixtúran
BFG
Höfundur: Roald Dahl
Þýðandi: Sólveig Sif
Hreiðarsdóttir
Útgefandi: Kver
Bókaforlagið Kver hefur endur
útgef ið tvær bækur eftir hinn
snjalla rithöfund Roald Dahl, með
myndum eftir Quentin Blake.
Mynd irnar eru óaðskiljanlegur
hluti af textanum, eins og allir þeir
f jölmörgu sem dá barnabækur
Dahls vita mætavel.
Georg og magnaða mixtúran
fjallar um átta ára dreng sem á
skelfilega ömmu, hún er illgjörn,
orðljót og frek. Börn eiga því ekki
að venjast að ömmur kalli þau
eigingjarnt svín, en það gerir þessi
amma óhikað. Georg litli býr til
mixtúru sem á að lækna ömmuna
en það tekst ekki, í staðinn stækkar
hún ískyggilega mikið. En hún er
ekki það eina sem stækkar í þess
ari sögu.
Þetta er stutt, snjöll og fyndin
saga með hæfilega miklum hryll
ingi. Amman er slæg og sýnir Georg
einungis grimmd þegar foreldrarnir
eru ekki viðstaddir. Hann er eitt af
fjölmörgum börnum í sögum Dahls
sem verða sjálf að grípa í taumana í
samskiptum við fullorðnar mann
eskjur. Fúkyrðaf laumurinn sem
amman lætur út úr sér hlýtur að
hrella unga lesendur og þegar hún
hverfur úr sögunni hlýtur þeim að
vera létt. Þar er um að ræða makleg
málagjöld.
BFG er saga um munaðarleys
ingjann Soffíu sem góður risi rænir
og fer með í helli sinn. Þar eru fyrir
mannæturisar og risinn góði og
Soffía ákveða að leita liðsinnis
Bretadrottningar í tilraun til að
stöðva mannátið.
Bókin byggir mjög á alls kyns
orðaleikjum. Þar reynir mjög á
þýð andann sem leysir verk sitt af
prýði. Alls kyns skilaboð og boð
skapur leyn ast í sögunni, til dæmis
um grimmd mannanna sem drepa
hver annan. Dahl bar mikla virð
ingu fyrir börnum og hvatti þau
ætíð til bóklesturs og taldi að það
væri þeim hollt
að lesa upp fyr
ir sig. Það er
því örugglega
eng in tilviljun
að risinn góði
hef ur lært að
tala, þótt hann
tali undarlega,
af því að lesa
Nikulás Nickle
by eftir Charles
Dickens.
Bókin er ansi
hrollvekjandi,
góði risinn er
sjö metrar, þeir
vondu helmingi
hærri og borða
b æ ð i b ö r n
og f u l l orðna
með góðri lyst.
Um l e i ð e r
sagan eink ar
s k e m m t i l e g .
Dahl kunni, eins og aðdáendur
hans vita, fjarska vel að blanda
saman skemmt un og hryllingi.
Ekki skrýtið að bækur hans hafa
verið í stöðugri endurprentun víða
um heim.
Það er mikið fagnaðarefni að fá
þessar bækur aftur á markað. Þær
munu ekki bara gleðja þá lesendur
sem eru ungir að árum heldur einn
ig alla þá fullorðnu sem hafa verið
svo lánsamir að varðveita barnið í
sjálfum sér.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Tveir gullmolar frá Roald
Dahl gleðja og kæta en eru um leið
spennuþrungnir. Teikningar Quentin
Blake eru dásemd.
Tveir gullmolar
Eirdís Ragnarsdóttir kom í stutta heimsókn til Tókýó í febrúarbyrjun en þegar
COVIDfaraldurinn skall á með
fullum þunga lokaðist hún inni
í borginni. Hún lét samt hvergi
deigan síga og notaði tímann til
að mála og teikna, fann gallerí
á besta stað í miðborg Tókýó
og setti þar upp sýningu, Vegna
nálgunarlokunar í Tókýó mæta fáir
í eigin persónu inn í sýningarrýmið
en þeir sem eiga leið fram hjá geta
skoðað verkin í gegnum gluggana
sem eru stórir. Ef þeir banka upp á
eru þeir líka velkomnir inn ef þeir
eru með andlitsgrímu og virða
persónulega fjarlægð á sýningunni.
Vegna þessa sérstaka ástands
hefur listamaðurinn líka sett verkin
á netið þar sem fólk getur skoðað
þau. Vefsíða Eirdísar er: www.
eirdis.com
Heldur sýningu í
miðborg Tókýó
Verk á sýningunni í Tokyo.
Roald Dahl er örugglega í hópi ástsælustu barnabókahöfunda sögunnar.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M Á N U D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0