Feykir


Feykir - 22.02.2017, Page 1

Feykir - 22.02.2017, Page 1
08 TBL 22. febrúar 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–7 BLS. 9 Opinn dagur í Blönduskóla Árshátíðin stendur alltaf fyrir sínu BLS. 10 Jón Daníel Jónsson kynnir íslenskan mat í fyrrum Sovét Telur að Rúss- landsmarkaður opnist fyrr en varir Axel Kárason segir frá degi í lífi brottflutts „Danir eru með þann ljóta ósið að taka bara hálftíma í mat“ Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda. Þannig fór að Einar Örn Gunnarsson bar sigur úr býtum í keppninni með Bon Jovi slagarann, Bed of Roses. Í öðru sæti endaði Ásbjörn Waage með Kiss-lagið Strutter og í þriðja sæti urðu flytjendurnir Malen Áskelsdóttir og Bjarkey Birta Gissurardóttir með lagið Russian Roulette sem hin barbadóska Rihanna samdi. Dómarar voru þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sólveig Fjólmundsdóttir og Kristján Valgarðsson og segir á fnv.is að þau hafi séð ástæðu til að veita viðurkenningu utan hefð- bundinna verðlauna fyrir listamann kvöldsins. Þann heiður hlaut Hákon Magnússon Hjaltalín fyrir flutning sinn á laginu Working Class Hero. Kynnar kvöldsins voru þær Matthildur Kemp Guðnadóttir og Elín Sveinsdóttir og stjórnuðu dagskránni með stakri prýði og héldu áhorfendum við efnið á milli atriða. /PF Sigurvegari kvöldsins, Einar Örn Gunnarsson. MYND: ÞORKELL V. ÞORSTEINSSON Söngkeppni FNV Einar Örn söng til sigurs Uppbyggingarsjóður og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarverkefna. Fimmtudaginn 16. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila, alls að upphæð tæpar 56,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til Uppbyggingarsjóður Tæpar 66 milljónir í styrki þriggja aðila, samtals að upphæð 9,4 millj. kr. Hæsta styrkinn hlaut Garðyrkjus- töðin Laugarmýri 4.000.000 kr. (f.h. óstofnaðs félags): Samrækt á Laugar- mýri, þá Iceprotein: Þorskbein sem fæðubót 3.800.000 kr., Magnús Barð- dal (f.h. óstofnaðs félags): Heimili lundans 3.700.000 kr. og 2.700.000 kr. komu í hlut Selaseturs Íslands: Tvö verkefni a) Stofn- og rekstrarstyrkur b) Undirbúningur að gerð heimilda- myndar um selveiðar á Vatnsnesi. /FE Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.