Feykir - 22.02.2017, Síða 4
Kristín Helgadóttirr Aðalgötu 17 á Sauðárkróki skrifar
Minning Freyju
Mig minnir að Sigga mín hafi eignast
Freyju fljótlega eftir að hún flutti
heim frá Hamborg (mest mín vegna).
Hún hafði þá keypt gamla húsið sem
við Magnús áttum og bjuggum í í 20
ár, Skógargata 5b. Seldum 1968 er
við fluttum til Ástralíu. Hún þá 5 ára
og er ég sagði henni eitt sinn er hún
kom heim í frí að þetta hús væri
til sölu agði hún; þarna eru ræturnar,
sendi inn tilboð og fékk húsið. Flutti
svo heim og fór að gera við ýmislegt.
Sagði svo eitt sinn, mamma ég ætla
að fá mér hund, er það ekki í lagi?
Auðvitað svaraði ég.
Vissum báðar að ég fengi mitt hlutverk
með þetta dýr. Fréttum svo af Freyju, þá
nefnd Rósa. Falleg lítil tík sem hafði
verið ein í goti og því alls óvön að deila
nokkru með öðrum.
Það kom strax í ljós að hún var
óvenjulegur hundur. Hún til dæmis át
afar hægt alla tíð, lyfti fæðunni upp í sig
með tungunni og tuggði hægt. Slefaði
aldrei sníkti sjaldan og skildi oft eftir
mat. Át ekki af græðgi. Varð náttúrulega
dekurdýr og leyfði sér matvendni. Sigga
kom með hana til mín er hún fór í
vinnuna og þær báðar í morgunmat.
Setti ég þá púða undir Freyju á eldhússtól
og leyfði henni að sitja til borðs með
okkur, oft mjög gaman. Hún varð
kannski aldrei mjög vel öguð. Sjálfstæð,
orkumikil, afar fljót að hlaupa og naut
þess að eltast við fé og smala því saman í
hóp. Hefði orðið frábær fjárhundur í
sveit með réttri þjálfun.
Ég hef alltaf haft mikið yndi af
berjatínslu og tók Freyju oft með. Kári
Steins, líka sjúkur í berjatínslu, tók
okkur oft með. Eitt sinn fórum við í
melana nyrst í Tungulandi út undir
rétt, Freyja var með – átti bara að vera í
bílnum. Kári þurfti að sækja eitthvað
og missti hana út. Hún á harða sprett
og burt í fé bræðra minna sem var í
girðingu á Tungukoti. Ég brá við og elti
Freyju. Er ég kom á vettvang var kella
búin að elta hópinn marga hringi á
túninu. Ég náttúrlega að skamma hana
og skipa að stansa, þá rak hún í horn á
girðingunni og lagðist svo niður í
varnarstöðu. Ég náttúrlega tók hana og
skammaði eitthvað. En það var erfitt,
hún var svo ánægð og greinilega stolt
af sjálfri sér. Bræðurnir sáu eflaust ekki
aðfarirnar, a.m.k. var þetta aldrei til
umræðu.
Annað sinn missti ég hana frá mér í
Skógarhlíðinni, vorum hætt að tína og
ég að leysa hana frá tré er ég batt hana
við. Kella tók á rás og hvarf út í
Sauðárgil. Við ókum þar úteftir en það
var eins og jörðin
hefði gleypt tíkar-
skömmina. Við
leituðum talsvert
en ég reiknaði svo
með því að hún
hefði hlaupið heim.
Sem reyndist ekki
rétt. Komið myrk-
ur, Amanda frænka
okkar sem var í
heimsókn frá
Kanada heimtaði
að fara og leita.
Hún var svo hrifin
af Freyju. Sú leit bar engan árangur, olli
mér bara áhyggjum af Amöndu, sem
var ókunnug og þar að auki fötluð. Alla
vega, snemma um morguninn eftir
lögðum við Kári upp, fórum beint fram
að Áshildarholtsgirðingu þar sem við
tíndum daginn áður. Og viti menn,
neðar með girðingunni var Freyja, stóð
fast upp við staur – hafði byrjað á að
festa tauminn í girðingunni farið svo í
gegn fram og aftur og kring um
staurinn þar til hún var blýföst. Þar var
mikill fagnaðarfundur hjá okkur
báðum.
Mörg fleiri ævintýr áttum við Freyja
saman. Hún kippti mér tvisvar af
hjólinu mínu úti á miðri götu. Og
beinbrot hlaut ég með hana en henni
fyrirgafst allt. Hún mátti aldrei heyra
eða sjá annan hund, þá tók hún
viðbragð. Gelti og reifst. Hún var oft
bundin við tröppurnar á húsi nr. 17 við
Aðalgötu. Lét alltaf í sér heyra ef
hundar fóru hjá hvort sem var í bíl eða
gangandi með eigendum. Ég held að
henni hafi fundist hún eiga og vilja
stjórna gamla útbænum.
Eitt enn óvenjulegt við Freyju; hún
eignaðist aldrei hvolpa. Var þó aldrei
gerð ófrjó. Við gerðum fjórum sinnum
tilraun er hún var á lóðaríi. Fengum sinn
hvern hundinn í hvert skipti, lokuðum
þau af í mínum bakgarði. Hún var lífleg
og kát – lék sér dátt heilu dagana. En ef
þeir ætluðu að fara að ná á hana beit hún
þá frá sér. Fóru þeir flestir með lafandi
skott af hennar fundi.
Hún veiktist svo hastarlega fyrir
nokkrum árum, greindist með æxli í
legi og var það fjarlægt og virtist hún ná
sér vel eftir þá aðgerð. En nú eftir þriðju
árás af nágrannahundum var hún það
mikið slösuð að um ekkert var að ræða
annað en að gefa henni líknarsprautu.
Hún líka að verða 13 ára.
Við mæðgur í sjokki og sárri sorg.
Munum sakna hennar mikið, en eigum
margar skemmtilegar minningar.
Kæru dýravinir og gæludýraeigendur.
Það fylgir því mikil ábyrgð og vinna að
eiga gæludýr. Ekki nóg að gefa þeim að
éta á réttum tíma, þau þurfa félagskap,
útivist, hreyfingu en umfram allt blíðar
gælur og að talað sé við þau. Munum að
þau hafa sál og tilfinningar rétt eins og
við mannfólkið.
AÐSENT
Verkfalli sjómanna aflýst
Sjómenn samþykktu naumlega
Sjómannaverkfalli, sem staðið hafði í
rúmar fimm vikur, lauk sl. sunnudag
eftir að sjómenn höfðu samþykkt
nýgerðan kjarasamning með naumum
meirihluta atkvæða eða 52,4%. Á
kjörskrá voru 2.214 en 1.189 þeirra
tóku þátt, 623 samþykktu samninginn
eða 53,7%. 558 sögðu nei eða 46,9%,
auð og ógild atkvæði voru 8 eða 0,7%.
Talningu atkvæða lauk um kl. 21:00 á
sunnudagskvöld og verkfalli sjómanna
og verkbanni útgerðarmanna því af-
lýst í kjölfarið og stuttu síðar voru
landfestar leystar á fyrstu skipunum
sem héldu til veiða á ný. Togarar Fisk
Seafood, Málmey og Klakkur, héldu á
miðin um 10 leytið um kvöldið og
Arnar sigldi til hafs daginn eftir.
Feykir forvitnaðist um það hjá
nokkrum sjómönnum hvernig þeim
hugnaðist nýi samningurinn og var
hljóðið þungt í þeim og enginn sáttur.
Rúnar Kristjánsson
Inn á vogi öldur kvika,
allt er sumarfegurð prýtt.
Sólskinsleiftur líða og blika,
logn er nú og veður blítt.
Annar svipur var þann vetur
vogi og sjó og landi á,
þegar bóndinn Barna-Pétur
boðaföllin hæstu sá.
Hér í stórsjó bana beið hann,
bátnum hvolfdi í lendingu.
Þjáningar og þrautir leið hann,
það fór svo að endingu.
Eftir stóð þá ekkjan Þóra,
átta börn og flest þá smá.
Bágt var í þann bakka að klóra,
baslið þar ég harðast sá.
Hví skal sögu sára þylja,
samtíð skilur ekki neitt.
Við þær rúnir vil ég skilja,
verður þar ei neinu breytt.
Inn á vogi öldur kvika,
allt er sumarfegurð prýtt.
Samt er erfitt sumt að strika
sinni úr og kveða nýtt.
Staðið hjá vogi
„Ég er ekki sáttur,“ sagði einn sem
vildi ekki koma fram undir nafni
„Allur þessi tími og fá eitthvað sem er
sjálfsagður hlutur. Vinnufatnaður og
frítt fæði.“ Annar sagðist vera með
óbragð í munni. /PF
Skip voru tilbúin til að halda til veiða þegar verkfallið leystist en ís var lestaður sl. föstudag í Klakkinn.
MYND: PF
4 08/2017