Feykir - 01.03.2017, Page 7
almennilegan kúrs í þessu í
Árósum. Þar var bæði farið í
almenna listasögu og trúarlega
list. Þetta var mjög skemmtileg
reynsla,“ segir hann.
Til Taílands í tilefni
af sextugsafmælinu
Þann 5. janúar síðastliðinn varð
Gísli sextugur. „Þuríður og
fleiri ákváðu að halda veislu,
sem ég vissi ekkert um. Svo var
ég gabbaður inn í hana,
grunlaus,“ útskýrir Gísli. Veisl-
an var haldin á Löngumýri á
annan í jólum og þangað kom
fjöldi vina og vandamanna. „Í
einhverjar vikur vissu þetta allir
hérna nema ég og ég fór nú að
hugsa um að það væri sennilega
ýmislegt að gerast í sveitinni
sem ég hefði ekki hugmynd
um,“ segir Gísli kankvís. „En
þetta tókst mjög vel og var
mjög gaman.“
Í tilefni af afmæli Gísla fóru
þau hjónin svo, ásamt vinafólki
sínu, í 30 daga ferðalag til
Taílands. Á heimleiðinni höfðu
þau þriggja daga viðdvöl í
Brighton. Þau segjast hafa verið
nokkuð dugleg að ferðast
gegnum tíðina og hafa ánægju
af því. Meðal annars hafi þau
farið með Karlakórnum Heimi
til Ísraels og Egyptalands og
með kirkjukórnum til Luxem-
borgar og Kanada. Einnig til
Edinborgar með kirkjukór
Sauðárkrókskirkju. „Þetta hafa
verið góðar ferðir, með
kórunum,“ segja þau. Gísli
segist einnig hafa farið á
heimssýninguna í Kína fyrir
nokkrum árum, sem hafi verið
hin skemmtilegasta ferð og eitt
sinn fóru þau til Finnlands og
Rússlands.
Talið berst að kirkjukór
Glaumbæjarprestakalls, en
Þuríður var nýlega komin í
Glaumbæ þegar Jón Björnsson,
þáverandi söngstjóri, dreif hana
í kórinn. Hefur hún sungið
með kórnum síðan, m.a. sungið
einsöng. Hún færir blaðamanni
tvo geisladiska sem kórinn
hefur gefið út og Gísli segir hafa
hlotið góða dóma. „Söngurinn
hefur fylgt mér alveg frá
barnæsku. Foreldrar mínir
sungu bæði í kirkjukór. Ég
byrjaði að sitja á loftinu í
messum og svo var maður
farinn að syngja með, þannig
að ég þekki ekkert annað.“ Hún
segist einnig hafa sungið með
Rökkurkórnum og Skagfirska
kammerkórnum og um tíma í
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju,
meðan þau bjuggu á Króknum.
Einnig hafi hún fengið að
syngja með kirkjukór Barðs-
kirkju, meðan Gísli þjónaði
Fljótamönnum.
Gísli þjónaði Barðspresta-
kalli í Fljótum um ellefu ára
skeið, á árunum 1985-1996.
„Ég hafði mjög gaman af því að
hafa Fljótin með. Ég kynntist
vel Fljótafólki og hefði ekki
viljað missa af því,“ segir Gísli
um þennan tíma. „Á þeim
árum var mikið um að vera,
mikið af ungu fólki, m.a. við
laxeldið og virkjunina, og mörg
fermingarbörn og krakkar í
sveitinni,“ bætir hann við. Gísli
sinnti einnig aukaþjónustu í
Miklabæjarprestakalli árin
1984-1985. En að öllu jöfnu eru
það Glaumbæjarkirkja, Reyni-
staðarkirkja, Víðimýrarkirkja,
Rípurkirkja í Hegranesi og
Langamýri sem heyra undir
Glaumbæjarprestakall.
Aðspurður segir Gísli starfið
ekki hafa breyst mikið á þeim
árum sem hann hefur verið í
embætti. „Nema hvað, nú er ég
eini karlpresturinn í Skagafirði.
Ég held að menn finni kannski
meiri breytingar í borginni en í
sveitinni finnst mér þetta allt
ósköp svipað. Hér er ágætis
messusókn og mikið starf í
kringum kórinn. Við erum
mjög heppin með bæði organ-
ista og söngfólk. Svo erum við
svo heppin að vera með Löngu-
mýri hérna í prestakallinu, sem
er starfsmiðstöð kirkjunnar.
Þar fer fram hið eiginlega
safnaðarstarf, fyrir utan mess-
urnar.“
Gísli hefur verið formaður
Löngumýrarnefndar um langt
skeið og segir þá uppbyggingu
sem þar hafi átt sér stað
ánægjulega. „Ég er mjög stoltur
af starfinu sem þar er,“ segir
hann. Á Löngumýri hafa m.a.
verið sumarbúðir fyrir fatlaða í
samstarfi við RKÍ. Þá hafa
vinsældir orlofsdvalar fyrir
eldri borgara aukist mikið og
margir hópar á sumri sem
koma í slíka dvöl. Einnig hefur
verið boðið upp á samveru fyrir
ekkjur og ekkla, fyrir krabba-
meinssjúka, sykursjúk börn og
fleira. Á veturna er svo kirkju-
skólinn vikulega og starf tengt
fermingarfræðslu. Einnig er
mikið um sauma- og prjóna-
helgar, fundi og ráðstefnur,
ýmsar veislur og svo mætti
lengi telja.
Meðfram embætti sínu
hefur Gísli gegnt ýmsum
félagsstörfum í gegnum tíðina.
Hann var stundakennari við
Varmahlíðarskóla í tvö ár og
formaður skólanefndar skólans
í tólf ár. Þá var hann formaður
Rauðakrossdeildar Skagafjarð-
ar 1984-1998 og í héraðsnefnd
Skagafjarðarprófastdæmis
1987-1994. Einnig átti Gísli
sæti í Æskulýðsnefnd þjóð-
kirkjunnar um fimm ára skeið
og í fermingarstarfanefnd
Þjóðkirkjunnar í fjögur ár.
Jafnframt var hann í stjórn
Prestafélags Íslands í fjögur ár,
þar af þrjú sem varaformaður.
Gísli hefur einnig komið mikið
að félagsmálum í héraði. Hann
sat í barnaverndarnefnd Skaga-
fjarðar í fjögur ár og jafn lengi
gegndi hann formennsku í
byggðasafnsnefnd. Þá hefur
hann verið í stjórn Prestafélags
hins forna Hólastiftis frá 1993.
Eitt ár sat hann í stjórn Fisk-
iðjunnar Skagfirðings og
gegndi lengi formennsku í út-
gáfunefnd Byggðasögu Skaga-
fjarðar. Þá var hann formaður
skólanefndar FNV í fjórtán ár
og var í stjórn Trygginga-
stofnunar árin 2004-2007.
Eftir sameiningu sveitarfél-
aganna í Skagafirði árið 1998
sat Gísli tvö kjörtímabil í
sveitarstjórn. Var hann oddviti
sjálfstæðismanna og forseti
sveitarstjórnar mest allan
tímann, formaður byggðaráðs
seinna kjörtímabilið og gegndi
ýmsum nefndar- og trúnaðar-
störfum á þeim vettvangi. Í dag
segist hann einkum koma að
pólitíkinni á bak við tjöldin og
til að mynda taka þátt í upp-
stillingu á lista fyrir kosningar.
Hins vegar segist hann aldrei
hafa hugsað alvarlega út í að
fara í þingmennsku, enda hefði
það átt illa saman með störf-
unum í Skagafirði.
Gísli segist ekki hafa fundið
fyrir því að prestsstarfið og
pólitíkin ættu illa saman.
„Fólkið í sveitinni hefur aldrei
látið mig finna fyrir því að ég
væri í einhverjum flokki. Enda
lít ég bara á þetta eins og að
vera í hreppsnefnd, að vera í
sveitarstjórn, en það er ekki
hægt að komast inn í sveitar-
stjórnina nema í gegnum flokk.
En mér finnst þetta meira vera
þegnskaparvinna en pólitík.
Þau voru líka vön þessu hér í
sókninni,“ segir Gísli og vísar
til þingmennsku föður síns.
Hann segist gæta þess að vera
aldrei pólitískur í predikunar-
stólnum.
„Þegar ég hætti í sveitar-
stjórnarmálunum um 2006 var
ég kosinn á kirkjuþing þar sem
sitja tólf prestar og sautján
leikmenn. Þingið starfar viku í
senn á haustin og er stundum
kallað saman þess utan. Frá
2010 hef ég einnig verið í
kirkjuráði sem er yfirstjórn
Þjóðkirkjunnar. Þar sitja tveir
prestar, tveir leikmenn og
biskup. Þar eru mánaðarlegir
fastir fundir og stundum fundir
þess utan. Ég hef verið meira í
Þorbergur er fæddur 1984.
Hann er smiður og er búsettur í
Glaumbæ 2 ásamt eiginkonu
sinni og þremur börnum og eru
þau með kúabú. Margrét er
fædd 1986 og er framkvæmda-
stjóri Landssambands kúa-
bænda, búsett í Reykjavík
ásamt sambýlismanni sínum.
Yngst er Aldís Rut, búsett í
Reykjavík ásamt eiginmanni og
tveimur börnum. Hún er að
ljúka námi í guðfræði.
Gísli var aðeins 25 ára þegar
hann vígðist til Glaumbæjar-
prestakalls. „Eftir á að hyggja
var maður bara krakki,“ segir
hann og þau sýna blaðamanni
brúðkaupsmyndina sem tekin
er það sama ár. Frá því Gísli tók
við embættinu hefur hann
tvisvar farið í námsleyfi. Árið
1986 var fjölskyldan eitt
vormisseri í Edinborg meðan
hann stundaði nám við háskól-
ann þar. „Síðan fékk ég
námsleyfi veturinn 2007-2008
og var þá í Árósum í Dan-
mörku,“ segir Gísli. „Ég var þar
allan veturinn, nema ég kom
heim um jólin en Þuríður fór
oftar á milli. Þetta var mjög
skemmtilegt nám og mér líkaði
vel að búa þar ytra og taka þátt í
lífinu Árósum. Svo var maður
að reyna að æfa dönskuna og
rifja hana upp, það var ákveðin
áskorun. Flestir sem fara til
Danmerkur halda að þeir
kunni dönsku en fljótlega
kemur í ljós að það er erfitt að
skilja Danina. Mér líkaði vel við
Danina og við förum oft til
Danmerkur og eigum góða vini
þar,“ segir hann. „Við erum
svolítið dönsk í okkur,“ bætir
Þuríður við. Gísli segir námið í
Edinborg eingöngu hafa verið
guðfræði en í Árósum bætti
hann við sig námi í listasögu.
„Þetta var áhugamál sem hafði
alltaf blundað með mér. Ég
kynntist listasögunni strax í
MR, það var ágætur kúrs þar.
Svo hefur maður alltaf haft
áhugann og fór loks í
Þuríður og Gísli á brúðkaupsdaginn árið
1982.
Á landsleik Íslands og Frakklands á EM
síðastliðið sumar.
Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Glaumbæ sumarið 1994 þegar styttan af Guðríði
Þorbjarnardóttur, sem stendur við kirkjuna, var afhjúpuð. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI
Börn Gísla og Þuríðar við Knappstaðakirkju árið 1994. Frá vinstri: Aldís Rut, Gunnar,
Þorbergur og Margrét.
09/2017 7