Feykir


Feykir - 01.03.2017, Qupperneq 8

Feykir - 01.03.2017, Qupperneq 8
Sóla. SJÁLFSMYND þessu síðustu árin heldur en pólitík og sveitarstjórnar- málum,“ úrskýrir hann. „Á þessu sérðu það að það þurfti einhver að vera heima, þannig að ég sleppti félags- málunum,“ segir Þuríður þegar upptalningunni lýkur. „Það dugði mér að vera í kirkju- kórnum og vera heima og sjá um börn og bú.“ Hún segist vera lítil félagsmála- og fundamanneskja. „Tónlistin og söngurinn eru mitt helsta áhugamál, auk handavinnu. Mér finnst alltaf jafn skemmti- legt að reyna að búa eitthvað til í höndunum“ segir hún. „Það er líka heilmikið hlutverk að vera afi og amma og þarf að sinna því, bæði hér og fyrir sunnan,“ bætir Gísli við og Þuríður tekur undir að það sé frábært að hafa tækifæri til þess. Ferðamennirnir banka stundum upp á Glaumbær er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Skagafirði, enda er gamli torfbærinn þar stór hluti af Byggðasafni Skagfirðinga og hann heimsækja tugþúsundir ferðamanna á ári hverju. „Við finnum fyrir auknum þunga ferðamanna og hér er alltaf mikið líf og fjör á sumrin,“ segja þau Þuríður og Gísli. Sumir banka upp á hjá þeim og halda að prestssetrið sé hluti af safninu en þau segja lítinn ama af því. Sjálfur sat Gísli í Byggðasafnsnefnd Skagfirð- inga, m.a. lengi sem formaður, fyrir sameiningu sveitarfélag- anna í Skagafirði. „Á þeim árum var verið að byggja safnið upp í núverandi mynd og flytja Áshús og Gilsstofu á staðinn. Maður sá alltaf fyrir sér að safnið yrði dálítið sjálfbært og færi með tímanum að gefa eitthvað af sér. Við höfum alltaf litið jákvætt á að efla staðinn sem ferðamannastað,“ segir hann. Glaumbæjarkirkja stend- ur ferðamönnum einnig opin, á sama opnunartíma og safnið. „Langflestir sem koma á svæðið fara einnig í kirkjuna,“ segir Gísli, en núorðið hafa þau hjónin umsjón með því að opna kirkjuna daglega. Gísli og Þuríður hafa verið samfleytt í Glaumbæ síðan þau fluttust þangað 1982, ef undan eru skyldir tveir vetur sem þau fluttu á Sauðárkrók. Sr. Hjálmar Jónsson fékk leyfi frá Sauðár- króksprestakalli og settist á alþingi haustið 1995. Fyrsta veturinn þjónaði Gísli söfnuð- inum frá Glaumbæ en síðan fluttust þau á Krókinn haustið 1996 og voru þar í tvö ár. Árið 1998 sagði svo sr. Hjálmar prestakallinu lausu og auglýst var eftir sóknarpresti. Fluttist fjölskyldan þá aftur í Glaumbæ en hann hafði þjónað presta- kallinu ásamt Sauðárkróki. „Við höfum því verið hér alveg, nema þessi tvö ár. En ég hef átt lögheimili í Glaumbæ frá því ég fæddist,“ segir Gísli. Gísli og Þuríður segjast kunna vel við sig í Glaumbæ. „Ef það hefur komið upp einhver hugmynd um að fara eitthvað annað eða gera eitthvað annað þá hefur niðurstaðan orðið sú að okkur liði það vel hérna að ekki væri ástæða til að breyta til,“ segir Gísli, og bætir við að það sé ekki síður Þuríður sem hafi tekið miklu ástfóstri við staðinn. „Það er alveg frábært að búa hérna. Einstakt nágrenni og gott mannlíf. Svo erum við bara svo vel í sveit sett. Það er mikil fegurð og víðsýni hérna, bæði niðri á Eylendinu og upp til fjalla. Hér er veður- blíða, engin ófærð eða snjór. Það er bara ekki undan neinu að kvarta,“ bætir Þuríður við. „Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera hérna og okkur hefur liðið vel og líkað vel hérna,“ segja þau að lokum. Gísli í sextugsafmæli sínu í desember síðastliðnum ásamt systkinum sínum; Margréti, Arnóri, Ólafi og Gunnari. MYND: ÚR EINKASAFNI 8 09/2017 Hvernig nemandi varstu? Bara ágætur held ég, en fékk þó einhvern tímann umsögn í grunnskóla um að vera óþarflega málgefin. En á síðari stigum skólagöngu var vandamálið frekar á hinn veginn og var þá of mikið til baka. Maður getur aldrei gert öllum til geðs. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Ég vil nú ekki blóta í þessu viðtali en það er sko alveg tilefni til. Ekkisens fermingarfötin eru nú það sem stendur upp úr þessum ágæta degi því miður. Ég hafði ekkert um að segja hvernig þau litu út en þetta var hin hroðalegasta brúna buxnadragt með axlapúðum í yfirstærð. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dýralæknir, aldrei neitt annað en dýralæknir og langar það ennþá en er líklega að verða of sein...þótt ég sé reyndar ekki orðin stór.... Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég man ekki eftir neinu sérstaku uppáhaldi. En ég var aldrei mikið fyrir dúkkur, held það hafi frekar verið Legó eitthvað sem mig minnir að hafi kallast Mekkanó. Á sumrin lékum við bróðir minn okkur mikið í búinu okkar og svo smíðuðum við fleka sem við sigldum á um Áshildarholtsvatnið, Lómatjörnina og Miklavatnið. Á veturna voru það skautarnir og sparksleðinn sem eru minnisstæðastir. Besti ilmurinn? Nýslegið gras, lykt af snoppu á hesti og lykt af ungbörnum. Get ekki gert upp á milli held ég. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var óskaplegur rokkhundur og er svo sem enn og á þessum tíma var hlustaði ég mikið á Metallica, Ozzy, Queen og Red Hot Chilli Peppers. Svo dýrkaði ég líka Prodigy á þessum tíma. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Ég myndi nú seint syngja í kareókí sökum hæfileikaskorts en ef ég hefði hæfileika þá held ég að ég fengi gríðarlega mikið út úr því að syngja Since I've Been Loving You með Led Zeppelin. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Má segja veðurfréttir? Mér er alla vega oft strítt á því hvað ég er upptekin af veðurfréttum. En fyrir utan þær þá missi ég ekki af náttúrulífsmyndum og hvers kyns vísindaþáttum. Svo finnst mér breskir krimmar og danskar svartar gamanmyndir fínasta efni sem ég missi ekki af. Besta bíómyndin? Rosalega erfið spurning. Ég held alltaf upp á Stellu í orlofi, sem er svolítið merkilegt því íslenskar myndir hafa ekki höfðað ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Sólveig Olga Sigurðardóttir, eða bara Sóla eins og afi gamli tók upp á að kalla mig barnunga og festist strax við mig. ÁRGANGUR: 1973. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Arnari Kjartanssyni og á dæturnar Sunnu Líf (19) og Katrínu Sif (11) ásamt bónusdrengum Orra (22). BÚSETA: Birkihlíðin á Króknum. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Dóttir Sigga og Gunnu á Sjávarborg (eða réttara sagt Borgargerði en það kannast færri við það nafn). Ég er alin upp á fjölskyldutorfunni hérna niður frá, Sjávarborg. STARF / NÁM: Ég starfa núna hjá Samtökum sveitarfélaga á Norður- landi vestra. Ég er landslagsarkitekt að mennt og er í fjarnámi núna í Garðyrkjuskólanum, mér til ánægju og yndisauka. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Úff það er nú ýmislegt, ætli það sé ekki einna helst að trassa ekki skuldbindingarnar í námi, starfi og ekki hvað síst gagnvart heimili og fjölskyldu. Og reyna svo að njóta þessa alls í leiðinni. Sóla sérstaklega til mín. Svo dýrka ég alveg I Kina spiser de hunde og Gamle mænd i nye biler. Þessar þrjár þarf ég að sjá reglulega til að halda geðheilsunni. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Held það sé nú bara íþróttaálfurinn dóttir mín. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Pæli nú lítið í því en kannski að þrífa baðherbergið og þrífa eftir hundinn. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Sósur, segir eiginmað- urinn, og marengstertur. Reyndar myndi ég nú aldrei kalla það snilld sem ég framkalla í eldhúsinu enda finnst mér almennt leiðinlegt að elda. Hættulegasta helgarnammið? Súkkulaði. Hvernig er eggið best? Hrært. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvatvísi, óþolinmæði og pirringur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki, hroki og undirferli. Uppáhalds málsháttur eða tilvitn- un? Vertu þú sjálfur ;o) Hver er elsta minningin sem þú átt? Í kringum 3ja ára aldurinn í eldhúsinu hjá ömmu og afa á Sjávarborg sem mér fannst svo rosalega stórt þegar ég var lítil. Minningin er líklega ekki ein heldur margar svipaðar þar sem ég var eitthvað að dunda mér hjá ömmu. Hljóðið í heitavatninu,skurk í pottum og lykt af kaffi og kaffibrauði tengist þessum minningum líka. Hvaða teiknimyndapersóna höfð- ar mest til þín? Kolbeinn kafteinn finnst mér hafa skemmtilegan orðaforða. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Æi, ég myndi aldrei vilja vera fræg. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Ég held ég verði að segja Þjóðsögur Jóns Árnasonar, ég hef allavega oftast gripið niður í þær frá því ég var krakki. Svo finnst mér Stefán Máni og Steinar Bragi skemmtilega drungalegir og draumkenndir. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ekkert eitt sem mér dettur í hug en ég er víst frekar orðljót og nota blótsyrði kannski óþarflega mikið sem áhersluorð. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Gandhi, með sinn magnaða friðar- og kærleiksboðskap. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Aftur í eldhúsið til ömmu held ég bara. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Borneó eða Súmötru til að heim- sækja fjarskylda ættingja mína, órangútana, sem ég hef alltaf haft mikið dálæti á. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Vasahníf og tvær bækur. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til með að gera áður en þú gefur upp öndina: Að verða amma held ég að sé toppurinn, hitta blessaða órangútanana og fara í heimsreisu.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.