Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 5
Vorið 1943 fór fram prestskosning í
Glaumbæjarprestakalli. Þeir sem
sóttu um embættið voru Gunnar
Gíslason, þá nýútskrifaður kandídat
úr prestaskóla og Guðmundur
Benediktsson; hann nokkuð eldri og
var þjónandi prestur á Barði í
Fljótum. Umsækjend-
urnir báðir voru tengdir
pólitískum flokkum,
Gunnar Sjálfstæðis-
flokknum og Guðmundur
Framsókn.
Það sem ég hér skrifa um
prestskosninguna hef ég
m.a. eftir sr. Gunnari
Gíslasyni, sem hér var
prestur í 39 ár, en við
vorum góðir kunningjar -
þó aldursmunur væri. Ég
starfaði m.a. með honum í hreppsnefnd
Seyluhrepps í 12 ár; fundum okkar bar
nokkuð oft saman, þá oft í góðra vina
hópi og stundum var tár á glasi.
Gunnar sagði mér eitt sinn frá því
þegar hann var að undirbúa og agitera
framboðið, þá er hann sótti um
Glaumbæjarprestakall, ungur maður.
Hann hafði komið að sunnan í Skaga-
fjörð um vorið og hélt til hjá frændkonu
sinni, Stefaníu, konu Sigurðar sýslu-
manns á Sauðárkróki. Hann sagði svo
frá: „Það var snemma morguns að
Stefanía, frænka mín, vakti mig af
værum blundi og sagði nokkuð byrst, að
mér væri nær að hafa mig á fætur og
flýta för fram í Seyluhrepp og kynna mig
þar fyrir fólkinu – og sagði jafnframt að
hún hefði fregnað að Guðmundur,
mótframbjóðandi minn, væri búinn að
fara bæ frá bæ að kynna sig. Ég tók
frændkonu mína mjög alvarlega og rauk
af stað fram í sveit”.
Nú segi ég frá því er Gunnar kemur í
Brautarholt, en þá er ég 7 ára.
Ég man glöggt hvernig hann var
klæddur, yst fata. Hann var í grænum
stormjakka sem náði vel niður fyrir
mitti og í brúnum pokabuxum, með
derhúfu, í gúmmístígvélum og með
bakpoka. Í Brautarholt kom hann
gangandi yfir Seyluás, frá Skarðsá, en
syðstu bæir í Sæmundarhlíð eiga
kirkjusókn að Glaumbæ. Ekki man ég
hvert leið hans lá er hann fór frá
Brautarholti – en þar stansaði hann góða
stund. Sennilega hefur hann farið í
Grófargil – þaðan í Seylu og svo út
Langholtið, eða kannski hefur hann
farið fram í Víðimýrarpláss.
Báðir frambjóðendur messuðu í
Glaumbæ og Víðimýri áður en
prestskosningin fór fram. Faðir minn
sagði mér að fólki hefði þótt ræður
Gunnars betri en Guðmundar. Nú var
það svo að heimilin í Seyluhreppi
aðhylltust annaðhvort sjálfstæðið eða
framsókn, í flestum tilfellum og kosn-
ingarnar sem í hönd færu myndu
nokkuð litast af pólitík. Faðir minn og
móðir fylgdu Framsókn, en voru
ákveðin í að styðja Gunnar og svo var
um fleiri, m.a. Sigurjón Helgason og
Sigrúnu konu hans í Geldingaholti og
fleiri framsóknarheimili. Prestskosn-
ingin fór fram á tilsettum degi og kosið
var í Glaumbæjarkirkju.
Halldór, nágranni minn
ágætur á Stóru-Seylu, sagði
mér fyrir margt löngu frá
þessari kosningu; hann var
sennilega í kjörstjórn.
Kjörstjórnin var staðsett
fremst í kirkjunni í
Glaumbæ. Auk Halldórs
var Hjörtur Kr. Benedikts-
son á Marbæli í kjörstjórn.
Hann var meðhjálpari í
Glaumbæjarkirkju til
fjölda ára. Ekki veit ég um
þann þriðja úr kjörstjórn-
inni. Þeir sem á kjörstað komu fengu
atkvæðaseðil hjá kjörstjórn og fóru síðan
inn kirkjugólfið að altarinu, en það var
notað sem borð til útfyllingar atkvæða-
seðils. Í þeim hópi var Pálína á Skarðsá,
sem að sjálfsögðu fékk seðil, sem hún fór
með inn að altari, til útfyllingar. Þegar
hún kemur til baka er hún ekki með
kjörseðilinn í hendi. Þá segir Hjörtur
með nokkrum umvöndunartóni: „Hvað
gerðir þú við kjörseðilinn Pálína?” „Nú,
ég stakk honum niður um rifuna á
altarinu” - sagði Pálína. Þá segir Hjörtur:
„Það áttir þú ekki að gera Pálína.”
Seðillinn var síðan sóttur og komið í
kjörkassann. Kosningin fór þannig að
Gunnar Gíslason var kjörinn prestur í
Glaumbæjarprestakalli og vil ég segja að
Seylhreppingar hafi þá sýnt það og
sannað og metið meira manngildi en
pólitík í þessari kosningu. Enda ávallt
búið skynsamt fólk í Seyluhreppi.
Gunnar var síðan vígður prestur í
Glaumbæjarprestakalli, sem seinna
sameinaðist Reynistaðarsókn (sami
prestur).
Fyrsta ferming er sr. Gunnar
framkvæmdi var á uppstigningardag,
18. maí 1944.
Þá voru fermd í Glaumbæ átta börn.
Þau voru: Gísli Felixson í Húsey, Sigur-
jón Vigfússon á Reykjarhóli, Sigrún
Stefánsdóttir á Hofi við Varmahlíð,
Óskar Guðmundsson á Fjalli, Stefán G.
Haraldsson í Brautarholti, Elsa Níels-
dóttir í Glaumbæ, Gísli Jónsson Ytri-
Húsabakka og Ólafur Sigurbjörnsson frá
Grófargili, þá til heimilis í Sólheimum í
Sæmundarhlíð. Eins og fyrr var sagt var
þetta fyrsta ferming sem sr. Gunnar
framkvæmdi og komst hann nokkuð
við, við þessa athöfn, ungur og óreyndur,
eins og faðir minn skráir í dagbók sína
þennan dag var indælis veður.
Ólafur Sigurbjörnsson var fermdur
þennan dag eins og hér að framan
greinir. Hann var tekinn í fóstur í
Sólheima í Sæmundarhlíð – ég veit ekki
hvað hann var gamall þá – en fermdur
þaðan. Fljótlega á unglingsárunum flutti
AÐSENT : Sigurður Haraldsson
Prestskosning í Glaumbæjarprestakalli vorið 1943 - og fleira
Glaumbær. MYND: ÓAB
hann svo heim til foreldra sinna á
Grófargili. Við Ólafur vorum góðir vinir
og nágrannar og áttum góð samskipti
eftir að hann kom aftur í Grófargil.
Hann sagði mér frá fermingu sinni í
Glaumbæ 1944. Ólafur var frekar smár
vexti og tók seint út vöxt; hann var því
þeirra minnstur fermingarbarnanna í
Glaumbæ. Þá stakk klæðnaður hans
nokkuð í stúf við hina strákana – en
hann var klæddur matrósafötum, sem
ekki var algengur klæðnaður.
Fermingarbörnum var ætlað að sitja á
sérstökum bekk framan við altarið og
Ólafur tók sér sæti að sjálfsögðu með
þeim á bekknum. Hjörtur Kr. Bene-
diktsson var meðhjálpari eins og framan
greinir í þessum pistli. Hann kannast
ekki við Ólaf og segir við hann: „Þessi
bekkur er bara fyrir fermingarbörnin.”
Þetta sagði Ólafur mér mörgum árum
seinna og var mjög sár við þetta ávarp –
en presturinn kom og leiðrétti með-
hjálparann og Ólafur fékk fermingu.
Ég lét að því liggja að ávallt hefði búið
í Seyluhreppi skynsamt fólk - og svo er
enn. Það var að ég tel, rétt ákvörðun að
sameinast um kjör sr. Gunnars Gísla-
sonar árið 1943. Hann og hans afkom-
endur, ásamt öðrum hreppsbúum, hafa
tekið þátt í að móta þetta samfélag til
heilla og hagsældar okkur öllum, sem
byggjum þetta svæði sem Seyluhreppur
nefnist. Megi svo verða um öll ókomin
ár, að pólitískar skoðanir manna verði
settar til hliðar, enda pólitík ekki til þess
fallin að móta þá einingu sem þarf að
ríkja meðal íbúa, í litlu samfélagi.
Ritað eftir heimkomu úr 60 ára
afmælishófi sr. Gísla Gunnarssonar á
Löngumýri þann 26. desember 2016.
Sigurður Haraldsson
Sr. Gísli! Bestu hamingjuóskir til þín og
fjölskyldu þinnar á þessum tímamótum.
S.H.
Minntist 100 ára afmælis ömmu sinnar
Synti yfir Hrútafjörð
Á fimmtudaginn var
endurtók dóttursonur Ástu
Snæbjörnsson, Gauti
Ásbjörnsson, afrek ömmu
sinnar og synti yfir fjörð-
inn frá Gilsstöðum til
Borðeyrar. Á þessum stað
er fjörðurinn rúmlega
kílómeters breiður og tók
sundið 18 mínútur. Veður
var gott, logn og blíða, og
sjórinn alveg spegilsléttur
þó hann verði nú samt
alveg svartur og kaldur
þegar fjær dregur landi, að
sögn Gauta.
Gauti er 32 ára Sauð-
krækingur sem býr í Sví-
þjóð um þessar mundir.
Eins og áður segir er hann
barnabarn Ástu, eins þre-
menninganna sem sundið
þreyttu fyrir 80 árum, en
Steinunn Hjartardóttir,
móðir Gauta er dóttir Ástu.
Hann æfði sund á yngri
árum en hóf að stunda
sjósund fyrir u.þ.b. tveim-
ur árum síðan. Hann
segist alltaf hafa vitað af
sundi ömmu sinnar, það
hafi bara verið spurning
um hvenær hann fetaði í
fótspor hennar og form
og veður leyfðu. Nú var
reyndar tvöfalt tilefni til
þar sem 80 ár eru liðin frá
sundinu og þá ekki síður
það að Ásta hefði orðið
100 ára fyrir nokkrum
dögum síðan. /FE
Fyrir nálægt 80 árum síðan, eða þann 27. ágúst 1937,
birtist svohljóðandi frétt í Vísi. „Síðastliðinn þriðjudag
syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur
Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda
Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um
1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var
um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki
er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð."
Gauti eldhress að sundi loknu. MYND ÚR EINKASAFNI
29/2017 5