Feykir


Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 9
Lúpínan að leggja undir sig berjaland Króksara Pálmi Sighvats segir lúpínunni stríð á hendur Pálmi Sighvats, íbúi í Hlíðar- hverfi á Sauðárkróki, hefur sagt lúpínunni stríð á hendur og fer reglulega með sláttuorf í berjalandið og fellir lúpínuna. Hann segist þurfa hjálp svo vel ætti að vera, og hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að fara í berjalöndin og eyða lúpínunni. Feykir hitti á Pálma með orfið einn góðan sumardag fyrir stuttu og forvitnaðist um málið. „Ég er að reyna að verja íslenska náttúru. Það er það eina sem ég er að gera. Ég byrjaði þarna uppi á hólnum til að stoppa þetta, svo þarf ég að fara í allan útjaðarinn þarna og uppeftir líka og svo er þetta helvíti hérna langt norðureftir,“ segir Pálmi og bendir í allar áttir enda af nógu að taka þegar lúpínan er annars vegar. „Svo eru smá lænur hér og þar en það er bara smotterí. Ég er búinn að hreinsa þetta báðum megin þannig að það kemur ekkert nýtt inn á, þannig að næsta ár verður það léttara.“ Pálmi segir lúpínuna vera magnaða jurt og harðgera því ef ekki næst að klippa hana alveg í tvennt og hún hangi saman á nokkrum þráðum nær blómstrið að lifa. En Pálmi er ákveðinn í að verja svæðið. „Það skal engin lúpína fá að lifa á þessu svæði. Ég er alveg harður á því. Það er markmiðið hjá mér. Ég er þrjár mínútur að ganga í berjalandið hjá mér og það er lúxus sem ég vil ekki missa,“ segir Pálmi ákveðinn og VIÐTAL Páll Friðriksson Lúpína með brotinn stilk getur nært blómið og fræin og haldið áfram útbreiðslu sinni, svo mögnuð er hún, segir Pálmi. MYNDIR: PF einbeitingin skín úr augum hans enda hefur hann tínt ber þarna svo lengi sem minni hans nær. „Lúpínan er svo hrikaleg. Hún verður ofboðslega fljót á þessu ári, að éta þetta upp. Ég er viss um að eftir 3-4 ár sjáist ekki lyng hérna, ef ekkert er gert í málinu. Það sem ég er að gera þolir enga bið.“ Pálmi hvetur fólk til að eyða smá tíma í að skera niður plöntuna og segir hann steinullarhnífa henta mjög vel ef fólk eigi ekki önnur sláttutæki. Hann segir einnig hægt að gera þetta með höndunum en það væri svolítið seinlegt. Ekki þarf annað en að taka blómið ofan af stilknum. Hann bendir á að fjölskyldur gætu tekið sig saman stutta stund í einu og ráðist til atlögu við þennan vágest og krakkar væru spenntir að höggva blómin niður. Þá segir hann það geta verið áskorun til Steinullarverk- smiðjunnar að styðja íslenska náttúru með því að útvega hnífa til verksins. „En það þarf að byrja strax, þetta þolir enga bið!“ Eitur er neyðarúrræði Vísindavefurinn segir að elstu heimildir um Alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi séu frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með fræ og nokkrar rætur af alaska- lúpínu til landsins. Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpína sú sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratugum og er nú á dögum ræktuð og notuð til landgræðslu í stórum stíl. Á vef Náttúrufræðistofnun- ar Íslands segir að hægt sé að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu með nokkrum leiðum. Fyrsta skrefið skal snúa að því að koma í veg fyrir fræfall þar sem líftími fræja er langur. Stakar plöntur er hægt að rífa eða grafa upp en þegar breiður eru stórar skal slá þar sem því er við komið. Þegar Alaskalúpína er slegin stuttu fyrir fræfall hefur hún sett megnið af forðanum í fræframleiðslu og dregur þá mjög úr endurvexti. Beit hefur einnig mikil áhrif á vöxt og nýliðun plantna. Ávallt skal líta á úðun eiturs sem neyðarúrræði og hafa skal samráð við fagaðila áður en hafist er handa.Pálmi er vopnaður rafmagnssláttuorfi og segist eyða um klukkustund í lúpínuskurði eða meðan rafhlaðan á orfinu endist. Lúpínan er umdeild planta á Íslandi, mjög öflug landgræðslujurt sem grætt getur upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma en getur verið hinn mesti skaðvaldur í viðkvæmu gróðurlendi líkt og berjamó. Á vefnum Flóra Íslands segir að ef hún komist í mólendi leggi hún það undir sig smátt og smátt og eyði úr því öllum gróðri. Lúpínuna er víða að finna og er hún dugleg við að breiða úr sér af sjálfsdáðum með fræjum. Nú er svo komið að berjaland Sauðkrækinga er í hættu þar sem jurtin er farin að leggja það undir sig. Hlakka til að takast á við krefjandi verkefni Ásdís Brynja valin í hollenska landsliðið Ásdís Brynja Jónsdóttir er fædd og uppalin á Hofi í Vatnsdal, dóttir þeirra Eline Manon Schrijver og Jóns Gíslasonar á Hofi. Ásdís er 18 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri. Eftir menntaskóla- gönguna stefnir hún á nám við Háskólann á Hólum. Fyrir skömmu fékk hún að vita að hún hefði verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum en Ásdís er með tvöfalt ríkisfang. Hugmyndin um að reyna að komast í hollenska lands- liðið, segir Ásdís að hafi komið upp fyrir tveimur árum, fyrir heimsmeistaramótið í Hern- ing, en þar keppti hún fyrir Íslands hönd á Youth Cup sem haldið var á Hólum í Hjaltadal árið 2014. Þá gat hún ekki keppt fyrir Holland það árið samkvæmt reglum FEIF. „Þá ákváðum við systur að geyma þetta í tvö ár og gera okkar besta til að komast í hollenska landsliðið fyrir HM 2017. Lara fór til Hollands, og hefur verið að þjálfa stíft hryssuna sem hún er með, Örk frá Hjarðartúni, og við keyptum hest hér á Íslandi fyrir mig. Hesturinn heitir Sleipnir frá Runnum og er 11 vetra gamall undan Orra frá Þúfu og Grímu frá Lynghaga. Við keyptum hann af Sigurði Vigni Matthíassyni sem hefur hjálpað mér síðan við keypt- um hann,“ segir Ásdís. Hestinum lýsir hún sem heilsteyptum alhliða gæðingi með frábært geðslag. „Við höfum verið að keppa í fimm- gangi sem er okkar aðal grein ásamt því að keppa í slak- taumatölti og gæðingaskeiði. Leiðarvísirinn fyrir landsliðs- vali er öðruvísi í Hollandi en á Íslandi og þurfti þar að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á World ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn. Ég var búin að ríða lágmörkin einu sinni fyrir Íslandsmótið sem fór fram á Hólum svo spennan var í hámarki. Ég reið svo lág- mörkin í forkeppninni í fimmgangi og sigraði svo í B-úrslitum, sem fóru fram á laugardeginum, með eink- unnina 6,31 . Seinna sama dag fékk ég svo að heyra að ég væri komin í landsliðið.“ Ásdís endaði Íslandsmótið með því að ríða A-úrslitin í fimmgangi ungmenna, lenti þar í 6. sæti með einkunnina 6,26. „Það eru forréttindi að fá þetta tækifæri, að keppa á stór- móti eins og þessu. Ég hlakka til að takast á við þetta krefjandi verkefni,“ segir þessi mikla hestakona og Feykir óskar henni alls hins besta á Heims- meistaramóti íslenska hestsins sem fram fer dagana 7.-13. ágúst nk. í Oirschot í Hollandi. VIÐTAL Páll Friðriksson Ásdís Brynja og Sleipnir frá Runnum. MYND ÚR EINKASAFNI 29/2017 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.