Feykir


Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 12

Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 29 TBL 26. júlí 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Það var ljómandi sumarveður á Norðurlandi vestra um helgina og ófáir sem nutu blíðunnar léttklæddir og með sumarbros á vör. Á laugardaginn fór hitinn í um 25 gráður og þá var ljósmyndari Feykis á vappi með myndavélina og fangaði nokkur augnablik í sólinni á Króknum. /ÓAB Siðbót í samtíð AÐSENT :: Hólahátíð 11 - 13. ágúst Svipmyndir frá Sauðárkróki Sumarið dúkkaði upp 500 ára siðbótarafmælis Marteins Lúthers verður minnst með óvenjulega veglegum hætti í ár á Hólahátíð dagana 11. - 13. ágúst. Hátíðin hefst föstudaginn 11. ágúst með listgjörningnum Tesur á Hólahátíð sem hefst kl. 17:00 í Auðunarstofu. Þar munu myndlistakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal kynna gjörninginn. Síðan er gengið í Nýjabæ og Hóladómkirkju. Gestum verður boðið að semja og teikna sínar eigin tesur sem prentaðar verða með háprenti á pappír og síðan neglir hver og einn sína tesu á tréhurð í kirkjunni. Myndlistargjörningurinn fer fram alla helgina fram eftir kvöldi. Verkið á að minna á gjörninginn þegar Lúther negldi tesurnar 95 á kirkjudyr í Wittenberg og markaði þannig upphaf siðbótar í Evrópu. Laugardaginn 12. ágúst verður pílagrímaganga eftir Hallgríms- veginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum. Leiðin er 22 km á jafnsléttu. Bílferðir verða í boði fyrir og eftir göngu frá Hólum og er hægt að panta þær hjá sr. Gylfa í síma 895 5550. Kl. 16:00, eða að göngu lokinni, verður sérstök athöfn sem kölluð er endurnýjun skírnarinnar og eftir hana er altarisganga í Hóladómkirkju. Þetta er einföld og falleg athöfn sem höfðar til persónulegrar upplifunar hvers og eins. Öllum er velkomið að taka þátt í þeirri athöfn, hvort sem þeir hafa gengið píla- grímagönguna eða ekki. Kl. 19:00 er síðan kvöldverður Undir Byrðunni í anda hátíð- arinnar. Sunnudaginn 13. ágúst kl. 11:00 verður flutt tón-leikhús um tvær siðbótarkonur, þær Elísabetu Cruciger og Halldóru Guðbrandsdóttur í Hóladómkirkju. Elísabet var nunna sem snerist til hins nýja siðar og var eitt af fyrstu sálmaskáldum siðbótarinnar og samstarfskona Marteins Lúthers. Hún átti sálm í fyrstu sálmabók Lúthers og í fyrstu útgáfu Grallarans, messubók Guðbrands Þorlákssonar, biskups á Hólum. Hall- dóra var dóttir Guðbrands biskups og var fóstra Hallgríms Péturssonar og bústýra á Hólum með leyfi konungs í forföllum föður sins. Það eru þær Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einars- dóttir sem hafa sett leikhúsið saman með tónlist frá barokk- tímanum í Þýskalandi og grallarasöng frá siðbótartímanum á Íslandi. Það er ReykjavíkBarokk sem flytur verkið, en fram koma tólf hljóðfæraleikarar, fjórir söngvarar og leikkona auk kirkju- kóra Hofsóss- og Hólaprestakalls. Kl. 14:00 á sunnudeginum er hátíðarmessa í Hóladómkirkju með þátttöku ReykjavíkBarokk. Eftir messuna er að venju veg- legt veislukaffi í Hólaskóla, sem öllum kirkjugestum er boðið í. Kl. 16:30 er hátíðasamkoma í Hóladómkirkju. ReykjavíkBarokk sér um tónlist og hátíðarræðu flytur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan sem hlaut prestsvígslu á Íslandi. / SR. SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur! 30 1987-2017 Sími: 453 8245 I bakkaflot@bakkaflot.is I www.riverrafting.isHlökkum til að sjá þig! Við eigum afmæli og í tilefni af 30 árunum gefum við 30% afslátt í River Rafting eða Kayjak ferð Vertu í afmælisskapi með okkur og skelltu þér í River Rafting í Vestari og Austari Jökulsár eða ferð í kayak niður Svartá (fyrir 6 manns eða fleiri).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.