Feykir


Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 2
Nýverið las ég grein eftir Friðriku Benónýsdóttur sem vinkona mín deildi á Facebook. Greinin er að vísu fimm ára gömul en á jafnt við í dag sem þá. Hún ber yfirskriftina Listin að gera ekki neitt og þar fjallar Friðrika um þá „félags- legu pressu að vera sífellt á þönum eins og landafjandi á sterum“ eins og hún kemst svo skemmtilega að orði um þörf nútímamannsins fyrir að skipuleggja hverja mínútu lífs- ins og vera alltaf að gera eitthvað. Það að maður sé álitinn þung- lyndur ef maður ætlar bara að gera „ekki neitt“ í sumarfríinu og njóta þess að eiga tíma fyrir sjálfan sig í stað þess að keyra sig út á einhverri þaulskipulagðri dagskrá. Það að verða alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni til þess að aðrir sjái að líf manns sé eitthvað spennandi. Mikið er ég sammála því sem Friðrika segir. Og nú, þegar ég er rétt að fara í örstutt sumarfrí, er ég alveg óendanlega þakklát fyrir að ég skuli ekki hafa skipulagt einhverja viðburði í fríinu sem ég þarf nauðsynlega að standa við. Í staðinn get ég lagst með tærnar upp í loft, úti á palli, inni í sófa, allt eftir því hvernig veðrið verður. Og ég ætla að njóta þess. Góðar stundir! Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Loksins, loksins – sumarfrí á næsta leiti Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Glæsileg og vel búin bifreið Nýr brunabíll á Blönduós Brunavarnir Austur-Húnavatns- sýslu hafa fest kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á nýafstaðinni Húnavöku. Bifreið- in, sem keypt var af Feuerwehr- technik Berlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði. „Stjórn BAH er afar stolt yfir þessum áfanga og má segja að nú hafi verið brotið blað í sögu BAH með þessari glæsilegu slökkvibifreið, " segir í fundar- gerð Brunavarna Austur-Húna- vatnssýslu frá 18. júlí sl. Þar eru slökkviliðsstjóra færðar þakkir fyrir hans vinnuframlag í tengsl- um við kaupin á bifreiðinni. Í fundargerðinni kemur fram að rekstrartekjur ársins 2016 voru kr. 1.228.145,- og rekstrar- gjöld hljóðuðu upp á 12.802.711 kr. Framlög sveitarfélaganna voru 18 millljónir króna. Hagn- aður ársins 2016 var kr. 6.418.175,- og handbært fé í árslok 402.408 kr. Fram kemur að mun færri útköll voru á árinu 2016 en árinu á undan eða fjögur á móti fimmtán árið á undan. /FE 30 bátar lönduðu rúmum 98 tonnum á Skagaströnd í vikunni, á Hofsósi var landað tæpum 13 tonnum úr fimm bátum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum þremur tonnum. Tæplega 831 tonni var landað á Sauðárkróki en þar með eru talin 512 tonn af rækju sem flutningaskipið Samskip Ice flutti hingað frá Tromsö í Noregi fyrir Dögun á Sauðárkróki. Í heildina var landað 945.278 kílóum af fiski en einnig kom Havfrakt til Sauðárkróks með 1.250 tonn af skeljasandi fyrir Steinull. Þá kom flutningaskip Eimskips, Blikur, einnig til Sauðárkróks í vikunni. /FE AFLATÖLUR 16. júlí – 22. júlí 2017 á Norðurlandi vestra Mörg flutningaskip til Sauðárkróks SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Sæunn HU 30 Handfæri 3.119 Tara SK 25 Handfæri 704 Víðir EA 423 Handfæri 3.019 Alls á Skagaströnd 98.477 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Þorskfiskinet 453 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 19.041 Fannar SK 11 Landbeitt lína 2.318 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 31.178 Gammur II SK 120 Þorskfisknet 2.269 Gjávík SK 20 Handfæri 2.232 Helga Guðmundsd. SK 23 Handfæri 529 Hrafnreyður KÓ 100 Annað 4.296 Klakkur SK 5 Botnvarpa 97.868 Kristín SK 77 Handfæri 611 Maró SK 33 Handfæri 1.374 Málmey SK 1 Botnvarpa 150.589 Már SK 90 Handfæri 2.284 Óskar SK 13 Handfæri 1.411 Samskip Ice NO 36 Rækjuvarpa 512.062 Vinur SK 22 Handfæri 2.195 Alls á Sauðárkróki 830.710 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.769 Geisli SK 66 Handfæri 3.906 Leiftur SK 136 Handfæri 902 Skáley SK 32 Handfæri 3.240 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 2.013 Alls á Hofsósi 12.830 HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 3.261 Alls á Hvammstanga 3.261 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 785 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 2.904 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.506 Blíðfari HU 52 Handfæri 3.019 Bogga í Vík HU 52 Handfæri 2.203 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 7.154 Dísa HU 91 Handfæri 468 Elín ÞH 82 Handfæri 2.424 Garpur HU 58 Handfæri 2.225 Geiri HU 69 Handfæri 3.091 Greifinn SK 19 Handfæri 645 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 10.852 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 3.157 Gyðjan HU 44 Handfæri 2.412 Hafdís HU 85 Handfæri 1.862 Hafey SK 10 Handfæri 766 Hafrún HU 12 Dragnót 23.640 Húni HU 62 Handfæri 3.208 Jenný HU 40 Handfæri 2.338 Kambur HU 24 Handfæri 1.449 Kópur HU 118 Handfæri 1.193 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 3.162 Már HU 545 Handfæri 585 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 537 Stella GK 23 Landbeitt lína 6.822 Svalur HU 124 Handfæri 1.525 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.703 Sveitarfélagið Skagafjörður Sækja þarf um stöðuleyfi Á vef Svf. Skagafjarðar er vakin athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi til sveitar- félagsins til að láta lausa- fjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra muna. Þar er m.a. um að ræða hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld. Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undir- rituð af eiganda eða ábyrgðar- manni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausa- fjármunirnir standi á. Sjá nánar á Skagafjörður.is. /PF Palli Magg með þorsk með augnskugga. MYND: SILLA PÁLS Nýi bíllinn var til sýnis á Húnavöku. MYND: HÚNI.IS Ásdís Brynja í hollenska landsliðið Húnvetningur keppir fyrir Holland Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísinum fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á World Ranking-mótum til að eiga möguleika á að verða valinn. „Ég var búin að ríða lág- mörkin einu sinni fyrir Íslands- mótið sem fór fram á Hólum svo spennan var í hámarki. Ég reið svo lágmörkin í forkeppninni í fimmgangi og sigraði svo B-úrslitin með 6,31 sem fóru fram á laugardaginn. Seinna sama dag fékk ég svo að heyra að ég væri komin í landsliðið,“ segir Ásdís. Hesturinn sem Ásdís keppir á heitir Sleipnir frá Runnum og er 11 vetra gamall undan Orra frá Þúfu og Grímu frá Lynghaga. „Ég myndi lýsa hestinum sem heilsteyptum alhliða gæðingi með frábært geðslag.“ Feykir óskar Ásdísi til ham- ingju með von um gott gengi ytra. /PF 2 29/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.